Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2005, Blaðsíða 33
r Menning DV FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ2005 33 „Vóhhh! Hvað segirðu? Fannst þér þeir hailærislegir? Mér fannst þeir æðislegir. Þeir eru bara með sinn stíl. Djös, nú er ég búinn að sjá Iron Maiden. Sannur heiður. Ég var með hroll næstum því allan tímann," sagði fóstursonur minn 17 ára, þegar við hröðuð- um okkur út í bíl skömmu áður en risatónleikum í Egilshöll lauk á þriðjudagskvöldið. Ég með hellu fyrir eyrum. „Þú ert orðinn gamall." Ég þurfti að draga drenginn út en fyrirfram var ákveðið að lenda ekki í umferðarteppu uppi í Grafarvogi. Best að það komi fram strax að ég hef aldrei verið mikill heavy-metal- maður. Bara alls ekki. Þess vegna hafði ég til öryggis fósturson minn með, sem þekkir þessa tegund tón- listar. Vinsældir hennar hafa færst mjög í aukana á undanförnum árum og aðdáendurnir tryggir. Hann tjáði mér að þetta hefði staðið undir væntingum og vel það. „Algjör snilld." Iron Maiden-bolurinn Þetta kvöld vantaði ekki í Grafarvoginn bflaflotann, sem hafði feijað bárujárnsboltana þangað upp eftir. Margir höfðu verið séðir Iron Maicien. Egilshöll. 7. júní. ★★★★ Tónleikar andi heit. Þung svitalykt í lofti - í það minnsta á A-svæðinu næst sviðinu. Hvaðan kemur allt þetta fólk? Ég hef farið á ófáa tónleika í gegnum tíðina en sjaldan þekkt eins fáa. Ungskáld- ið Eiríkur Örn Norðdal var þarna eins og álfur úr hól með sinn hatt, Gunni í Súkkat virtist einnig utan- gátta en Hjalti „Úrsus" Árnason kraftajötunn eins og heima hjá sér. Bó Hail er alltaf að lýsa eftir „bolnum". Hann var þarna. Iron Maiden-bolurinn. Níutíu prósent erki-bárujárnstýpur íþröngum buxum og leðri: Hinir kerlingalegustu og hristu loðinn makkann sem mest þeir máttu." og lagt langt frá Egilshöll, en þegar til kom reyndist nóg af stæðum við höllina. Nánast öll Reykjavíkurlögg- an virtist á svæðinu og stjórnaði um- ferðinni. Og allt gekk eins og í sögu. Höllin var enda troðfull og sjóð- tónleikagesta voru karlmenn. Og margir þeirra voru í svörtum Iron Maiden bol. Vígalegir og margir tattúeraðir. En ekki sá vín á nokkrum manni svo neinu nam enda þriðjudagskvöld. Dramatískir bárujárnsrokkarar Stemmingin var ekkert sérstök, en þegar við mættum var Nevoloution að Ijúka leik sínum. Drengir að norðan sem brýnin í Iron Maiden höfðu sérstaklega pantað til að hita upp á þessum tón- leikum eftir að hafa fengið úrval diska til að hlusta á. Ótvíræð með- mæli með þeim. En það var ljóst eft- ir hverju var beðið. Nokkur tími leið áður en stjörnu- rnar stigu á svið og fjöldi tækni- manna gerði sviðið tilbúið. Sviðið var mikið, enda Iron Maiden dramatísk hljómsveit. Og í báru- járninu, þar sem hið gotneska ræð- ur ríkjum, er dramatísk hljómsveit dramatísk. Lfldega er þetta skraut- legasta svið sem ég hef séð brúkað á rokktónleikum. Þeir voru með mikil tjöld og þar mátti sjá þessar sér- stæðu barnalegu hryllingsteikning- ar sem menn þekkja af plötu- umslögum hljómsveitarinnar. Margvíslegar vísanir í sjálfan djöful- inn rista ekki djúpt. Enda rak ég augun í hið trúaða tæknitröll, sókn- arnefndarmann sem starfar hér í Skaftahlíðinni, í salnum og hann var með ungt barn sitt á tónleikunum. Það segir sitt. Flösuskaflar og gítarar Þegar svo Iron Maiden stigu á svið hafði stemmingin magnast til mikilla muna. Bruce Dickenson er hörkutöffari, flugmaður og einn þekktasti rokksöngvari heims. Hann flengdist um sviðið, hljóp upp það og niður. Eggjaði þá áhorfendur til að taka þátt þegar það átti við. Og þeir tóku vel við sér með því að lyfta höndum með heavy-metal merkið á lofti og syngja (öskra) með í viðlög- um. Hinir hljómsveitarmeðlimirnir fjórir sem sáust voru með gítara og bassa - erki-bárujárnstýpur í þröng- um buxum og leðri: Hinir kerlinga- legustu og hristu loðinn makkann sem mest þeir máttu. Ekki sást í trommarann vegna gríðarlega mik- ils trommustetts. Undir lokin ösíuðu þeir flösuskaflana á sviðinu og hentu gíturum sínum í loft upp. Allt eins og vera bar. Eddi ærir lýðinn Gamla manninum, mér, fannst þetta einn stór gítarveggur og há- værar drunur. Þannig að tónlistin sem slík fór fyrir ofan garð og neð- an. Til dæmis „Run to the Hill“ - eitt þeirra frægasta lag - persónulega hefði mér þótt betra að heyra Baggalútsútgáfuna: „Gleðileg jól, og gæfuríkt ár". En eins og drengurinn sagði: „Algjör snilld". Ég verð að hafa hans orð fýrir því. Og ekki var betur séð en stuðið í tónleikagestum væri meira í takt við þau orð hans en mín. Þegar svo risavaxið skrímslið Eddi, einkennistákn hljómsveitarinnar, skrölti upp brjálaðist allt. Dæma skal hvert atriði á þeim forsendum sem það gefur sér sjálft. Jakob Bjamar Grétarsson * v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.