Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 16
76 MIÐVIKUDAGUR 25. MAl2005 Sálin BV >. .-25 rng i l.jblot: Bjöm Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru sérfræðingar DV í málefnum sálarinnar. Þú get- ur sent þeim bréf á kaerisali@dv.is. Rauður i náttúrunni táknar lit- urinn rauður eld, blóð og þroskaöa ávexti og því skal engan undra við- brögðin sem hann vekur. Rauður er sá litursem veldur mestum líkamlegum viðbrögðum. I Hann ýtir undir ! eirðarleysi og taugastress og ! hjartað slær hrað- ar og blóðþrýsting- ! ur hækkar. Fólk í sem vinnur í rauðu 1 umhverfi vinnur hraðar en gerir líka fleiri mis-Æ tök. Rauður litur er einnig þékktur fyrir að auka mat- arlyst, sem er ástæða þess að hann er mikið notaður á veitingastöðum. Rauður er auðþekkjanlegastur allra lita í dagsljósi og dregur að sér athygli. Allt i kringum okkur táknar rauður hættumerki, varúð og villu en hann stendur líka fyrir hugrekki, styrk og ástriðu. Böm og litir Lengihefur verið talið að ungbörn séu litblind enþaðmun vera mis- skilningur eins og ný- leg rannsókn í London gefur til kynna. f rannsókninni sýndu börn frá 4 mánaða aldri viðbrögð við mismunandi litum. Þeir litir sem vöktu minnstan áhuga barnanna voru grár og brúnn, en blár, rauður, fjólublár og appelsínugulur voru í uppáhaldi og sýndu börnin þessum litum mestan áhuga. Það sem þótti athyglisvert í rannsókninni var að ef börnum var sýndur blár litur og svo annar blár í öðrum tón, sýndu þau honum ekki neinn áhuga en ef grænn var sýndur sýndu þau aftur áhuga sem gefur til kynna að þau flokka litisaman I hóp eins og full- orðnlr. María mey María mey er fyrsti dýrðlingur kaþólskra. Margir kaþólikkar biðja til hennar. í frumkristni var María ekki eins fyrirferðamikil eins og seinna varð. Dýrkun hennar má rekja til guðfræðilegra vangaveltna um eðli og stöðu guðs í heiminum. í móðurlífi Maríu átti sér stað sam- eining guðs og manna. Hún var mótsstaðurinn sem guð valdi. Miklar pælingar og heilu guð- fræðibálkarnir hafa orðið til í tengslum við samband Maríu við guð og menn. Ein- kennislitur hennar er blár og gulur. María er oft máluð í bláu klæði sem er með gulu eða gulllituðu fóðri. 2! Scand Pharm Amoxiöllln. trihydr. respond. amoxicillin. 50 mg. sorbitol 220 mo. aspartam , hollonarom conservans (E211) at constit. q.J., aq. pirrtf ad 1 ml. OBSI Aspartam omvandlas tíll fonylalanln Suaponsíonon Br héllbar i 14 daoar vid Srvndng vld 2 ”C - 6 “C ellor i 10 dqgervld töhrarlng vid högst 25 °C oftor beredmng. Jauhe 70 ml oraalisuspensiotu varten/ Pulver till 70 ml oral suspension/ Mixtúrudutt, dreifa 70 ml AUGMENTIN 80 mg/ 62.S mg/ml oral suspensioj) forte Sæll Bjöm! Undanfarið hef ég tekið eftir frétt- um í blöðunum um eitthvert met varðandi lyf við ofvirkni barna. Ef minni mínu skeik- ar ekki hafa svona fféttir birst nokkuð reglu- lega varðandi lyf við þunglyndi, kvíða, svefn og fleira. Hver getur verið ástæðan fyrir þessu, erum við veikari á geði en aðrar þjóðir eða er einhver önnur skýring? SæU! Þetta er alveg rétt hjá þér, síðustu ár hefur annað slagið birst í fréttum samanburður á Islandi og öðrum þjóðum í geðlyfjanotkun. Þessi samanburður hefur oftar en ekki sýnt töluvert miklu meiri notkun á ýmiss konar geðlyíjum hér á landi en í sam- anburðarlöndunum. Man ég efdr einhverju dæmi þar sem við vorum jafnvel nokkur hundruð prósentum yflr öðrum nágrannaþjóðum okkar þegar kom að notkun geðlyfja. Þú veltir því fyrir þér hvort við séum veik- ari á geði en nágrannaþjóðir okkar. Miðað við rannsóknir á algengum geðrænum vandamálum, þá virðist það ekki véra raunin. Algengi geðrænna kvilla virð- ist að miklu leyti vera svipað hér á landi og í nágranna- löndum okkar. Fyrir nokkrum árum var læknir inntur eftir skýringum á þessum mikla mun á geðlyfjanotkun sem fram hafði komið í einni samanburðarrannsókninni. Ef ég man rétt gaf læknirinn þá skýringu að líklega værum við svona dugleg að lækna! Það er mögulegt að það gæti verið skýringin á þessum mun að ein- hverju leyti, en þykir mér það samt frekar einföld og kannski varhuga- verð skýring. Ef ég ætti að velta upp öðrum mögulegum skýringum þá dettur mér strax tveir aðrir mögulegir áhrifavaldar í hug. Þann fyrri má að einhverju leyti rekja til okkar íslend- inga sjálfra, þ.e. hvemig við erum í háttum og hegðun. Við vinnum mikið og höfum almennt mikið að gera og höfum þar af leiðandi kannski ekki mikinn tíma fyrir einhverjar lausnir sem taka tíma og fyrirhöfn. Þar af leiðandi held ég að „íslendingurinn" leiti oft eftir skyndilausnum, nokkurs konar „quick flx“, sem taka ekki mik- inn tíma. Það tekur ekki langan tíma að gleypa lyf, en að þjálfa sig upp í jóga, vinna í tilfinningum eða grafa í fortíð sinni kostar blóð, svita og tár. Umfram allt tekur það tíma sem við teljum okkur ekki hafa mikið af. Hinn áhrifavaldinn má rekja til nokkurra þátta í heilbrigð- isþjónustu okkar, sem ég held að styðji oft lyfjagjöf á kostnað annarra leiða eða réttara sagt styðji ekki nægilega við aðrar leiðir og lausnir. Fyrst ber að nefna þá staðreynd að sál- fræðiþjónusta er ekki nið- urgreidd af heilbrigðis- kerfinu. Þetta hefur orðið til þess að mjög stór hóp- ur fólks velur lyf í stað sál- fræðiaðstoðar, eingöngu á grundvelli kostnaðar. Þar held ég reyndar að heilbrigðiskerfið sé að spara aurinn og kasta krónunni, þar sem rann- sóknir hafa sýnt meiri kostnað við lyf til lengri tíma litið í samanburði við sálfræðimeðferð. Annað dæmi um þetta í heilbrigðiskerfinu er sú þróun sem borið hefur á síðustu ár að til- hneiging er að draga úr tilboðum um viðtalsmeðferð, námskeið, foreldra- þjálfun, atferlisþjálfun og hópmeð- ferð, svo eitthvað sé nefnt, en ekki hefur borið mikið á því að hætt sé að bjóða upp á lyf eða takmarkanir, eins og t.d. að bjóða aðeins upp á lyfin í 4 vikur. Að lokum má nefna það að mörg þessara lyfja eru gefin í grunn- heilbrigðisþjónustunni, þ.e. í heilsu- gæslunni, þar sem ekki er mikið af tækifærum á greiningu á vanda og meðferðarviðtölum. Þetta leiðir því miður oftar en ekki til þess að fólk fær lyf og „festist" á þeim án þess að unn- ið sé með aðra þætti í þeirra lífi og h'ð- an. Ég held að við ættum að skoða þessi mál í víðara samhengi án þess að h'ta á það að lyfin séu slæm, heldur frekar að skoða hvort þau séu alltaf nauðsynleg, hvort önnur úrræði væru betri, ódýrari, og gæfu heOdrænni lausn á vandanum. Þar held ég að þeir sem móta heObrigðisþjónustu okkar gætu líka skoðað betur hvort aðrar leiðir, sem virðast í fljótu bragði vera dýrari, gætu jafnvel sparað okkur pening þegar tíl lengri tíma væri htið og þá værum við kannski lflca orðin mjög dugleg í að greina vanda og veita fjölbreytta og ábyrga meðferð. Gangiþérvel Bjöm Haröarson sálfræöingur gerir ráð fyrir lífskrafti aft beita sér og sínum til og nota sem leift til þess inu inntak og tilgang. Þegar kemur að menningu eru matarhefðir jafnvel mikilvægari en listir, tónlist og bókmenntir. Engin leið er að skilja menningu blökkumanna í Bandaríkjunum án þess að skoða soul food, matreiðsluhefð sem breiðst hefur frá Suðurríkjum Bandaríkjanna og út um víða veröld. Matur sálarinnar Uppruni Soul food, eða mat- ur fyrir sálina, á upp- runa sinn að rekja tO daga þrælahaldsins. Hvítir landeigendur átu það sem þeim þótti best en leifarnar eins og svínaskankar , og svínagarnir voru [ eldaðar ofan í þrælana. Auk þessa átu þrælarnir til dæmis mat sem þeir ræktuðu eða veiddu sjálfir. Fjölbreytileiki Af þekktustu uppskriftunum er steiktur kjúklingur, lifur og laukur, augnbaunir, grænkál, næpur og leirgedda með sinnepi. Þessir réttir eru einnig stundum nefndir Suðurríkja- matseld. Vinsældir Þar sem þrælarnir gátu breytt venjulegu hráefni í ljúffenga rétti , varð soul food mikilvægur hluti af menningu blökkumanna í Banda- v * ■ 4 ríkjunum og hélt vehi löngu eftir að þræl- unum var veitt frelsi úr ánauð. í dag er þessara rétta neytt af ólíku fólki um all an heim. Heilsa Matur þessi þarf ekki endOega að vera óhollur, það fer eftir því hvemig fólk kýs að matreiða hann hversu hoflur eða óhoflur hann er. Hugmyndaríki Þrátt fyrir að margar uppskriftir séu tfl að soul food eru margir sem kjósa að fara ekki eftir þeim heldur nota bragðlaukana tO að mæla hrá- efriið og hjá hverjum matreiðslu- manni fyrir sig verður mat- reiðslan að tjáningu hug- myndaauðgi hans. Þetta er ástæðan fyrir því að réttir þessir bragðast á mismunandi vegu hvert sem maður fer. Máltíðin kemur frá sálinni og þaðan kemur nafnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.