Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. MAl2005
Menning DV
Sævar Krlstlnsson og Anna Klara
Georgsdóttir Þau eru fyrstu nemendur
söngskólans Hjartans málsem Ijúka ein-
söngsprófí.
Hjartans mál
Tveir nemendur Nýja söngskólans,
Hjartans mál, halda burtfarartón-
leika á næstunni, þau Sævar Krist-
insson og Anna Klara Georgsdótt-
ir. Þau eru jafnframt fyrstu nem-
endur skólans til að Ijúka þessum
áfanga. Sævar sem er barltón
gengur i gegnum sina eldraun í
kvöld i Ými og hefjast þeir kl. 20.
Hann hefur á undanförnum árum
notið lelðsagnar Bergþórs Páls-
sonar, en aðrir söngkennarar hans
hafa verið Björn Björnsson, Jó-
hanna Linnet og Sigurður Demetz.
Á efnisskrá tónleikanna eru ís-
lensk og erlend sönglög, óperuarí-
ur og söngleikjalög.
Píanóleikari er Guðbjörg Sigur-
jónsdóttir og einnig leika þeir
Vadim Fedorov á harmónikku og
Sigurjón B. Daðason á klarinett.
Auk þeirra koma fram á tónleik-
unum félagar úr Raddbandafélagi
Reykjavtkur vini slnum til styrktar
i sálarháska fyrstu einleikstónleik-
anna.
Anna Klara gengur svo í gegnum
sitt prófþann 30. maí. Þá, eins og i
kvöld, er aðgangur ókeypls og eru
allir velkomnir til að fylgja hinum
unga söngvara heimdragann.
Greg Hopkins með Stórsveitinni í kvöld
Það er komið að enn einum
hljómleikum Stórsveitar Reykja-
víkur í Tjarnarsal Ráðhússins við
Vonarstræti. í kvöld verður pjátrið
í lúðrunum þanið með bandarísk-
um blásara á trompet, tónskáldi
og útsetjara; Greg Hopkins. Hefst
blásturinn kl. 20 stundvíslega og
er aðgangur ókeypis.
Á efnisskrá eru verk eftir gest-
inn, nokkur ný auk eldra efnis úr
smiðju hans. Greg hefur verið
reglulegur gestastjórnandi og ein-
leikari með Stórsveit Reykjavíkur
á undanförnum misserum en
hann hefur m.a. gert garðinn
frægan sem tónlistarstjóri Buddys
Rich hér á árum áður. Hann býr í
Boston og leiðir þar eigin stórsveit
en fer víða um heim sem kennari,
útsetjari, stjórnandi og trompet-
leikari.
Bestu blásarar í
bænum /Tjarn-
arsál Ráðhuss-
ins í kvöld.
Höfuðpaur bítskáldanna amerísku, Jack Kerouac, skildi eftir sig leikrit sem enginn
vissi um í fimmtíu ár. Verkið er nefnt eftir hópnum sem setti svip á tíðaranda
langt fram eftir öldinni - The Beat Generation.
Óþekkt leikrit eftir bandaríska
beat-skáldið Jack Kerouac er fundið í
vöruhúsi í New Jersey, sagði í fféttum
ffá Reuter í gær. Það þykir því
merkilegra að verkið er skrifað sama
ár og höfuðverk Kerouac, On the
Road, kom út. Hér á landi kom sú saga
út í þýðingu Ólafs Gunnarssonar und-
ir heitinu Á vegum úti 1988. Kerouac
sem var fæddur 1922 og lést 1969 er
eitt höfuðskálda Beat-kynslóðarinnar
sem hafði mikil og varanleg áhrif á
þankagang þar vestra og leituðu þau
áhrif víða um Vesturálfu.
Samkvæmt tímaritinu Best Life
sem hyggst birta brot úr verkinu í
júlíheftí sínu, fannst leikritíð í göml-
um skjólum umboðsmanns Kerouac,
Sterling Lord. Það er kallað Beat
Generation og lýsir degi í lífi sukkhetj-
unnar Jacks Duluoz, sem var alter ego
skáldsins. Daglangt drabbar hann og
dópar með vinum sínum sem bera
sterkan svip af genginu sem Jack til-
heyrði á þessum tífna; Allen Ginsberg,
Neil Cassidy og öðrum þekktum ein-
staklingum úr þeirra hópi.
Kerouac var aðeins 47 ára þegar
hann dó. Leikritíð skrifaði hann 1957,
árið sem Á vegum úti kom út. Þar er
líka dregin upp lýsing af honum sjálf-
um á ferð um Bandaríkin. Samkvæmt
frásögn Best Life var verkið sent til
Marlons Brando til lestrar, en síðan
bað Kerouac umboðsmann sinn að
leggja það til hiiðar. Sem hann gerði í
fimmtíu ár. Verkið kemur út í haust á
vegum Thunder’s Mouth Press.
Lýsingar á verkinu minna nokkuð
á leikrit Jacks Gelber, The Connection,
sem skrifað var um 1958 og lýsir fíkni-
efíianeytendum sem hittast í íbúð í
New York til að kaupa dóp og sprauta
sig. Það ofbauð velsæmi manna vegna
raunsærra lýsinga á heimi fíkniefíia og
neyslu en vann 1959 til tveggja Obie-
verðlauna. Ætla má að leikrit Kerou-
acs fari fljótt á svið vestanhafs, slík er
staða hans í bandarískum bókmennt-
um.
Kerouac var fæddur í Massachu-
ssette og kominn af bretónskum inn-
flytjendum í Kanada og indjánaætt-
um Móhíkana og Kaughlnawaga.
Hann vildi skrifa hraðan stíl. On the
Road er hans frægasta verk og skrifað
á nokkrum dögum 1951. Hann skildi
eftir sig fleiri skáldsögur en ekki er vit-
að til að hann hafi sýnt leikritun
áhuga.
Beat-skáldin héldu sig að mestu
frá leikritun, þótt Paul Bowles hefði
tekjur af því að semja tónlist við Sölu-
maður deyr og eiginkona hans, Jane,
hafi skrifað fyrir svið verkið The Sum-
merhouse sem hefur löngum verið
talið vanmetið verk í bandarískri leik-
hússögu.
Flutningurinn var því miður bæði falskur og innantómur,
segir Sigurður Þór Guðjónsson um hljómleika Sinfóníunnar
á fimmtudaginn í síðustu viku.
Meðan þjóðin fékk áfall yfir
sjónvarpinu þegar Eurovision-
klúðrið mikla dundi yfir sátu býsna
margir áheyrendur á þessum sin-
fóníutónleiicum. Tónaljóðið Moldá
eftir Smetana er vinsælt verk og
sérlega aðgengilegt. Það er fagurt
og áhrifaríkt, fyrsta flokks róman-
tískt tónaljóð með þjóðlegu ívafi frá
heimaslóðum tónskáldsins. Flutn-
ingurinn var því miður bæði falsk-
ur og innantómur. Tréblásararnir
voru svo ósamtaka að það minnti á
hina gömlu og góðu daga fyrir daga
sjónvarpsins. Þá tíma man tónrýn-
irinn eins og þeir hafi gerst í gær
enda er hann furðu ern eftir aldri. í
þann tíð voru oft sætar stelpur á
sinfóníutónleikum. En nú er af sem
áður var. Nú eru flestar stelpur á
sinfóníutónleikum herfilega ljótar
og svo afgamlar að undrum sætir.
Bráðum verða þær allar dauðar. En
þetta var nú bara (ó)heiðarlegur út-
úrdúr.
Þegar Schubert var í unglinga-
skóla talaði hann af mikilli fyrirlitn-
ingu um Krommer en verk hans
voru mikið spiluð af skólahljóm-
sveitinni. Konsertinn fyrir tvö klar-
inett og hljómsveit er ífka nauðaó-
merkilegur. En hann gefur einleik-
urunum „góð sóknarfæri" eins og
það heitir víst nú á dögum til að
sýna flottan leik. Og Dimitri og Ein-
ar nýttu sér sóknarfærin til hins
ýtrasta. Þeir hittu alltaf beint í
mark. Leikurinn var afburða sam-
taka, fjörlegur og einstaklega
hljómfagur. Þeir félagar léku sér
alveg að tónhendingunum og
sýndu næman skilning á hinum
háklassíska stíl og öllum hans klisj-
vun og stflbrögðum.
Svo tónrýnirinn haldi sig enn við
nostalgfvma er sinfónía Dvoráks
sem nefnd er ffá nýja heiminum
fyrsta sinfónían sem hann heyrði á
I Dimitn Ashkenazy og Einar Jóhannes-
I son asamt stjórnandanum Gintaras Rin-
kevicius. Þeir félagar léku sér alveg að tán-
I hendingunum og sýndu næman skilning á
I hmum háklassfska stíl og öllum hans klisjum
| og stílbrögðum. DV-myndHaril
Eins og í gamla daga
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá: Smetana: Moldá;
Krommer: Konsert f. tvö klar-
inett og hljómsveit; Dvorák:
sinfónia nr. 9. Einleikarar:
Dimitri Ashkenazy og EinarJó-
hannesson. Stjórnandi:
Gintaras Rinkevicius. Háskóla-
bíó 13. maí.
Tónlist
ævinni. Það er nú ansi langt síðan.
Verkið er reyndar orðið hundrað og
tólf ára. Samt er það enn jafii ferskt
og skemmtilegt og þegar það var ný-
samið. Gera Eurovision-lögin betur?
Ætli einhver muni eftir þessu gríska
lagi eftir hundrað ár, hvað þá þessu
íslenska afstyrmi? Sinfónían var
þokkalega leikin. Áberandi mistök
voru fá. Fyrsti og síðasti kaflinn voru
skilmerkilega settir fram. í hinum
þriðja skorti mjög dillandi sveiflu
sem er nauðsynleg. Og nostalgía
hæga kaflans sem á að vera alveg
ómótstæðileg var það alls ekki.
SigurðurÞór Guöjónsson