Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ2005 Sálin W Aromaþerapía Aromaþerapía felur í sér notkun á blómaolíum í lækningatilgangi fyrir líkama og sál. Hver olía inni- felur kjarna plöntunnar. Það eru um 90 grunnolíur sem taldar eru nauðsynlegar í aromaþerapíu. Hver olía er ákaflega sterk og þarf að fara varlega með. Virknin er þannig að þegar lyktinni af olíunni er andað að sér tekur líkaminn upp ákaflega lítið magn af olíunni og hún virkar þannig sem lyf. Þess utan hefur lykt áhrif á sálarstarfsemi okkar. Sterk lykt getur örvað okkur meðan þung lykt fær okkur til að slappa af. Sumar olí- ur hafa einnig óvæntar aukaverkanir. Skordýr forðast t.d sítronella sem er ein af grunnolíunum. Aroma- þerapía er ekki lækning í þeim skilningi, heldur getur hún hjálpað til þess að losna við kvilla. Stress er hægt að losna við með aromaþerapíu en auðvit- að þarf meira til. Lyktin hjálpar til við að koma lík- amanum í lag. 20 skrýtnar fóbíur Fóbía er hugtak sem vísar til einkenna sem koma fram við hluti eða aðstaeð- ur sem fólk hræðist. Fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum getur þjáðst af fóbiu. Fóbíur geta komið I veg fyrir að fólk geti sótt vinnu, umgengist annað fólk og sinnt sinum daglegu skyldum. Yfirdrifnar tilfinningar eins og hraeðsla, hryllingur og kvíði geta komið fram hjá fólki. Fólk á það til að bregðast ósjálfrátt og óviðráðanlega við því sem það hefur fóbfu fýrir. Llkamleg einkenni eru til dæmis hraður hjart- sláttur,andnauð,skjálfti og óviðráðan- leg löngun til að flýja aðstæðurnar og margir leggja ótrúlega mikið á sig til að forðast þessar aðstæður. Þegar vandamátið er orðið slíkt að það stjórnar ftögðun og gerðum fólks, þá er best áð leita sér aðstoðar. 7. Amnesiphobia. Hræösla viö minnis- leysi. 2. Barophobia. Hræösla viö þyngdar- lögmdlið. 3. Chionophobia. Hræösla viö snjó. 4. Cyclophobia. Hræösla viö reiðhjól. 5. Dikephobia. Hræösla við réttlæti. 6. Ere- uthro- phobia. Hræðsla við aö roðna. 7. Ephebiphobia. HræÖsla viö unglinga. 8. Francophobia. Hræðsla viö Frakka eöa franska menningu. 9. Geliophobia. Hræðsla viö hldtur. 10. Kathiso- phobia. Hræösla viö að setjast niður. 11. Kymophobia. Hræösla viö öldur. 12. Lachanophobia. Hræðsla við grænmeti. 13. Mageirocophobia. Hræösla við eldamennsku. 14. Nomato- phobia. j Hræðsla viö j nöfn. 15. Olfacto- phobia. Hræösla við lykt. ló.Nepho- phobia. Hræösla I viö ský. 17. Octophobia. Hræösla viö tölu- stafinn átta. 18. Opto- phobia. Hræösla viö aö opna aug- un 19. Papa- phobia. Hræösla viö páfann. 20. Pogonophobia. Hræösla viö skegg. Jórunn I. Magnúsdóttir er forstöðukona Foreldrahúss sem staðsett er við Vonar- stræti 4b í Reykjavík. Þar er starfrækt forvarnastarf í formi sjálfstyrkinganám- skeiða og fræðslu. „Það hafa allir gott af því að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, því áreit- ið í samfélaginu er orðið meira en það var,“ segir Jórunn I. Magnús- dóttir, forstöðukona Foreldrahúss sem fagnaði sex ára afmæli á árinu. Það er vímulaus æska, sem starfrækt hefur verið í 19 ár, sem rekur for- eldrahús. Á hverju hausti og langt fram á vor er boðið upp á sjálfstyrk- ingarnámskeið á vegum Foreldra- hússins fyrir börn og unglinga. Ásóknin er mikil í námskeiðin og alltaf fullbókað, en hámarksfjöldi í hvert námskeið er átta manns. „Við hjálpum þeim að beita ímyndunarafli sínu og sköpunar- gáfu og efla sínar sterku hliðar. Við kennum þeim að þau eru flott og fín,“ segir Jórunn og bætir við að sum þeirra hafa verið lögð í einelti og hafa iítið sjálfstraust, en annars eru þau jafn ólík og þau eru mörg. Sjálfstyrkingamámskeið fyrir tvo aldurshópa eru í boði, 10-12 ára og svo 13-17 ára, og eru sniðin að þörf- um hvers aldurs fyrir sig. Þá er hist einu sinni í viku í 10 vikur. Einnig kemur fyrir að farið er með nám- skeið á landsbyggðina ef beðið er um það og þá er þeim þjappað sam- an yfir helgi. Námskeiðin eru frekar hugsuð sem forvamastarf og em ekki í boði fyrir börn og unglinga sem em í neyslu eða slíku. Aftur á móti er annars konar aðstoð fyiir foreldra sem gmnar að böm þeirra séu í vandræðum og geta þeir hringt í foreldrasímann: 581 1799 eða kom- ið niður í Foreldrahús og fengið að ræða við ráðgjafa eða sálfræðing og þeim leiðbeint með val á leiðum í ffamhaldinu. Þar er einnig stuðn- ingshópur fyrir foreldra barna í neyslu. Einnig stendur foreldmm til boða námskeið í sjálfstyrkingu. „Krakkarnir em mjög ánægðir sem og foreldrar og það verður mik- il breyting á þeim en hún kemur oft- ast smátt og smátt því við emm að sá fræjum sem þau halda áfram að nýta sér,“ segir Jórunn aðspurð hvernig tekið hafi verið í námskeiðin en undirstrikar að þau geri stundum kraftaverk en þetta sé samvinna. Önnur námskeið em einnig í boði og má meðal annars nefna námskeiðið Böm em líka fólk sem er námskeið fyrir foreldra og böm sem hafa farið í gegnum erfiða U'ma í líf- inu svo sem drykkju og skilnað. Það er ætlað 6-11 ár börnum og foreldr- um þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á foreldrahus.is. ragga@dv.is Mannorðsfjöldamorðingi í svampfrakka Tungubrjótar eru skemmtilegir og tölu- verð áskorun að reyna við suma hverja. Freudískir djúpsálarfræðingar myndu ef- laust leggja annan skilning f tungubrjót- ana en þá sem almúginn hefur.Við njót- um þeirra og furðum okkur á hvers vegna í ósköpunum við getum ekki sagt eitt ómerkilegt orð. Mörgum hefur vafist tunga um tönn við þessa hérna. Mannorðsfjöldamorðingi. Ég kom við hjá Nirði niðri I Norðfirði nyrðri. Hnoðri f norðri verður að veðri þótt sfðar verði. Þrfbrotin blýkringla. Frank Zappa i svampfrakka. Syðri garðurinn er sfðri en sá nyrðri. Grillið glamraði. AkiáAáááA. Það fer nú að verða verra ferðaveðrið. Ljúktu upp lúgunni, Ijúfurinn. Barbara Ara bar Ara araba bara rabb- arbara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.