Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. MAl2005 Fréttir DV Stytti þann stutta Tuttugu og sjö ára indversk kona skar lim- inn af eiginmanni sínum á Norður-Indlandi um síðustu helgi vegna þess hversu „grófur hann var í drykkju og kvennafari.“ Mælirinn fylltist þegar maðurinn, sem hefur verið giftur konunni í tíu ár, kom heim með vændiskonu á föstudaginn. „Ég vildi bara kenna honum lexíu," sagði konan, sem heitir Reshma Ahmed. Limurinn var fljót- lega saumaður aftur á en læknarnir eru ekki vissir hvort hann eigi eftir að virka sem skyldi. Öryrki vill réttlæti Árni Karl Ellerts- son, öryrkinn sem er ósáttur við lækk- un á ökutækjastyrk öryrkja eins og DV sagði ffá í gær, hyggst leita réttar síns fyrir dómstól- _ um. „Ég er tilbúinn að fara með þetta alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ég er að fara að tala við lögfræðing um lagahliðina á þessu máli og mun í kjölfarið hefja þessa baráttu mína," segirÁrni Karl sem er allt annað en sáttur með hagi öryrkja á íslandi og ætlar alla leið þó það geti orðið honum dýrt. Umskornir með betra þol Breskir karlmenn fagna eflaust niðurstöðum könn- unar sem bárust í vikunni. Þeir mældust með meira úthald í rúm- inu en karlmenn frá öðrum lönd- um. Breskir og hollenskir vís- indamenn könnuðu 500 pör víðs- vegar um heiminn og 7 mínútur og 36 sekúndur dugðu Bretum til sigurs. Slakastir voru Tyrkir á 3 mínútum og 40 sekúnd- um. í könnuninni kom einnig fram að þeir menn sem eru umskornir endast að meðaltali 40 sekúndum lengur en aðrir. „Það er nóg um að vera hjá okkurá Þórshöfn þessa dag- ana. I sumar ber hæst hina ár- legu hátlð Káta daga sem verð- ur haldin þriðju helgina Ijúlí," segir Björn Ingimarsson sveit- arstjóri á Þórshöfn. „Við vonum að fólk heimsæki okkur þáog njóti þeirrar frábæru dagskrár sem skartar meðal annars Pöp- unum. Núna eru framkvæmdirl gangi við stækkun hjúkrunar- og dvalarheimilisins og við að endur- byggja loðnu- löndunarkant.Að þvíloknu höfum við umbylt allri okkar hafnaraðstöðu og gert aðstæð- ur fyrir smábáta jafnt sem haf- skip eins og best verður á kosið. Ijúni mun koma út kortyfir helstu göngu-og reiðleiðir á svæðinu og verður hægt að nálgast það á helstu bensín- stöðvum. Ég hvet fólk til að kynna sér þær enda er náttúran hérí kring frábær.“ Landsíminn Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Einar Ágúst Víðisson mun þurfa að mæta fyrir rétt og takast á við drauga fortíðar. Daði Kristjánsson, fulltrúi hjá Lögreglu- stjóranum í Reykjavík, segir að ákæra á hendur honum vegna fikniefnamisferlis verði gefin út innan tíðar. asækin Einar Anust Lögreglustjórinn í Reykjavík vinnur nú að undirbúningi að ákæru á hendur Einari Ágústi Víðissyni, tónlistarmanni sem var hand- tekinn í tengslum við Dettifossmálið með yfir fimmtíu grömm af amfetamíni á sér. Rannsókn málsins er lokið og telst það upplýst. Mál Einars Ágústs var fyrst í höndum ríkissaksóknara. Embætt- ið hefur þegar ákært meðlimi fíkni- efnahringsins sem notaði Dettifoss til að smygla tugum kflóa af amfetamíni til landsins. Sá hluti málsins sem sneri að Einari Ágústi var sendur aftur til Lögreglustjór- ans í Reykjavík. Daði Kristjánsson, fulltrúi hjá Lögreglustjóranum í Reykjavflc, segir að ákæran á hendur Einari Ágústi sé væntanleg næstu daga. Rannsókn lokið „Rannsókn málsins er lokið og verið að undirbúa ákæruna," segir Daði sem vill þó ekki gefa neitt upp um efiiisatriði hennar. Búast má við að Einar verði ákærður fyrir vörslu ffkniefna en hann var handtekinn með um fimmtíu grömm af amfetamíni á sér auk þess sem lítilræði af amfetamíni fannst í söluumbúð- um í bfl hans. Sjálfur sagði Einar Ágúst í viðtali við DV, um tveimur vikum eftir handtökuna: „Ég var með fjögur grömm af amfetamíni sem myndu endast ffldi í fjóra til fimm daga, en fyrir diskóbyttur eins og mig dugar það í einn og hálfan mánuð um helg- ar." Dómsmál að hefjast Samkvæmt lögregluskýrslum sem DV hefur undir höndum er augljóst að Einar Ágúst reyndi að hagræða sannleikanum stuttu eftir handtökuna. Hann sagðist þó ætla að bæta ráð sitt og skömmu eftir viðtalið fór þessi fyrrum Eurovision-fari í meðferð á Vog. Einar Ágúst er ekki talinn hluti af fíkniefnahringnum sem kenndur er við skipið Dettifoss. Hann var þó á heimili eins af höf- uðpaurum fíkniefnahringsins sama dag og lögreglan lét til skarar skríða og handtók alla meðlimina á sama tíma í nokkrum lönd- um. Eftir að málið komst upp hefur Einar hætt í hljómsveit sinni, Skíta- móral, og lætur lítið fara fyrir sér í tónlist- ar- og skemmtanalífi borgarinnar. simon@dv.is Þegarallt lékílyndi EinarÁgúst varstolt þjóðarínnar I Eurovision. Snjóbrettaæði á Snæfellsjökli Á brimbretti í köldum sjónum „Við opnuðum í gær. Það eru breskir atvinnuskíðamenn hjá okkur núna en svo mæta nokkrir tugir frá Bandaríkjunum og Evrópu eftir helgi. Með þeim verða einnig ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn," segir Skot- inn Rob Wyke, einn af skipuleggjend- um snjóbrettabúðanna Nikita Iceland Park Project á Snæfellsnesi. Búðimar, sem standa í tvær vikur, em nú haldnar á Snæfellsjökli fjórða árið í röð. Þar renna menn sér á snjó- og hjólabrettum og skella sér þess á milli í sjóinn á brimbretti. Þessi fjöl- breytni vekur mikla athygli erlendis en von er á blaðamönnum og ljós- myndurum frá tímaritinu National Geographic á næstu dögum. „Við höfum fengið mikla umijöll- un undanfarin ár. Stórar greinar í öll- Snæfellsjökull Tímarítið National Geographic sendir blaðamenn þangað aðfylgjast með. um snjóbretta- tímaritunum og víðar. Sveitarfélagið ætlar lflca að hefja samstarfvið okkur á næstunni og reyna að halda þessu úti allt sumarið," segir Rob. Hugmyndin að IPP kviknaði hjá Rob, landa hans Graham Macvoy og ísfirðingnum Bjama Valdimarssyni þegar þeir unnu á skíðasvæði í Aust- urríki. „Þar em sex hundmð manns um hituna og mikið stress. Vart þver- fótað fyrir fólki. Hér er aftur á móti Umsjónarmennirnir ííob | Wyke, Bjarni Valdimarssn og Graham Macvoy eru einu mennirnir á landinu sem fagna köldu veðrí. hægt að njóta náttúrunnar til hins ítrasta. ís- lendingar þurfa einnig að átta sig á því hversu mikill kostur er að geta farið beint úr fjallinu á brimbretti. Blaut- búningarnir halda auðveldlega á manni hita í köldum sjónum." Ekkja veitir söfnunarfé viðtöku Thanh Viet Mac, ekkja manns- ins sem myrtur var í Hlíðarhjalla, mun veita hluta söfnunarfés Landssöfnunar DV, sem nú hefur staðið yfir í tæpa viku, viðtöku í húsakynnum Rauða Krossins í dag. Hún heldur innan skamms til Víetnam þar sem eiginmaður hennar verður jarðsettur að víetnömskum sið. Söfnunin hefur farið vel af stað enda málefnið brýnt. Áfram verður tekið við framlögum í söfnunina um nokkurra daga skeið og ér reikn- ingsnúmer söfnunarinnar 301- 26-350 og kennitala Rauða kross- ins, sem er vörsluaðili söfnunar- féssins er 530269-1839.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.