Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005 Fréttir DV Götuslagsmál innflytjenda Hnífar, rörbútar r> og ha&iaboltakylfur flugu þegar 150 Tyrkir og Sómalir lentu í fjöldaslagsmálum í Noregi á laugardag- inn. Sexvoruhand- teknir og nokkrir enduðu á sjúkrahúsi. Slagsmálin áttu sér stað í Stromso. Átökin brustu út þegar annað gengi mætti á heimaslóðir hins og spurði mann hvort hann ætti hass. Þegar hann svaraði neitandi voru hann, kona hans og aðrir nálægt barðir með rörbútum. Þá þusti fjöldi manns til og slagsmálin hófust úti á miðri götu. Mál- ið er í rannsókn hjá lögreglu. Chavez í slag við Bush Forseti Venesú- ela, Hugo Chavez, segir óeirðimar í Bólivíu vera George W. Bush Bandaríkja- forseta að kenna. Undanfamar vikur hefur ríkt ófremdar- ástand í Bólivíu. Mótmæl- endur segja Carlos Mesa forseta leiða landið til glöt- unar. Þeir em á móti kapít- alískum hugsanahætti og hinni kapítalísku verslunar- pólítík sem Bush boðar að mati Chavez. „Þetta er að drepa Suður-Ameríku. Þessi leið liggur að stríði milli bræðra," sagði Chavez í vikulegum útvarpsþætti sínum í Venesúela, sem heitir Halló, forseti. Nauðgarar nota dýralyf Þessa dagana berst bandarískur fjöldapóstur manna á milli þar sem konur em varaðar við nýjustu aðferðum nauð- gara. Svo virðist sem deyfilyfið progesterex sé notað í sífellt meiri mæli. Það er venjulega notað af dýralæknum til að deyfa stór dýr. Lyfið gerir það að verkum að móðuriff kvenna lamast og þær geta aldrei eignast börn eftir að hafa tekið það inn. Nauðgarar lauma því í drykki kvenna ásamt rohypnol, sem gerir það að verkum að konur lognast út af og engin hætta er á getnaði. Þessi þróun er uggvænleg, sér- staklega í ljósi þess að til em heimasíður sem út- skýra hvemig skal nota lyfin og auðvelt er að nálgast þau. Hraðakeppni ungbarna „Við bjuggumst alls ekki við því að vinna. Þótti mikil- vægast að taka þátt," segir Gadiminas Puronas, faðir fljótasta unga- bams Litháens. Um helgina var þar haldin hraðakeppni átta til tólf mánaða gamalla barna. Öll þurftu þau að skríða íjóra metra á teppi og sonur Gadiminas, Nojus, var fljót- astur. Hann verður að njóta titilsins á meðan hann get- ur. Að ári verður hann orð- inn of gamall og fær ekki að keppa. Svona keppnir em haídnar víða um heim en Kínverjar em sérstaklega hrifnir af þeim. Almenningur í Bretlandi er reiður lögreglu smábæjarins Wilts. Tæpri viku eftir að ólétt kona kærir kærasta sinn til lögreglu fyrir að reyna að kyrkja sig finnst hún myrt. Ekkert hafði verið gert í kærunni. ------------ Allir í málið Allt tiltækt lið lög- reglurmar á svæðinu var sett i málið á laugardaginn, enda mjög vandræðalegt hvernig fyrri kærunni var klúðrað. Interpol hefur slegist í lið með ensku og portúgölsku lögreglunni í leit að 23 ára portúgölskum manni, Hugo Quintas. Hann er tal- inn hafa myrt ólétta kærustu sína aðfaranótt laugardags og flúið til Portúgals stuttu seinna. Hayley Richards var 23 ára þjón- ustustúlka í smábænum Wilts á Englandi. Hún var komin þrjá mán- uði á leið með sitt fyrsta barn. Kær- asti hennar heitir Hugo Quintas og er Portúgali. Tæpri viku áður en hún fannst myrt barst lögreglu kæra frá Hayley vegna árásar Hugos. Hann hafði reynt að kyrkja hana. Fundu ekki túlk ekkert í málinu. Ástæðan fyrir því var að henni tókst ekki að finna portúgalskan túlk. Því var málið lát- ið sitja á hakanum og Hugo gengur laus. Tæpri viku seinna fannst Hayley myrt. Samband Hayley og Hugos hafði verið stormasamt að undanfömu. Bróðir Hayleys, Paul Richards, segir fjölskylduna hafa orðið fyrir stóm áfalli. Fjölskylda Hayley sá hana síð- ast á föstudagskvöld. Hræðsla greip um sig þegar hún mætti ekki til vinnu á laugardag og ekki náðist í hana. Lögreglan fór þá heim til Hayley og fann lfkið. Hún hefur ekki gefið upp hvernig það var útleikið en sagt er að íbúðin hafi ekki litið vel út. Vaknaðivið öskur Nágranni Hayley vaknaði við mikil læti þetta örlagaríka kvöld. „Ég softiaði um tvöleytið á föstudags- kvöld. Síðan vaknaði ég við slags- mál, rifrildi og grát. Stuttu seinna heyrði ég hrikalegt öskur. Það er hræðilegt að hugsa til þess að ég heyrði kannski þegar hún var drep- in," segir nágranni Hayley. íbúum smábæjarins er bmgðið og bíða allir spenntir eftir fregnum frá Portúgal en Interpol er komið af krafti í málið. Lögreglan lýsir máhnu sem „mjög óvenjulegum glæp". Talsmenn hennar segja að þeim hafi Hayley Richards Portúgalinn reyndiað kyrkja hana viku fyrir morðið en lögreglan fann ekki túlk og gerði þvl ekkert I málinu. verið kunnugt um fyrri árásina og að málið hafi verið sent til deildar sem rannsaki ásakanir á hendur lögreglu. Ekki er vitað hvort Hugo er faðir bamsins sem Hayley gekk með. Lögreglan aðhafðist hins vegar „Stuttu seinna heyrði ég hrikalegt öskur. Það er hræðilegt að hugsa til þess að ég heyrði kannskiþegar hún vardrepin." Sniðug stúlka sem langar á tónlistarhátíð Auglýsir á brjóstunum Málað á brjóstin Catáán efa eftir að vekja mikla athygli á auglýsandanum. Nemandi nokkur í Bretlandi fékk nýstár- lega hugmynd til að græða nokkur pund. Cat Camp, sem er 25 ára ljósmyndanemi í ‘?i Manchester, ætlar að mála auglýsingu á brjóstin á sér og ganga þannig um á Glaston- í bury-tónlistarhátíð- inni í sumar. Boðið fer fram á eBay. Hæstbjóðandi fær auglýsinguna en nú þegar hafa nolckur fýrirtæki, húsgagna- verslun og vefsíður, boðið í brjóstin. Kærasti hennar ætlar einnig að mála auglýs- ingu á sig en aðeins einn snyrtir hefur boðið í hann. garða- „Ég fékk hugmynd- ina í fyrra. Þá fórum ég og kærasti minn á ball og hann málaði blóm og munstur á brjóstin á mér. Það vakti mikla athygli," segir Cat. Hún þurfti nýlega að láta fjar- lægja góðkynja æxli úr brjósti og því fara 10% tekna af uppátækinu til brjóstakrabba- meinsstöðvar. í aug- lýsingasamningnum er síðan ákvæði þar sem stendur að ef rignir á hátíðinni megi hún nota regnhh'f og ef kuldinn verði mikih megi hún klæða sig. Þá fær aug- lýsandirm endurgreif L Búast viö flóði vændiskvenna á HM 2006 Setja vændið í „ástarkassa" Þýskir ráðamenn vilja útbúa „ást- arkassa" fyrir heimsmeistarakeppn- ina í fótbolta, sem verður haldfti í Þýskalandi að ári. Ástæðan er sú að þeir vilja að vændiskonur þjónusti fótboltaaðdáendur fyrir luktum dyr- um en ekki á almannafæri. Umræddir ástarkassar eru færan- legir klefar og er hugmyndin í anda aktu-taktu vændishúsa, sem hafa gef- ið góða raun í borgum eins og Köln. Þeim verður komið upp í kringum vellina þar sem leikir mótsins fara ffarn. „Þetta er án efa betri lausn en að vændiskonumar þjónusti við- sldptavini á götum úti, klósettum, í almenningsgörðum eða jafnvel dýra- görðum," segir Dirk Lamprecht, þing- maður kristinna demókrata. Þýska blaðið Bild spáir því að 40 þúsund edendar wMdklmniif pigi Þýsk vændiskona Þýskar og erlendar vændiskonur flykkjast I þær borgir sem halda leiki i HM 2006. eftir að flæða inn í landið á næsta ári. Borgarstarfsmaður í Dortmund, þar sem sex leildr fara fram, segir borgar- ráðið vera hjálpar þurfi. „Ef hundruð vændiskvenna bætist við þau fjögur hundruð sem halda til á götunum í kringum vellina verður borgin ein- faldlega við það að springa. Ef við undirbúum okkur ekki breytist Dort- mund í Sódómu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.