Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 35
STÆRSTA KVIKMYNDAHÚS1ANDSINS • HA6AT0R6I • S. 5301919 • wwwJwikolabkUs vimmn zrwffl ^WEDDING Kóimnuísk (íanianmynd mcó Oobra Mcssiiíig úr 'YVill & Oracc’’ þðltunum IcePrincess Stórir hlutir gerast fýrir þá sem hugsa stórt! K ALFABAKKI KEFLAVIK KRINGLAN CRASH CRASH VIP HITCHHIKER S GUIDE... THE WEDDING DATE THEJACKET SAHARA THE PACIFIER SVAMPUR SVEINSSON ísl. tcrl KL 3.45-6-8.15-10.30 B.I.I6 STAR WARS - EPISODE III KL 6-8.15-10.30 B.1.16 TH£ WEDDING DATE KL 3.45-6-8.15-10.30 HITCHHIKER'S GUIDE... KL. 4-6-8-10.10 AKUREYRI KL. 10.30 B.1.16__________MIVUIyCIKI THE ICE PRINCESS KL 8-10.45 THE WEDDING DATE KL 6-8.15-10.15 KL 8 HITCHHIKER S GUIDE... KL 5.50-8-10.10 KL10 SAHARA KL10 ---------- THEICE PRINCESS KL 6-8 KL 5.30-8-10.30 KL6-8 KL.4 RINGUN c 538 0800 THE WEDDING DATE HITCHHIKER S GUIDE... AKUREYRl C 461 4666 KL8 KL8-10 KL10 KEflAVÍK £ 421 1170 CRASH HITCHHIKER S GUIDE TO THE GALAXY THE JACKET VERA DRAKE NAPOLEON DYNAMITE MARIA FULL OF GRACE THE MOTORCYCLE DIARIES KL 5JO-8.10-10.30 KL 8-10.15 KL 5.45-8-10.15 KL 8 KL 10.20 KL 6 KL 10.15 -O- ----—--<■■■■■■■[^"'•7^ ...■ _ Stundum velti ég því fyrir mér hvað þessir markaðsmenn hjá bíó- unum séu að hugsa þegar þeir velja myndir til að sýna. Hvernig stendur á því að sumar af þessum frábæru myndum, sem voru sýndar á þessari vel heppnuðu kvikmyndahátíð sem lauk fyrir stuttu, eru sýndar í nokkra daga, stundum bara einu sinni eða tvisvar og síðan ekki sögunnar meir á meðan þetta helvítis drasl, já drasl segi ég, er hæpað upp eins og hér sé á ferð stórkostlegasta grínmynd sem hefur komið út í langan tíma? Þetta er mynd sem er byggð á gospelleikritum, sérhönnuð fyrir bandaríska blökkumenn og leik- stýrð af manninum sem gerði Survi- vor-vídeóið fyrir Destiny's Child. Hljómar svo sannarlega eins og uppskrift að góðu kvöldi hjá mér. Sjafdan hef ég séð mynd sem reynir eins mikið að troða niður í kokið á manni kristilegum gildum og hrein- lega áróðri eins og þessi. Þetta er mynd sem ætti að pluma sig vel á Omega og hvergi annars staðar. Sagan fjallar um Helen, konu sem hefur verið gift manninum sín- um í 18 ár og á yfirborðinu virðist allt í himnalagi. Hann er moldríkur lögfræðingur sem er jafn mikið kvik- indi og hann er rtkur. Honum er alveg sama um konuna sína og held- ur við aðra. Á brúðkaupsafmælis- daginn þeirra hendir hann Helen út og flytur hjákonuna inn um leið. Helen þarf þá að flytja í gettóið til ömmu sinnar, Madeu, sem er af ein- hverri heimskulegri ástæðu leikin af handritshöfundi myndarinnar, Tyler Perry. Perry leikur einnig tvö önnur hlutverk af einhverri ástæðu. En meira um það á eftir. Madea fær Helen til þess að berj,- ast fyrir rétti sínum sem trú eigin- kona í 18 ár á skilið og hefst þá deila á milli hennar og eiginmanns henn- ar, sem við fáum reyndar aldrei að sjá. Hún kynnist svo afskaplega myndarlegum, sannkristnum manni, Orlando, með eilíft tveggja daga skegg og hefur ekki við hana mök, heldur gefur henni hlýju, þar sem þau eru ekki gift. Af einhverri ástæðu blandast svo í þetta vand.a- mál fjölskyldu frænda Helenar, leik- inn af Perry, sem þarf að kljást við það að eiginkona hans er eiturlyfja- sjúklingur sem leiddist út í eiturlyf af því að hún söng í kirkjukór, eða þannig skildi ég það. Það sem á að vera örlagasaga ungrar konu er eyði- lagt með illra leikinni dragdrottn- ingu og sögu um mann sem kemur aðalsögunni ekkert við annað en að gefa Tyler Perry meiri tíma á tjald- inu. Myndin veit aldrei hvort hún á að vera grínmynd eða hámelódrama með kristilegt markmið. Hún er einnig alveg skelfilega skrifuð, fer tvist og bast með söguna og stund- um er eins og myndin sé allt í einu Diary ofa Mad Black Woman Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Darren Grant Aðalhlutverk: Kimberly Elise, Steve Harris, Shemar Moore, Tyler Perry. Ómar fór í bíó um allt aðrar manneskjur. Tyler Perry er það sem drepur þessa mynd alveg með leik sínum. Madea er svo ofboðslega ýkt og ótrúverðug, bæði í háttalagi og útliti. Einnig leikur hann eiginmann Madeu í enn gervi- legra gervi og virðist reyna að vera Eddie Murphy í Nutty Professor. Kimberly Elise reynir hvað hún get- ur að gera eitthvað úr hlutverki sínu og gerir það bara nokkuð vel stund- um en Shemar Moore sem Orlando er svo viðbjóðslega yndislegur og væminn að það er engu lagi lfkt. Ég er þegar búinn að eyða of mörgum orðum í þessa hörmung þannig að ég ætla að hætta núna áður en ég segi eitthvað sem ég á eft- ir að sjá eftir. Ómar öm Hauksson Aðstandendur Sni tm „Ekkert er staðfest um komu Snoop Doggs," segir Ámi Einar Birgisson, einn aðstandenda Snoop Dogg-tónleikanna sem virð- ast ætla að detta upp fyrir. DV sagði frá því fyrir helgi að Snoop væri væntanlegur á klakann þann 17. júlí. DV hafði samband við Þorstein Stephensen eftir að hafa fengið til- kynningu frá aðstandendum tón- leikanna um komu rapparans. Þor- steinn staðfesti við DV að rappar- inn væri á leiðinni og að öll smá- atriði lægju fyrir í væntanlegri fréttatilkynningu, sem svo aldrei kom. Nú virðast þeir félagar heldur betur hafa dregið í land allar yfir- lýsingar og segjast hvorki hafa til- kynnt DV um komu rapparans eða tjáð sig neitt varðandi það hvort hann hefði staöfest eða ekki. Því er allt útlit fyrir að rapparinn spili ekki í sumar og er þetta áfall fyrir aðdá- endur kappans. Óvlst með fslands- komuna Ekkertblátt lón fyrirSnoop Dogg? Þorsteinn Stephensen Þor steinn ereinn aöstandenda Snoop Dogg-tónleikanna og segir rapparann ekkert hafa staðfest um komu slna. [ Gargandi snilld fær góða um- sögn í L.A.Times Tónlistarmynd Ara Alex- anders, Gargandi snilld (eða Screaming Masterpiece eins og hún heitir á enskunni), fékk sérstaka umflöllun í pistli hins virta tónlistargagn- rýnanda Kenneths Turan hjá Los Angeles Times. Pistillinn kemur frá Cannes og Qallar hann um hápunkta kvik- myndahátíðarinnar. Það telst undantekning að Turan fjalh um mynd sem ekki keppir til verðlauna í keppninni sjálfri. Turan kallar myndina „seðjandi heimilda- mynd sem enginn átti ekki von á.“ Auk góðrar tónlistar segir hann Ara Alexander hafi gefið gott yfirlit yfir skapandi tónlistarlíf íslands og spenn- andi og fræðandi leiðsögn um landið. Gargandi snilld hefur gengið mjög vel í Evrópu og hlotið góða dóma þar sem hún hefur verið tekin fyrir. Þegar myndin var sýnd á kvikmyndahátíð í Svíþjóð stappaði fólk fótunum og blístraði og kallaöi að lokinni sýningu. Nú hefur myndin fengið inngöngu inn í kvik- myndaumræöur í Bandaríkj- unum og verður spennandi að fylgjast með hvemig henni gengur þar vestra. Forvitnir geta lesiö pistil Kenneths Turan á slóöinni: Calendar- live.com/movies/tur- an/more/. Myndin er sýnd í Smára- bfói, Regnboganum og Borg- arbíói á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.