Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ2005 Fréttir UV Niðurskurður á ísafirði Fækkað verður um 7 stöðugildi á vegum ísa- fjarðarkaupstaðar á árinu. Kom þetta fram á blaða- mannafundi sem bæjaryfir- völd héldu í gærmorgun. Ársreikningur bæjarins er til umræðu í bæjarstjórn þessa dagana. Rekstur ísa- íjarðarbæjar og stofnana hans var neikvæður um 220,9 milljónir króna á síð- asta ári og mun það vera svipaður halli og spáð hafði verið. í stefnuræðu Hall- dórs Halldórssonar fyrir síðasta ár voru boðaðar hagræðingar og sparnaður. Árný Eva Davíðsdóttir, 25 ára gömul Akureyrarmær, upplifði martröð allra mæðra í fyrradag þegar stúlkubarn sem hún hafði fætt einum og hálfum tíma áður, var tekið af henni. Það var Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar sem tók barnið þar sem Árný Eva þótti hættuleg stúlkunni. Spilafíkill í felum Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki enn náðst í Hagbarð Valsson, þjófinn sem stal sex milljónum af íslenska söfnuðinum í Noregi og DV greindi frá í gær. Eiginkona hans, Guðrún Guðmunda Sigurðar- dóttir, tjáði blaðamanni DV að Hagbarður hefði engan áhuga á að út- skýra sína hlið á málinu fyrir DV. „Hann er búinn að útskýra sitt mál fyrir lögreglunni og þarf ekki að gera það fýrir fleirum. Honum hefur verið ráð- lagt frá því að tala við ykkur", segir Guðrún. --------------- „Ég var að fara að leggja litlu stelpuna mína á brjóst í fyrsta sinn þegar hún var tekið. Mér leið eins og hjartað væri rifið úr mér, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hér Hggur Árný Eva Davíðsdóttir án tveggja daga gamallar dóttur sinnar sem var rifin af henni aðeins einum og hálfum tíma eftir að hún kom í heimir mn Þrír punktar íkladdann Næturvakt lögreglunnar í Hafnarfirði stöðvaði þrett- án ökumenn fyrir of hraðan akstur frá mánudagskvöldi til þriðjudagsmorguns. Sá sem hraðast ók var tekinn á 139 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanes- braut, rétt sunnan Hafnar- fjarðar, að sögn lögreglunn- ar. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðuneytisins má ökumaðurinn búast við 40 þúsund króna sekt og þrem umferðarpunktum í kladdann. Flestir öku- mennirnir voru stöðvaðir á Reykjanesbrautinni. Árný Eva Davíðsdóttir, tuttugu og fimm ára gömul stúlka frá Akureyri, eignaðist sitt annað barn í fyrradag. Árný Eva, sem er öryrki, hefur átt viðburðaríka ævi og barist við ffkniefnavanda frá unga aldri. Samkvæmt vinum og fjölskyldu hennar hefur hún hins vegar verið laus undan oki fíkniefnanna í átján mánuði og komið sér fyrir í leiguíbúð ásamt sambýlismanni sínum, Kristni Finnboga Kristjánssyni, og tæplega tveggja ára gömlum syni þeirra, Birni Þór. Breyttar aðstæður Árnýjar Evu dugði þó ekki til því stúlkubarnið, sem Árný Eva fæddi í fyrradag, var rifið af henni einum og hálfum tíma eftir að hún fæddi það. „Ég get varla lýst því hvernig mér leið þegar það var ruðst inn og barn- ið var tekið af mér. Ég var að fara að leggja litlu stelpuna mína á brjóst í fyrsta sinn þegar hún var tekin. Mér leið eins og hjartað væri rifið úr mér," sagði Árný Eva þegar hún rif- aði upp atburði mánudagsins í sam- tali við DV í gær. Stúlkubarnið kom í heiminn kl. 13.10 á mánudaginn en var var rifið úr örmum móður sinnar kl. 14.40, einum og hálfum tíma eftir að það leit dagsins ljós. Sagt að hún væri hættuleg „Bærinn tók bæði lidu stelpuna mína og drenginn minn sem var hjá dagmömmu. Ég veit ekki af hverju það var gripið til þessa ráðs því þótt ég viti að ég hafi verið í rugli undan- farin ár þá hef ég tekið mig saman í andlitinu. Mér var sagt að ég væri hættuleg barninu og þess vegna væri það tekið frá mér," sagði Árný. Samkvæmt heimildum DV fór Harpa Ágústsdóttir, uppeldisfulltrúi á Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, fyrir hópnum sem tók barnið af Arnýju Evu en hún vildi hvorki játa né neita þegar DV hafði samband við hana í gærkvöld. Ekki trufla mig í matartímanum „Ég vil ekki tjá mig og bið þig vin- samlegast að trufla mig ekki í matar- tímanum," sagði Harpa við blaða- mann áður en hún skellti á. Ámý Eva fékk að hitta bömin sín tvö í dag og dvaldi með þeim í hálf- tíma. „Það var yndislegt að sjá þau á nýjan leik en ég var tóm þegar ég þurfti að yfirgefa þau," sagði Árný og bætti við að hún vissi ekki hvað tæki við. „Ég vil bara sjá bömin mín aftur." Afmælisdagurinn breyttist í martröð Davíð Gíslason, faðir Ámýjar Evu, sem býr í Noregi, var mikið niðri fyrir þegar DV ræddi við hann í gær. Davíð átti afmæli á mánudag- inn og fékk barnabarn í afmælisgjöf. „Þessi dagur breyttist fljótt í martröð. Það var búið að hóta henni lengi en ég trúi bara ekki að þetta hafi gerst. Ég veit hvaða áhrif þetta hefur á hana Árnýju mínu og finn til með henni. Ég óttast að þetta eigi eftir að ríða henni að fullu," sagði Davíð áhyggjufullur fyrir hönd dóttur sinnar. „Það virðist vera sem fólk geti gengið fram í skjóli embættisins á Akureyri og gert það sem það vill. Þetta fólk þarf ekki að taka neina ábyrgð á gjörðum sínum," sagði Davíð. oskar@dv.is Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölgun árása á lögreglumenn Skar gat á nærbuxur lögreglumanns „Því miður lendum við oft í því að tekið er á móti okkar mönnum með þessum hætti og er þessum málum að fjölga<“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn en nú er til með- ferðar hjá dómstólum mál manns á fertugsaldri sem lagði til tveggja lög- reglumanna með hníf. Lögreglu- mennirnir tveir höfðu afskipti af manninum vegna hótana og skemmdarverka í garð fjölskyldu barnsmóður hans en hann stendur í harðvítugri umgengnisdeilu við Hvað liggur á? hana. Lögreglumennirnir voru hætt komnir og þá sérstaklega annar en tvö göt voru skorin í samfesting hans. Kom annað gatið efsta á læri innanvert en hitt vinstra megin í nára og kom gat á nærbuxur þar fyr- ir innan. Er maðurinn sagður hafa stofnað lífi og heilsu lögreglu- mannsins í hættu með þessu. Geir Jón segir mál sem þessi erfið lögreglumönnum og gefi jafnan til- efni til að skoða öryggismál þeirra. „í starfi okkar þurfúm að bregðast við „Á Akureyri liggur ekkert á,menn eru afslappaöir og rólegir," segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA.„Þó er svona almennur dhugi hér aö framförum I samgöngumálum verði hraöað, og þá til dæmis meö jarö- göngum undir Vaðlaheiöi. Svo væri æskilegt að þaö færi að hlýna svolít- ið hjá okkur.Hér var bara tveggja stiga hitiímorgun." árásum þar sem menn notast við eggvopn, barefli og jafnvel sprautur eiturlyfjanotenda," segir Geir Jón og bætir við að á stundum sem þessum þurfi lögreglumenn að bregðast við á örskotsstundu. „Við getum síðan farið ítarlega yfir þessa hluti eftir á, rætt hvernig best sé að bregðast við og svo framvegis." Geir Jón bætir við að lögreglan hafi einnig svokallað handleiðslufyr- irkomulag þar sem lögreglumenn geta rætt um þessi mál svo þetta bitni ekki á störfum þeirra í framtíðinni. Þá eigi sér stað svonefnd viðnm en þá geta lögreglumenn rætt um upplifun sína af erfið- um verkefnum líkt og lýst var hér að ofan. Geir Jón Þóris- son Segirráöist á lögreglumenn meö sprautum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.