Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Menning DV Cannes Igær og verður þar ( þrengslum á dýrum hótelher- bergjum næstu daga. Þetta er f 58. skipti sem mönnum (Cannes tekst aö draga til sin megnið af þeim sem mest eru áberandi í kvikmyndaiön- aði heimsins. MYNDIR eftir tvo (slenska leikstjóra hafa verið valdar í sérstaka dagskrá hátíðarinnar. Annars vegar Voksne Mennesker eftír Dag Kára, sem gerist i Danmörku en er framleidd með þátt- töku Zik Zak og til- styrk Kvikmynda- miðstöðvar Islands. Hin er stuttmyndin Slavek the Shit eftir Grim Hákonarson, sem er útskriftarmynd hans úr FAMU-kvik- myndaskólanum i Prag. Einnlg veröa sölusýningar á tveimur nýjum mynd- um, /tak viö Tímann og Gargandi Snilld. ÞAÐ ER Laufey Guð- jónsdóttir sem leiðir störf (slendinga suður á strönd eins og Siggi Páls kallaði það, en Kvikmyndamiöstöð (s- lands er með sérstakan bás á hátiðinni ásamt hinum Norður- landaþjóðunum til að kynna íslensk- ar bíómyndir. Partíið er búið 22. maí. NÆSTA ár verður minnst afmælis Henriks Ibsen og hefur Betty Nan- sen-leikhúsið þegar til- kynnt að þeir leggi höfuðáherslu á verk skáldsins það árið. Boðiö verður upp á rappsýningu á Pétri Gaut og bæði Nóra og Hedda verða (nú- timalegum útgáfum. Það er verð- launahafi Reumert-verðlaunanna sem þar ræður, Peter Lange. HVAÐ gera þau Tinna og Gíó (mál- um frænda okkar og vinar? Heyrst hefur að Vesturports-grúppan, sem Tinna ætlar að gleypa (heilu lagi, verði með Pétur gamla I nýrrl útgáfu Baltasars Kormáks. Engum sögum fer aftur af því hvað Gíó hyggst fyrir, hvað þá Magn- ús leikhússtjóri Akur- eyrar, eða Hilmar Hafnar- fjarðarleikhússtjóri. Frá honum hefur ekkert heyrst lengi. Varð endurnýjað- ur starfssamningur honum um megn? Frú í Hamborg vill tónleikahöll Það eru fleiri en borgarstjóri og ráðherra sem vilja byggja tónlistarhús. Karin von Welck menningarráðherra Hamborgar vill byggja tónlistarhöll - á hafiiarbakkanum - hvar ann- ars staðar? Það verður tekin ákvörðun um það í sumar hvort reist veröur tónlistarhöll með salt fyrir 2200 gesti og minni sal fyrir 600 gesti í Hamborg. Þegar eru komnir arkítektar að verkinu. Herzog og de Meuron, svissneskar súperstjömur. Við hlið tónlistarhússins á að rísa 220 herbergja hótel, 35 lúxusíbúðir og bflastæðahús. Þetta á að kosta hátt f tvo milljarða. Von Welck segir verkefiiið hluta af stærri endurbyggingu hafiiarsvæðis Hamborgar sem kallast Project Hafencity. Er von manna að þetta nýja hús hleypi h'fi í deyjandi þunga- miðju borgarinnar og geri hana færa um að keppa við Berlin og Munchen í tónlistarmenn- ingu. Líta menn þá til Los Angeles og hvernig Walt Disney konsert-höllin hefur hleypt hfi í dautt hverfi. Gert er ráð fyrir að ný bygging tvöfaldi eftirspum hjá gestum og borgarbú- um. Hljóöhönnuður verksins er Yasuhisa Toyota en lögim salar hússins mun verða afar byltingarkennd. Áhorfendasvalir Uggja í spfral um 2500 rúmmetra saUnn. Áætlað er að fyrsti konsert verði í húsinu 2009. Þeir em fljótari en við Þjóðverjamir. Vladimir Ashkenazy er kominn heim til aö stjórna níundu sinfóníu Mahlers í kvöld. Þessi píanósnillingur hefur á síöustu áratugum einbeitt sér að hljómsveitar- stjórn en hann tók sín fyrstu skref sem stjórnandi með Sinfóníunni sem hann leið- ir í kvöld. Fáir tónhstarmenn síðustu aldar hafa átt eins glæsflegan ferU og þessi frægi rússneski gyðingur. Hljóðritan- ir hans sem einleikara og stjómanda em ótalmargar og hann hefur leikið með öUum helstu hljómsveitum heims. Samt kemur hann hingað reglulega og vinnur með sínum gömlu samverkamönnum í Sinfóní- unni. Það viU svo tU að nú er hann hér staddur skömmu fyrir opnun 35. Listahátíðar í Reykjavík sem komst á legg fyrir hans tUstiUi og laðaði dl sín merka listamenn sem annars hefðu ekki lagt leið sína hingað.Hann hefur verið einbeittur baráttumaður fyrir byggingu tónlistarhúss og var einn þeirra sem nýlega óskuðu eftir end- urskoðun á forsendum í byggingu hússins. Sú níunda Þessi sinfónía sem flutt verður í kvöld hefur oft verið köUuð svana- söngur Mahlers. Eftir hið magnaða tónverk Das Lied von der Erde, sem er í raun sinfóniskt verk þótt ekki beri það slflct heiti af hálfu tón- skáldsins, réðist hann í smíði þeirrar níunda og varð það síðasta tónverk- ið sem honum auðnaðist að ljúka við. Drög eru tfi af þeirri tíundu og hafa verið hljóðrituð, en niunda sin- fónian er eitt af hans höfuðverkum og lá lengi á henni það orð að erfiðari sinfóníur væri ekki hægt að takast á við. Kynning Þetta er í fyrsta skipti sem Sinfón- fuhljómsveit íslands tekst á við verk- ið en það gerði Sinfóníuhljómsveit Æskunnar með glæsibrag árið 1989. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.19.30. Fáir miðar eru eftir. Á undan tónleikunum verður vinafélag Sinfóníunnar með sinn hefðbundna fund þar sem verkið verður skoðað. Þetta verður síðasta samverustund Vinafélagsins á vetrin- um og hefst hún kl. 18.15 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson mun ræða um þá 9. með tóndmæum af bandi og við píanó. Fyrir samveru- stundina verður haldinn aðalfundur Vinafélagsins. Heiðursstjórnandi Það er alltaf viðburður þegar Sin- fóníuhljómsveit íslands leikm imdir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Framlag hans til uppbyggingar hljómsveitar- innar og Ustrænnar mótunar hennar er mikið. í janúar 2001 stjómaði Vladimir Ashkenazy Sinfómuhljómsveit ís- lands á ný eftir nokkurt hlé. Ári síðar var hann gerðm að heiðursstjórn- anda hljómsveitarinnar og hefúr síð- an snúið aftm á hverju starfsári og stjómað stórvirkjum eftir Elgar, Britt- en og nú Mahler. Veri hann og frú Þórunn ævinlega velkomin. Morgunhressir menn geta næstu sunnudaga brugðið sér í Ými og séð og heyrt þau Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Gerrit Schuil renna sér í gegnum sónötur Beet- hovens fyrir fiðlu og píanó. Þrekvirki í uppsiglingu Það er víst meira en að segja það að takast á við þetta verkefni. Þetta er i fýrsta sinn í aldarfjórðung sem þessar sónötur Beethovens eru fluttar í heild sinni á (slandi. Flutningur allra tíu són- atanna, sem hver um sig er mikið meist- araverk, fer fram í þremur hlutum þrjá sunnudaga f röð í tónlistarhúsi Ýmis klukkan 11 fyrir hádegi. Beethoven samdi tíu sónöturfyrir pí- anó og fiðlu á árunum 1791-1813. í sónötunum hans er fiðlan enginn eftir- bátur píanósins eins og hafði verið í einskipuðum tónverkum Mozarts og Haydn. Með þessu braut hann í bága við viðteknar venjur þess tima. Þrátt fýrir það gegnir píanóið þýðingarmiklu hlut- verki (öllum tíu sónötunum. Píanóþátt- urinn er leiðarhnoða sem fiðluleikari eltir í túlkun. Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari hóf fiðlunám fimm ára gömul í Barna- músíkskólanum (Reykjavík og lauk ein- leikaraprófi fráTónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984. Hún hlaut BA-gráðu frá tónlistarháskólanum (Philadelphiu árið 1988. Hún hefur tekiö þátt í fjölda alþjóðlegra fiðlukeppna og unnið til verðlauna víða. Hún gegnir stöðu fyrsta konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar ís- lands ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur en með hljómsveitinni hefur hún Sigrún í svingi á fiðlunni sinni. margoft komið fram sem einleikari. Gerrit Schuil fæddist í Vlaardingen í Hollandi. Hann vann til fyrstu verðlauna í samkeppni tvö hundruð ungra hollenskra tónlistarmanna níu ára gam- all. Hann hefur komið fram á tónleikum og verið gestur á listahátiðum víða um heim. Gerrit stjórnaði hljómsveit Hol- lenska útvarpsins, sem á þeim tíma var einnig hljómsveit Hollensku óperunnar, í nokkur ár. Gerrit kom til (slands 1992 og heillaðist af landinu. Hann ákvað að flytja hingað og lítur nú á ísiand sem heimili sitt. Hann varð strax atkvæða- mikill í tónlistarlífinu, hélt fjölda einleiks- tónleika og stjórnaði hjá Sinfóníunni og Hljómsveit (slensku óperunnar. Tónleikarnir verða íTónlistarhúsi Ýmis við Eskihlíð þann 15., 22., og 29. maí klukkan 11 og eru hluti af dagskrá Lista- hátiðar í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.