Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ2005 Fréttir DV Helena Þurlöur þykir einstak- lega klár og dugleg. Hún lætur verk sín aldrei falla niður enda lætur hún finna fyrir sér af hörku. Hún er svolítiö viðkvæm því reynsla hennar ípóiitík er ekki orðin mikil og á það til að taka hlutina ofnærri sér. Helena getur verið skap- stór. „Hún er alveg eldklár og rökföst I hugsun. Efhún segistætla að gera eitt- hvað eða tekur eitthvað að sér þá gerir hún það og hún gerið það vel sem er mikill kostur I pólitlsku starfi. Svo er hún hörkúdugleg. Hún getur veriö svolítið skapstór en ég tel það ekki stóran galla ef það er á annað borð galli því það er nauðsynlegt að bregðast við og stundum þarfað gera það með ákveðinni hörku.“ Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og samstarfskona „Kostirnir eru þeir að hún hefur erft jafnaöar- mannagenin úr fjölskyld- unni enda systurdóttir mln. Það er kostur að hún býr I kjördæminu og er tandsbyggöarkona, en það er erfitt að finna galla hjá þessari góðu frænku minni." Kristján Lúövlk Möller, alþingismaöur og frændi „Meginkostirnir eru þeir hvað hún er dugleg, áhugasöm og glaölynd. Hún hefur landsbyggð- arsýn á stjórnmálin vegna búsetu sinnar á Akureyri sem veröur að teljast kostur og mun þvl víkka út sjónarhorn framkvæmdastjórnarinnar. Persónulega þekki ég hana ekki það vel að ég geti nefnt ein- hverja galla." Elnar Már Siguröarson, alþingismaður og samflokksmaður úr Norðausturkjör- dæml Helena Þuríður Karlsdóttir er fædd 28. ágúst árið 1967. Hún hefur starfað I félags- stjórn Samfylkingarinnaren kom svo öllum á óvart með þvl að sigra Stefán Jón Haf- stein í ritarakjöri á Landsfundi Samfylking- arinnar síðustu helgi. Helena er lögfræðing- urað menntun. Hassing nýr forstjóri Sam- skipa Daninn Michel F. Hass- ing var í gær ráðinn for- stjóri Samskipa og mun hann starfa við hhð Ás- björns Gíslasonar, núver- andi forstjóra fyrirtækisins. Hassing, sem tekur við af Knúti G. Haukssyni, verð- andi forstjóra Heklu, hefur verið forstjóri hjá Mærsk skipafélaginu undanfarin ár. Hann segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu að hann hafi þekict Ólaf Ólafs- son, starfandi stjórnarfor- mann Samskipa, lengi og ekki staðist freistinguna þegar honum var boðið að slást í hópinn. Dularfullur maður keypti auglýsingu í Fréttablaðinu í nafni Bílasölu Austurlands þar sem amerískir pallbílar voru auglýstir á kostnaðarverði. Smári Sigurjónsson, eigandi Bílasölu Austurlands, kannast ekkert við málið og íhugar að leita réttar síns. Auglýsingin hefur haft skaðleg áhrif á sölu á amerískum pallbílum. DuHllnr maour eyfiin stórlé í platauglýsingu Nánari upplýsingar í síma 471 300 Auglysmgm sem birtist í gær. „Síminn er búinn að vera á fullu hjá mér síðan klukkan sjö í morgun. Mér hefur ekkert orðið úr verki í dag,“ segir Smári Sig- urjónsson, eigandi Bflasölu Austurlands sem var fórnarlamb afar óvenjtflegs hrekks í gærmorgun. í Fréttablaðinu í gær birtist aug- Þetta mun hafa áhrif á sölu þessara lýsing þar sem amerískir pallbflar eru auglýstir á kostnaðarverði, „vegna aukins framboðs" og „fallandi eftirspurnar", eins og það var orðað. Auglýsingin var keypt á kennitölu Bflasölu Austurlands og staðgreidd, alls rúmar 52 þúsund krónur. Smári Sigurjónsson, eigandi Bflasölu Austurlands kannast hins vegar ekkert við málið. Þar sem aug- lýsingin var staðgreidd er ekki hægt að rekja slóð dularfulla mannsins sem keypti hana. Verðið út í hött „Það er hvergi verið að selja þessa bfla á þessu verði. Þetta er alveg út í hött,“ segir Smári um verðið sem gefið er upp í auglýsingunni. „Auk þess er ég hvorki með umboð fyrir svona bfla né að selja þá. Kollegar rm'nir fyrir sunnan eru einnig brjál- aðir yfir þessu þar sem þetta hefur haft áhrif á viðmiðunarverð á amer- ískum pallbflum. bfla í einhvern tíma. Ég get ekki ímyndað mér hver sé tflbúinn í að leggja í þennan kostnað, einungis til að trufla mína vinnu.“ íhugar að leita réttar síns „Eg er að fliuga hvort ég eigi að leita réttar míns í þessu máh, en veit að það verður erfitt þar sem enginn veit hver þessi maður er. Ég ber eng- an kala til Fréttablaðsins, enda þýð- ir lítið að hengja bakara fyrir smið.“ Smári segir að viðbrögð fólks hafi verið ólýsanleg, sumir hafi haldið skammarræðu yfir honum fyrir að svara seint í símann en aðrir hafi átt- að sig strax á að þetta gæti ekki verið rétt. Ætlar að auglýsa aftur Samkvæmt heimildum DV sagði dularfulli auglýsingamaðurinn, eftir að hann hafði staðgreitt auglýsing- una, að hann myndi koma aftur á „Kollegar mínir fyrir sunnan eru einnig brjálaðir yfir þessu þarsem þetta hefur haft áhrifá við- miðunarverðá amerískum pall- bílum." föstudag og borga fyrir aug- lýsingu sem ætti að birtast í laugardagsblaðinu. Það er því ljóst að hann er tilbú- inn að fara með kostn- aðinn við þennan hrekk í yfir hundrað þúsund krón- ur. Þetta er því dýrt spaug. johann@dv.is PICKUP ÚTSALA Vegna aukins framboðs á Pickup bílum og fallandl eftirspumar hofum við fjóra Ameriska Plckupbila á miklum afslættl. Bíiarnir bjóðast á kostnaðarverði eða frá kr. 2.700.000. (ATHI Bilar frá USA er án ábyrgðar) Smári Sigurjónsson bílasali Var | fórnariamb dularfulls manns sem auglýsti blla tilsölu hjá Smára. Hnífurinn var 11 sm langur Vítisengill var í lífshættu Læknar staðfestu fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í fyrradag að Jón Trausti Lúthersson, vítisengill og Fáfnismaður, hafi verið í h'fshættu þegar hann var stung- inn með hnífi við að verja vinkonu sína í Mosfellsbæ. Aðal- meðferð í málinu fór fram í héraðsdómi þar sem farið var yfir frásögur vitna. Kon- an sem Jón Trausti reyndi að vernda er ■ fyrrverandi sam- býliskona ofbeld- ismannsins sem heitir Heimir Sigurðsson. Ríkissaksóknari ákærir Heimi fyrir tilraun til manndráps. Læknar sögðu meiðsli Jóns Trausta hafa ver- ið lífshættuleg en við réttarhöldin kom fram að hnífurinn sem Heimir Heimir Sigurösson Idómssal i gær. Hann er kærður fyrir tilraun til manndráps. notaði er 11,5 sm langur. Heimir upplýsti fyrir dómnum að hann hefði vísað lögreglunni á vopnið en í fyrstu var hann ófús til að hjálpa til við rannsóknina. Dómsuppsaga er væntanleg í málinu og þá kemur í ljós hve þung- an dóm maðurinn sem abbaðist upp á fyrsta Vítisengil íslands hlýtur. Löggan slegin vegna próflokafagnaöar Foreldrar útveguðu áfengið Lögreglan í Vestmannaeyjum er slegin eftir að stór hópur ungmenna safnaðist saman til að halda upp á próflok við Hrafnakletta síðastliðinn laugardag. Á vef lögreglunnar segir að á ann- að hundrað ungmenni hafi safnast þar saman. Áfengi var gert upptækt hjá þeim sem ekki höfðu aldur til drykkju. Einhver ungmennanna sögðu að foreldrar þeirra hefðu keypt handa þeim áfengið. Tryggvi Kr. Ólafsson lögreglufull- trúi segir ekki hafa komið til umræðu enn að halda fund með foreldrum í Vestmannaeyjabæ vegna málsins. Hann segir það ekki í verkahring lög- reglunnar að bera ábyrgð á bömun- um heldur sé það fyrst og fremst for- Fór vel fram Lögreglan ÍVestmannaeyjum undrast aö engir foreldrar hafi komiö til eftir- lits. Einungis Þorvaldur Viöisson prestur virö- ist hafa haft áhyggjur afvelferö krakkanna. eldranna. Um var að ræða árlegan viðburð þeirra sem klára tíunda bekkinn, að sögn Tryggva. Annað sem stakk lögregluna var að krakkar undir 16 ára, allt niður í 13 ára, komu á svæðið. Sumir, að eigin sögn, í þökk foreldranna. Lögregla vísaði, að því er talið er, um hundrað krökkum tmdir 16 ára frá gleðskapn- um, sem annars fór vel fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.