Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 39
DV Síðasten ekkisist MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ2005 39 Próf íleikskóla!! Verður tekið próf úr þessu? Af hverju eigum við að læra þetta ef við förum ekki í próf? Spurningar sem þessar dynja á mér þessa dagana. Nemendur mínir eru ósáttir við að mæta í skólann til að læra því að prófin eru búin. Það eru ekki bara mínir nemendur heldur eru þetta spurningar sem hljóma í kennslu- stofum víða um land. Krakkamir halda því fram að þeir eigi ekkert erindi inn í menntastofnanir að prófum loknum. Merkilegt, mjög merkilegt. Það er sem sagt ekki hægt að læra neitt nema að taka próf úr því! Ef staðreyndin er sú að það sé ekkert hægt að læra nema að taka próf úr því þá verðum við að sætta okkur við það að krakkar í leikskóla, sem taka ekki skipulögð próf, kunni ekki neitt. Semsagt, foreldrar vita ekki hvort bömin þeirra kunni að leira, lita og föndra nema að þau hafi próf upp á það. Hvers vegna ekki að hafa bara samræmt próf í föndri? Menntun Hvað er menntun? Er menntaður maður sá sem er skólagenginn og með mörg próf upp á vasann? Er allt sem manni er kennt ekki menntun því að maður tók ekki próf úr því? Margir mgla saman skólagöngu og menntun. Það að vera skólagengin segir ekkert til um hversu menntað- ur þú ert. Margir af eldri kynslóðinni áttu þess ekki kost að ganga í skóla en em samt vel lesnir og ágædega menntaðir, sjálfmenntaðir. Próf- gráða er engin gulltrygging fyrir því Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir Skrifar um prófl leik- skólum og nýjungar I menntamálum. ______________t Kiallari Og kostar þetta ekki heilmikla peninga? Jú, vissulega, en hvað með það þetta er jú menntun barna okkar! að vera vel menntaður. Ég hef haft marga frábæra kenn- ara í gegnum tíðina en þeir sem ég man best eftir em Carl Sagan og David Attenborough. Þessir tveir kenndu mér meira með sjónvarps- þáttum sínum en margir aðrir kenn- arar. Og ekki fór ég í próf hjá þeim! Skólastarf á villigötum? En af hverju halda nemendur að það sé ekki hægt að læra eitthvað í skóla nema að taka próf úr því? Gæti verið að svarið liggi hjá skipulagi skólanna? Skólar em í eðli sínu íhaldssamir og fylgja mjög skipu- lagðri dagskrá. Kennsla - próf. Þrátt fyrir vaxandi áhuga á einstakiing- smiðuðu námi og símati er það samt svo að flestir fara þægilegu leiðina, nota próf til að mæla þekkingu og kunnáttu nemenda. í rauninni er ekkert að prófum, sjálf kemst ég í mikið keppnisskap í prófum. Hins vegar verður að koma þeim skilaboðum til nemenda að skóli snúist ekki bara um próf heldur iíka almenna menntun sem er svo miklu meira en að læra utan að núþálegar sagnir fyrir próf. í sam- félaginu öllu er ofuráhersla á próf, mörg heimili fara á hvolf rétt fyrir samræmd próf og einkakennarar ganga kaupum og sölum. Og hvað er nú það sem blessuð bömin eiga að kunna? Stærðfræði og staðreyndir. Samræmd próf em nauðsynleg til að fá einhverja mælistiku á kunnáttu nemenda, en þau em ekki allt! Skólastarf á að snúast um annað og meira. Foreldrar íslenskir foreldrar hafa mikinn metnað fyrir hönd barnanna sinna og vilja þeim bara það besta. Því varð uppi fótur og fit þegar það upp- götvaðist að bömin í Singapúr og Finnlandi væm miklu flinkari á bók- ina en okkar böm. Samfélagið rauk upp til handa og fóta og heimtaði betri kennara, lengri skóladag, styttra sumarfrí og þar ffarn eftir götunum. En þessir sömu foreldrar sem heimtuðu fleiri kennsludaga em í óða önn að pakka niður fyrir Spánarferðina, þeir æda að koma börnunum út fýrir mánaðamót því það er hvort eð er bara hangs í skól- anum efdr próf. Hmmm! Ef þetta em skiiaboðin að heiman þá er ekki að undra að nemendur vilji ekki sitja skólann eftir próf. Leysum málið Að sjálfsögðu er skipulag skól- anna misjafht og sums staðar er vel haldið um taumana og nemendur önnum kafnir í skemmtilegum og ffæðandi verkefhum fram í byrjun júní. Ég tei að síðustu daga maímán- aðar eigi að nýta til að kynna nýja hlutí fyrir nemendum og auka þekk- ingu þeirra á eigin umhverfi og menningarstofnunum. Listahátíð er nú á hverju ári, á sama tíma og nemendur em að ljúka við próf. Skólar og Listahátíð ættu að taka höndum saman og kynna hátíðina fyrir æsku þessa lands, væntanlegum viðskiptavin- um í lista- og menningarheiminum. Hvernig væri að nemendur af höf- uðborgarsvæðinu fæm í menning- arheimsóknir til Reykjavíkur? Þeir gætu skoðað viðburði Lista- hátíðar, ferðast með strætó og geng- ið um helstu sögustaði borgarinnar. Nemendur úr Reykjavík gætu svo heimsótt Akranes, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ svo eitthvað sé nefnt. Til að tryggja aðgengi landsbyggðar- innar að höfuðborginni gætí Flug- félagið lagt til flugferðir. Dagsferð í Reykjavík, það er sko menntun! Til að gleðja alla væri hægt að bjóða upp á próf í strætóferðum og menn- ingarviðburðum. Þannig væri hægt að tryggja að nemendur kunni það sem til er ætlast. Og kostar þetta ekki heilmikla peninga? Jú vissulega, en hvað með það, þetta er jú menntun bamanna okkar! A morgun Gola -jf \ Eitthvað hefur borið 11 ' á gluggaveðri , undanfarið, 1 \ 1 sérstaklega á \ Norðurlandi. Nú f 'S' er hins vegar allt /útlitfyrirað hitinn /haldistumallt land og f óhætt að smala vinum og fjölskyldu saman í , sundlaugar vlðsvegar um I landið. Nokkur1 vindur 26 Alicante 21 Milano 24 NewYork 29 San Francisco 22 Orlando/Florida Kaupmannahöfn Oslo Stokkhólmur Helsinki London París Berlín Frankfurt Madrid Barcelona Á Sa tndkor: n með Símoni Birgissyní • Stórt kosninga- svindl Ágústs Ólafs Ágústssonar er nú heitasta umræðuefnið milli manna í Samfylkingunni. Minna fer fyrir afrekum Hafnar- fjarðarmafíunnar svokölluðu sem átti stóran þátt í hinum óvænta sigri Helenu Karlsdóttur á Stefáni Jóni Hafetein til ritara flokksins. Ef Stefán Jón hefði náð kjöri gerðu reglur um kvennakvóta það að verkum að Sigrún Grendal hefði átt embætti for- manns fram- kvæmdastjórar næsta víst. Gunn- ar Svavarsson, sem á endanum var kosinnn for- maður fram- kvæmdastjórnar, og félagar snem hins vegar á kvennakvótann, komu Helenu Karlsdóttur í embættí og sitja uppi sem sannir sigurvegarar... • Þetta plott virðist þó nánast barnalegt miðað við kosningaher- ferð Ágústs Ólafe Ágústssonar, varaformanns flokksins. Með ekki ómerkari mann en for- mann Ungra jafnaðarmanna, Andrés Jónsson, sér við hlið tókst honum að landa einhverjum ótrú- legasta kosningasigri í manna minnum. Andrés er reyndar þekkt- ur fyrir smölun og óhefðbundnar baráttuleiðir. Hann er til dæmis fyrrverandi AA-maður og hefur nýtt sér tengsl sín við þau samtök til að ná fólki á kjör- stað þó upp á síðkastíð hafi hann nokkmm sinnum sést með rauðvíns- glas íhendi... • Helga Lind Björgvinsdóttir er sem kunnugt er hætt með Amari Gunnlaugssyni og hefur síðustu mánuði drepið tímann með leik- listarnemanum unga Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. í viðtali um síðustu helgi sagðist Arnar ekki sár yfir þróun mála, hann nyti þess bara að vera heima með börnin. Helga Lind vill taka fram að þó hún sé hætt með Arn- ari hafi hún ekki gefið móðurhlut- verkið upp á bátinn. Þau séu með sameiginlegt forræði og hún nýti tímann vel með börnum sínum þó Þorvaldur Davíð eigi einnig stað í hennar hjarta... • Reyndar ganga þær sögur nú fjöll- unum hærra að ást- in sé að kulna hjá Þorvaldi Davíð og Helgu Lind. Sjálfur vill Þorvaldur lítið tjá sig um málið. Segir eins og sannri stórstjörnu sæmir „no comment" og biður um tilfinningalegt svigrúm. Þorvaldur og Helga prýddu síður síðasta tölublaðs Séð og heyrt undir fyrir- sögninni „Pottþétt saman" en fað- ir Þorvalds, Kristján Þorvaldsson, ritstýrir blaðinu. Hann hlýtur að teljast góður heimildarmaður...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.