Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Síða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ2005 15 Flokkaflakkarar eiga að segja af sér Þessa dagana er maður mikið að hugsa um þingmennina og mein- tan drengskap. Þessir menn eru alltaf að tönnlast á því að þeir séu að fylgja eigin sannfæringu. Ég get nú ekki séð neinn drengskap í því hjá Gunnari ðrlygssyni að rjúka á milli flokka eins og hann gerði. Mér Óli Ómar Ólafsson ^ íegir drengskap þingmanna ein- ungis i oröi en jÍ ekki á borði. Leigubílstjc >rinn segir ] finnst að menn eins og Gunnar, sem eru svona rosalega ósáttir í sínum flokki, eigi einfaldlega að segja af sér þingmennsku og koma sér eitthvert út í haga og hleypa varamanni að. Einhverjum sem er tilbúinn að starfa með flokknum. Hvemig £ ósköpunum getur hann réttlætt það að ganga í Sjálf- stæðisflokkinn? Það er nú ekkert h'tið sem hann er búinn að deila á þann flokk. Hann er að svíkja kjós- endur sína með þessu. Svona mál fá mann til að hugsa um hvort ekki þurfi að breyta kosningalögunum svo menn komist ekki upp með svona gjörninga. Síðan er nú ekkert skárra að heyra úr Samíylkingunni. Maður hefur heyrt það að nýji varafor- maðurinn, hann Ágúst Olafur, hafi einfaldlega keypt sér varafor- mannssætið með því að smala fólki á kjörstað. Þetta em ekki góðar fréttir ef sannar reynast. Enn og aftur finnst mér mjög grunnt á drengskap í þessu máli. Ég held að þessir ungu þing- menn, sem eiga eftir að stjórna landinu síðar, ættu að endurskoða framkomu sína og fara að sýna raunverulegan drengskap og heil- indi. Það er ekki nóg að tala um það, menn verða að sýna það í verki. Sveik hann kjósendur? „Mér finnst aðmenn eins og Gunnar, sem eru svona rosalega ósáttir islnum flokki, eigi einfaldlega að segja afsér." Ógæfufólk Sigrún Reynisdóttir hringdi: „Ég, eins og fleiri, las umfjöllun DV um ógæfufólkið sem var rekið út úr íbúð sinni í Yrsufelli. Auðvit- að þykir manni leiðinlegt þegar svona dæmi kemur upp en hættan Lesendur er sú að umfjöllun af þessu tagi auki á fordóma gagnvart þeim sem leigja af borginni. Ég þekki mikið af þessu fólki í gegnum félagsmálin og veit að það er margt prýðisfólk sem þarna leigir og stendur í skil- um. Stundum sárnar manni þegar jákvæða hliðin fær aldrei að heyr- ast. í félagslega kerfinu Auðvitað er þetta samt líka erfitt. Oft þekkir maður ekki allar hliðar málsins. Ég veit til dæmis dæmi um að fólk sé svo fátækt að það geti ekki borgað leiguna. Þá er því hent út en er það ekki skylda sveitarfélagsins að sjá um velferð fólks? Þarna er sveitarfélagið að brjóta á þessu fólki en það er bara talað um óreglufólk sem sé til óþurftar. Þannig að ég vil vita hvað borg- in ætli að gera. Og varðandi fjöl- miðla finnst mér að það megi líka horfa á já- kvæðu hliðarnar. Það eru ekki allir alslæmir." ncjtnrft. ara _ Mæðginin iYrsufellinu Rekin út úr fimmtu félags- legu ibúðinni. Pýramídasvindl af verstu gerð... Eða hvað? Hafsteinn skrifar: „Ég fór á Hótel Nordica í síð- ustu viku á kynningu hjá fyrirtæki sem heitir Bridge. í stuttu máli sagt standa einhverjir stórríkir karlar á bakvið þetta fyrirtæki og þeir ætla að gefa okkur, litla manninum, tækifæri til að græða fullt af peningum á stuttum tíma - Lesendur Fullir vasaraf pen- ingum Islendingar láta glepjast afgylli- boðum um rfkidæmi. og auðvitað án þess að gera varla neitt. Finnst eins og ég hafi heyrt þessa sögu einhvers staðar áður. Ég fór þama með vini mínum og við áttuðum okkur fljótt á því hvað væri í gangi. Það kom okkur því mjög á óvart þegar töluverður fjöldi skráði sig eftir fundinn, lík- lega var fólk blindað af draumum um skjótfenginn gróða með til- heyrandi lífsstíl. Ég hélt þó í ein- feldni minni að við íslendingar létum ekki plata okkur með svona gylliboðum - ekki enn einu sinni. Reyndar get ég auðvitað ekki fullyrt neitt um hvort að þetta fyrirtæki er svindl eða ekki, kannski er þetta bara allt saman gott og blessað og ailir græða og lifa hamingjusamir og ríkir til ævi- loka. En ég efast samt um það, því ef svo væri skil ég ekki af hverju mennirnir sem vita þetta halda þessu þá ekki bara fyrir sjálfa sig og verða sjálfir enn ríkari. Hvaða hag hafa þeir eiginlega að því að fleiri bætast við? Þetta er alveg eins og með kökur í barnaafmæl- um, það eru bara ákveðið margar sneiðar, og því fleiri sem sitja við borðið, þeim mun minni sneið fær maður." Fyrsti þátturinn hjá Jay Leno Bandaríski spjallþáttakóngurinn Jay Leno kom fýrst fram í spjall- þættinum The Tonight Show á þessum degi árið 1992. Leno tók við af Johnny [ Carson sem ; hafði verið stjórnandi [ þáttarins í næstum þrjá- tíu ár. The Tonight Show hóf fyrst göngu sína á New York-stöð NBC en flutti sig fljótt á NBC-stöðina undir stjórn Steves Allen árið 1954. Johnny Carson kom til skjalanna árið 1962 og hann lagði grunninn að því sem spjallþættir eru í dag. Bæði Jay Leno og David Letterman í daq árið 1927 afléttu kínversk yfirvöld banni á leikverkum Williams Shakespeare hafa sótt mikið í smiðju Carsons. Carson fór með einræðu í byrjun þáttar síns, nokkuð sem bæði Leno og Letterman hafa tekið upp. Leno byrjaði sem gestastjórnandi hjá Carson árið 1987 og tók síðan við af honum árið 1992. David Letterman, sem stýrði þættinum á eftir The Tonight Show, var ekki sáttur við þá ákvörðun yfirmanna NBC-stöðvarinnar að ráða Leno og fór yfir til samkeppnis- aðilanna ABC. Þar setti hann á laggirn- ar þáttinn The Late Show og rúllaði yfir Leno í áhorfi allt fyrsta árið. Síðan þá hafa þessir kappar tekist á um titilinn spjallþáttakóngur Bandaríkjanna ásamt Opruh Winfrey. Leno hefur það yfir Letterman að hann er á stærri sjónvarpsstöð og hefur því yfirleitt haft betra áhorf. Þessir tveir félagar eiga þó sína aðdáendur sem eru ekki í vafa um hvor er betri. .. .að leika fanga fyrir fanga? „Þetta var svolítið fyndið því við höfum verið að leika þetta fangelsisverk fyrir hinn venjulega mann £ Þjóðleikhúsinu. Þetta var tuttugasta sýningin £ röðinni og þarna fyrst áttaði ég mig á þvi hversu geðveikur karakterinn minn var vegna þess að loksins stóð ég frammi fyrir áhorfendur sem skildu hvað ég var að gera. Þeir þekktu karakterinn betur heldur en ég. Þakklátir ódæðismenn Þetta breyttist úr dramatfsku leikverki, sem er fyndið yfir f að verða ógeðslega fyndið dramatfskt verk. Þarna rann upp fyrir mér skilningurinn á hugtakinu „rokk og ról,“ þvf það er ekkert eins mikið rokk og að þykjast vera morðingi fyrir ffarnan alvöru morðingja og þeir ffla það. Það kom líka á óvart hversu almennilegir þessir fangar voru og við ræddum við þá í klukku- tíma á eftir um allt á milli himins og jarðar. Þeir voru líka svo þakk- látir enda hafa þeir ekkert og svo kemur eitthvað svona og þá er það ekkert skrítið að þeir verði þakklátir. Sáu sjálfa sig í raun fjallar þetta verk um það hvernig lífið er í rugli þegar þú ert lokaður inni á meðal fólks sem þú þekkir í raun ekkert og jafnvel þolir ekki. Þú ert bara þarna og verður að vera þar. Þeir skildu þetta allt og föttuðu það sem við vorum að tala um enda byrjaðir að hlæja að bröndurum þremur sekúnd- um áður en hnykkurinn kom. Heimsóknin fest á filmu Framhaldið með þessa sýn- ingu er ekki alveg endanlega á tæru en ég veit að hún verður áfram í Þjóðleikhúsinu á næsta leiktíma- bili og á að gera heimildamynd um þessa ferð okkar í grjótið. Það var myndatökulið sem fylgdi okkur og fangaði hvert augnablik. Þetta er allt í höndum leikstjór- ans og höfundarins, Hávars Sig- urjónssonar, en hann sér um að framleiða þessa heimildamynd. Lifir í augnablikinu Hjá mér er framhaldið annars að mestu óráðið. Ég er bara dæmigerður frjáls atvinnuleikari og bíð bara eftir góðum tilboð- um. Ég lifi í augnablikinu og er ekkert að stressa mig á því sem gerist á morgun svo að á milli þess sem atvinnutækifæri gefast þá les ég góðar bækur og tala mikið inn á teiknimyndir til að lifa af.“ Þeir skildu þetta allt og föttuðu það sem við vor- um að tala um enda byrjaðir að hlæja að brönd- urum þremur sek- úndum áður en hnykkurinn kom. mmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.