Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. MAl2005 Hér&nú DV hjá Einari Bárð- aðra helgl. Ozzy Osbourne selur húsið Rokkrisinn og sjónvarpsstjarnan Ozzy Osbourne er að selja húsið sitt. Húsið er búið að vera heimavöllur raunveruleika-sjónvarpsþáttarins „The Osbournes", sem fjallar um fjölskylduna. íhúsinu eru sex svefnher- bergi og sjö baðherbergi ásamt risastórri stofu, eldhúsi, sundlaug, gos- brunnum og gestahúsi og er til sölu á 11,9 milljónir dollara. Ozzy sagði að þarsem Jack og Kelly, börn hans, væru að flytja ætluðu hann og Sharon, kona hans, að minnka við sig. Kylie ekki trúlofuð Nú hefur talsmaður söngkonunnar Kylie Minogue neitað öllum sögum þess efnis að hún sé að fara að gifta sig. í gaer greindu fjölmiðlar frá því að söngkonan og franski kærastinn hennar Oliver Martinez hefðu trú- lofað sig eftir að Kylie kom úr aðgerðinni þar sem fjarlægt var æxli úr brjósti hennar. Það mun ekki vera rétt. Kylie er nú heima í Melbourne þar sem hún jafnar sig eftir aðgerðina og er sögð vera á béinum og breiðum batavegi. Aðdáendur söngkonunnar eru sagðir hafa látið af hendi átta þúsund ástralska dollara í sérstakan Kylie Minogue-brjóstakrabba- meinssjóð á fyrsta sólarhring söfnunar. Macaulay Culkin verður rithöfundur Lærlingur Einars Bárðar kominn í bæinn Gunnar Atli Gunnarson, tón- leikahaldari og lærlingur Einars Bárðarsonar, er kominn í bæinn. Hann hefur verið búsettur á ísa- firði undanfarið þar sem hann hefur lagt stund á nám og skipu- lagt tónleika fyrir vestan. Gunnar var að klára prófin í Menntaskólanum á ísafirði sem gengu mjög vel. Hann er 17 ára og ætlar að flytja inn í nýja íbúð með vini sínum, Helga Þór úr Idol Stjömuleit, þar sem þeir em hinir bestu kunningjar. „Ég á að mæta í flug núna eft- ir þqá klukkutíma. Þannig að ég er á leiðinni í bæinn. Ég verð héma ailavega í sumar að vinna fyrir Einar [Bárðarsonj svo er bara spurning hvort hann bjóði mér að vera áfram," sagði Gunn- ar í gær. Aðspurður hvort slæmir hlut- ir gerðust ekki alltaf þegar ungir strákar leigðu saman hló Gunn- ar og svaraði: „Nei, nei, hann Helgi Þór er frábær strákur og engin vandamál með hann.“ Gunnar hefur ekki mikinn tíma til þess að skoða sig um í borginni enda hefst vinnan strax í dag. „Það er náttúrlega vinna klukkan níu í fyrramálið. Einar hlakkar mikið til að fá mig og ég held að þetta verði mjög gott sumar hjá okkur." Einar Bárðarson er á leiðinni í frí um þessar mundir þar sem hann ædar að gifta sig í sumar. „Já, ég er að fara í giftingu hjá honum 4. júní.“ Þá er stóra spurningin: Á að fá sér smóking? „Nei, ég á eftir að redda því. Reyndar er systir mín að gifta sig í ágúst þannig það er ekki alslæm hugmynd að fjárfesta í svoleiðis." Gunnar Ingi Byrjaraö vinr arl dag og er kaupiðhansi i i í i i i i i Láttu DV koma með hér í sumarleyfið Ný ókeypis þjónusta fyrir áskrifendur DV Þú hefur um fjóra kosti að velja þegar þú ferð að heiman í sumar: • Við geymum blaðið og sendum þér öll eintökin þegar þú kemur heim aftur. • Við sendum blaðið til ættingja eða vina. • Við sendum blaðið á nýtt heimilisfang í fríinu, t.d. í sumarbústaðinn. • Þú færð t.d. 14 miða, áður en þú leggur af stað í 14 daga ferðalag um landið, og afhendir miðana á sölustöðum DV um land allt. Hafðu samband áður en þú ferð í fríið. Láttu okkur vita hvað við eigum að gera við blaðið þitt á meðan eða hvert við eigum að senda það. Hafðu samband í síma 550 5000 | - hefur þú séð DV í dag? Javine fær plötusamning þrátt fyrir að floopa Söngkonan Javine þótti ekki gera neinar rósir þegar hún kom fram fyrir hönd Bretlands í Eurovision um síðustu helgi. Henni hafa engu að síður verið boðn- ir plötusamningar, fyrirtækjum bæði 1 Grikklandi og á Möltu. Javine hafnaði í þriðja neðsta sæti og kenndi því um að atkvæða- greiðslan hefði verið fyrirfram ákveðin. Fólk í Miðjarðarhafs- löndunum virðist þó hafa ver- ið hrifið af henni. „Javine sig frábærlega fyrir framan 100 milljónir manna sem er ekki ónýtur stökk- pallur inn í frægð- ina,“ sagði heimild- armaður breskra fjölmiðla. „Hún á skilið að fá plötu- samning." Þá hljót- um við Islendingar að velta því fyrir okkur hvort Selma Björns- dóttir fari ekki að fá einhver símtöl að utan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.