Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 Sport DV í gær gaf Deloitte út tölur yfir launakostnað félaga í ensku deildinni. Þar kemur í ljós að launakostnaður Chelsea er einstakur í heiminum. Crespo áfram að láni Roman tvöfaldaöi laun leikmanna Chelsea LAUNAKOSTNAÐUR Chelsea greiddi leikmönnum sínum tæplega 115 milljónir punda, eða 13,5 milljarða króna, í laun fyrsta árið undir stjórn Romans Abramovich, en það var á leiktíðinni 2003/2004. Aukning á launa- greiðslum hjá félaginu var umtalsverð því það greiddi „aðeins" 55 milljónir punda í laun árið áður. í öðru sæti list- ans er Man. Utd.en það greiddi leikmönn- um sínum 77 millj- ónir punda í laun og lækkaði sig frá árinu áður. lækkuðu einnig í hinum neðri deild- unum á Englandi. „Enska úrvalsdeildin veltir mest- um peningum allra deilda í heimin- um og er í nokkrum sérflokki. Rekst- ur enskra félaga fer einnig batnandi og liðunum gengur sífellt betur að fóta sig á fjármálasvellinu,“ sagði sérfræðingur hjá Deloitte. Gullkálfar Romans Abramovich fagnar hérenska meistara- titlinum með gullkálfunum sínum, Eiöi Smára, Robben, Lampard, Cole og John Terry. Gettylmages lækkaði sig frá árinu áður. Samkvæmt Deloitte þá er þessi launakostnaður „að öllum líkind- um“ sá mesti í heiminum í dag. Kostnaðurinn sem um ræðir er eins árs gamall og nær því ekki yfir við- bótina sem fylgdi komu Jose Mour- inho til félagsins. Tölurnar sem birt- ar verða að ári liðnu verða því ef- laust mun hærri en þessar, eins ótrúlegt og það'nú hljómar. Chelsea er í sérflokki „Hjá bestu félögunum eru greidd mjög góð laun og Chelsea er svo sannarlega í sérflokki," sagði Paul Rawnsley hjá Deloitte. „Minni og miðlungsliðin hafa aftur á móti dreg- ið saman seglin og kostnaðurinn hjá þeim fer lækkandi og meira er um ár- angurstengd laun nú en áður.“ Launakostnaður Chelsea er 38 milljónum punda hærri en hjá Man. Utd. Laun í ensku 1. deildinni lækk- uðu að meðaltali um 7% og launin Chelsea Man. Utd. Arsenal Liverpool Newcastle 114.8 (54.5) 76.8 (79.5) 69.7 (60.6) 65.6 (54.4) 44.4(45.1) Chelsea greiddi leikmönnum sín- um tæplega 115 milljónir punda, eða 13,5 milljarða króna, í laun fyrsta árið undir stjórn Romans Abramovich en það var á leiktíð- inni 2003/2004. Aukning á launagreiðslum hjá félag- inu var umtalsverð því það greiddi „aðeins" 55 milljónir punda í laun árið áður. í öðru sæti launa- Tölurnar sem fylgja meö liöunum er launakostnaður leiktföina 2003/2004 (breskum pundum. Innan sviga er launakostnaður liösins leiktföina árlö á undan. list- ans er Man. Utd. en það greiddi leikmönn- um sínum 77 milljónir punda í laun og ísland í bítið lætur gott af sér leiða Safnað fyrir torfærustólum í þessari viku stendur yfir söfn- un fýrir kaupum á torfærustólum fyrir hreyfihamlaða, en það eru ís- land í bítið og Bylgjan sem standa fyrir henni. Slíkur stóll var kynntur hér á landi í síðustu viku í kjölfar þess að Heimir Karlsson og félagar úr þættinum Boltinn með Guðna Bergs unnu um 200.000 krónur í getraunum og vildu að íþróttasam- band fatlaðra fengi að njóta af- rakstursins. Leitað var til Paul Speight, sem framleitt hefur íþróttatæki fyrir fatlaða, og benti hann á þennan torfærustól. Á mánudaginn var stóllinn síðan afhentur og var það Svanur Ingvars- son sem prófaði stólinn í Nauthóls- vík. Þetta var algjörlega ný upplifun fyrir Svan, sem hefur hingað til þurft að bíða í bflnum í fjöruferðum með fjölskyldu sinn. Þessi stóll hentar vel til ferða á stöðum þar sem ekki er greiðfært fyrir hefðbundna hjóla- stóla og gefur hreyfihömluðum ný tækifæri til útivistar. Heimir Karls- son vildi ekki láta staðar numið og í gær hófst söfrtun sem mun standa yfir þessa viku og er markmiðið að fá fleiri svona stóla til landsins. „Svona stóll er algjör bylting og himnasending fyrir hreyfihamlaða, mér fannst ekki hægt að eiga bara einn svona stól á landinu. Við von- umst til að ná allavega að safna fyrir 10 stólum." sagði Heimir í gær. ís- landsbanki hefur nú þegar staðfest að fyrirtækið ætli að kaupa einn stól, en þeir sem vilja styðja þetta verk- efni geta lagt inn upphæð á reikning íslandsbanka HF: 565 - 14 - 605055 eða hringt í 901-5001 en þá verða þúsund krónur dregnar af næsta símreikningi. AC Milan mun hafa ffamherjann Hernan J Crespo áfram að É '• láni næsta vetur. m>f Crespo sló í gegn wR j með Milan í vetui í -tj og var talið að p.* kaupa hann, en úr varð að hann j verður áfram að ■BK'V Áj láni á Ítalíu. ,.Að Yv þessu sinni nnm wgj® Milan greiða laun Mmjrn, hansogCrespo -íf r. var tilbúinn til að launalækkim til þess að vera áfram ff 1 hjáMilan," / / j sagði . ' ‘1. - | umboðs- •* maður Crespos, Jr sem einnig er með * Juan Sebastian Veron ---- á sínum snærum, en hann er í láni hjá Inter frá Chelsea. Ekki svona nískir strákar Deportivo la Coruna hefur sagt Liverpool að þeir verði að opna veskið betur ætli þeir sér að fá framherjann Albert Luque frá félaginu. „Við erum búnir að hafna tilboði frá Liverpool því það var ekki nógu gott að okkar mati. Við erum tilbúnir að ræða við þá áffam hækki þeir boðið," sagði forseti Depor. Sjálfur hefur Luque tröllatrú á því að hann geti spjarað sig í enska boltanum. „Ég efast ekki um að ég myndi spjara mig. Minn leikstfll hentar vel í enska boltann," sagði Luque, Kópavogs- völlur 30 ára Kópavogsvöllur varð 30 ára á þriðjudaginn. Vígsluleikur vallarins var leikur Breiðabliks og Vfldngs frá Ólafsvík. Svo skemmti- lega vill til að þessi félög mætast aftur í kvöld og það í fyrsta skipti síðan þau mættust fyrir 30 árum. Af því tilefni hefur knattspymu- deild Breiðabliks ákveðið að bjóða leikmönnunum sem spil- uðu árið 1975 á völlinn í kvöld. Þess má geta að Breiðablik vann örugglega fyrir 30 árum. Tilboði í Kanoute hafnað Tottenham hefur hafnað freistandi tilboði frá WBA í fram- herjann Fredi Kanoute upp á 4,5 milljónir punda. Bryan Robson, stjóri WBA, vildi upprunalega fá Kanoute lánaðan en þeirri bón var hafnað og því heftir hann ákveðið að reyna að kaupa malíska framheq'ann. Kanoute hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Spurs og aðeins skorað 9 mörk í 41 leik með liðinu. Hvað gerir Andres? Fastlega er búist við því að argentínska undrabarnið Andres D'Alessandro verði keyptur frá Wolfsburg yfir til Englands í sumar, en þessi frábæri leikmaður hefur gert verulega fína hluti í Þýskalandi og er tilbúinn til að takast á við stærri verkefrú. Tottenham er talið líklegt til þess að landa stráknum, sem er 21 árs, en D'Alessandro vill ólmur feta í fótspor landa sinna, Osvaldos Ardiles og Rickys Villa. -egm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.