Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Fréttir DV Eiður Smári og Bjðrn Ingi „Hér halda allir með Chelsea og Eiöur Smári Guðjohnsen er aðal- hetjan," segir Björn Ingi Hrafhsson, að- stoðarmaður utan- ríkisráðherra, Björn er nú í Kalangala- héraðiíAfríku.Á heimasíðu sinni segir Björn Ingi íslendinga hafa átt mikið samstarf við heimamenn þar sem þekki þjóð okkar sundur og sam- an. Þar séu menn ekki í vafa hvaða knattspyrnu- maður stendur fremst í dag. „íslendingurinn er bestur, segja eyjaskeggjar stoltir o^g ekki fer á milli mál að þeir telja sig eiga eitthvað í ljóshærða snill- ingnum í treyju númer 22." Langþráðar endurbætur Á dögunum undirritaði heilbrigðisráðherra samn- ing um endurbætur á þriðju hæð Heilsugæslu- stöðvarinnar á Ak- ureyri. Ellefu ár eru síðan ríkið keypti húsnæðið. Þá strax voru gerðar kröfur um end- urbætur á öllu húsinu. Með endurbótunum sér loks fyr- ir endann á marga ára ferli og verður stöðin þá loks orðin eins og ætíast var til við kaupin 1994. Hæðinni verður lokað á meðan end- urbótunum stendur og mun starfsfólk dreifa sér á aðrar hæðir á meðan. Besti rœðumaðurinn Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaöur. „SteingrímurJ. Sigfússon er án alls vafa langmælskastur, mest sannfærandi og meö líf- legasta stílinn, þótt honum hætti til að vera æstari en til- efniö leyfír. Hann var hins veg- ar glataður þegar hann missti sig útí tal um gungur og druslur. Davfö Oddsson getur verið hrikalega fyndinnjafn- vel meinlega fyndinn og dreg- ur stundum andstæðinga slna sundur og saman íháði sem oft er stórskemmtilegt." Hann segir / Hún segir „Ég hrlfst mest að ræðu- mönnum sem tala frá hjart- anu. Hafsteinn Þór Hauksson, formaður SUS, er til dæmis ræðumaður sem trúir á það sem hann segir, talar alltafaf mikilli sannfæringu og það smitar út frá sér. Magnús Norödal, sem valinn var ræðumaður Cicero-keppnin- arhérí Háskólanum fyrir skömmu, hrffur Ifka fólk með sérþegarhann er í ræöustól." Þingflokkur Frjálslynda flokksins er í uppnámi eftir að sá kvittur komst upp að Gunnar Örlygsson alþingismaður væri að yfirgefa flokkinn. Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður flokksins er furðu lostinn og Sigurjón Þórðarson segir Gunnar vera að bregðast kjósendum sínum. Týndur þingmaður bregst kjnsendum sínum ~ ,Með þvíer Gunnar ekki að bregöast fíokknum heldur kjósendum sínum þvíhelsta baráttumál okkar er breyt- ing á kvótakerfinu sem Sjálfstæðis- flokkurinn vermeð öllum ráðum." „Þetta eru svik við kjósendur flokksins," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Gunnar örlygsson hefur gengið úr flokknum og mun hafa sótt um inngöngu í Sjáífstæðisflokkinn. Sigurjón Þórðarson, segir það- sorglegt ef Gunnar Örlygsson sé að hverfa í Sjálfstæðisflokkinn. „Með því er Gunnar ekki að bregðast flokknum heldur kjósend- um sínum því helsta baráttumál okkar er breyting á kvótakerfinu sem Sjálfstæðisflokkurinn ver með öllum ráðum," segir Sigurjón. Týndur í tvo daga Ástæður brotthvarfs Gunnars eru enn á huldu. Allt bendir til þess að óánægja með samstarfsfólk og ósig- ur í varaformannskosningum spili inn í og hitt að hann vill færa flokk- inn lengra til hægri en hann nú er. „Mér er sagt að Gunnar sé búinn að segja sig úr Frjálslynda flokknum þó að hann hafi ekki sent okkur neitt um það enn," segir Magnús Þór Haf- steinsson sem sigraði Gunnar í vara- formannskosningum á landsfundi Frjálslynda flokksins á Kaffi Reykja- vík fyrir nokkru. „Við höfum ekki séð Gunnar hér á Alþingi í tvo daga og ekki heyrt frá honum. Ég veit að hann hefur ekki boðað fjarvistir þannig að ég veit ekki hvað ég á að halda," segir Magnús Þór. Vildi til hægri Margrét Sverrisdóttir, - fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, tekur í svipaðan streng þó að hún geti ekki staðfest úrsögn Gunnars Örlygssonar úr flokknum þar sem ekkert erindi þess efnis hafi borist frá honum: „En það er einhver kvittur í gangi um þetta. Ég veit ekki hvað veldur nema hvað að ég ímynda mér að hann hafi viljað fara lengra til hægri en við hin," segir Margrét Sverris- dóttir. Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður flokksins, kannast heldur ekki við neina misklíð á milli sín og Gunnars Örlygssonar enda lýsti sá síðarnefndi því yfir að engin eftirmál yrðu þótt hann hafi tapað varafor- mannsslagnum: „Okkur hefur aldrei lent saman eftir þetta og ég veit ekki um neitt einstakt atvik sem getur útskýrt brotthvarf hans nú. Við Gunnar höf- um unnið ágætíega saman þó svo við höfum ekki verið neinir sérstakir vinir," segir Magnús Þór. Týndur? Ekki náðist í Gunnar örlygsson í gær og engu líkara en jörðin hefði gleypt hann. Gunnar vakti mikla at- hygli þegar hann náði kjöri á þing fyrir Frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum og þá ekki síst vegna þess að hann hóf þingmanns- feril sinn með því að sitja af sér ölvun- arakstur í fangelsi fyrstur þing- manna. Gunnar Öi lygsson Fjarverandi afAlþingi Itvo daga. Félagi hans segir Gunnar bregðast kjósendum meðþvíað yfirgefa flokkinn. ri ,-:- Meindýraeyðir kallaður að Fellaskóla Loðnar pöddur hræddu nemendur „Þetta voru pínulitlar og loðnar pöddur, alveg viðbjóðslegar" sagði Sverrir Örn Sverrisson, nemandi í Fellaskóla. Sverrir var f matreiðslu- tíma þegar torkennileg skordýr fundust í skólastofunni. Meindýraeyðir var kallaður út þegar skordýr- anna varð vart í Fellaskóla í Breiðholti. DV var á staðnum * en var meinaður aðgangur að skólastofunni. Þorsteinn Hjartarson María Rún Bjarnadóttir laganemi. IÞorsteinn Hjartarson Skólastjúrinn vildi ekki láta Ijósmynda matreiðslustofuna. skólastjóri bauðst hins vegar til þess að leyfa myndatöku í öðru eldhúsi í skólanum, alls ótengdu málinu. Að sögn skólastjórans var ekki um fár að ræða. Hann staðfesti að pöddur hefðu fundist og að beðið væri eftir meindýraeyði til að sjá til þess að pöddurnar færu. Ekki er ljóst um hvernig skordýr er að ræða. Sverrir Örn og samnemendur hans sögðust hafa orðið skelkuð þegar þau sáu þessi dýr. í fyrstu hafi átt að 1 íalda áfram kennslu, en hún var fljódega felld niður. fdolstjarna mótmælir Ungir jafnaðarmenn í Reykja- vík efndu til mótmæla fyrir fram- an Alþingishúsið í gær. Þeir eru óánægðir með að frumvarp um afnám fyrningarfrests í kynferð- isafbrotum gegn börnum var ekki tekið fyrir á þinginu. Guð- rún Birna Ingimundardóttir, stjórnarmaður í ungra jafn- aðarmanna, skipulagði mót- mælin. Hún vakti mikla athygli með þátttöku sinni í Idol- stjörnuleit í vetur en hefur nú snúið sér að pólitík. Guðrún sagðist ánægð með mótmælin £ gær, þetta væri afar mikilvægt mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.