Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005 17 U': j Reykjavíkurborg og lögreglan borguðu hálfa milljón til að kattakonan Ólöf Hulda Marísdóttir fengi 16 ketti sína aftur eftir að þeir voru teknir af henni í febrúar í fyrra. Á föstudag fundust kettirnir í gámi, þá orðnir 22. Borguðu hálfa milljón til að leysa ót ketti kattakonunuar „Lögreglan og borgin greiddu þann kostnað sem safnast hafði íyrir á meðan kettimir vom í fóðrun og umsjá í Kattholti," segir Ingimundur Einarsson, hjá Lögreglunni í Reykjavík, en kettim- ir sem frelsaðir vom úr gámi á föstudaginn höfðu áður verið teknir af eiganda sínum, Ólöfu Huldu Marísdóttur. Nú em kettimir aftur komnir í Kattholt og fleiri hafa bæst í hðpinn. „Það hefði verið hægt að stoppa þetta í febrúar í fyrra," seg- ir Sigríður Ásgeirsdóttir, hjá Dýra- verndarsambandi íslands, um kattamálið sem kom upp á föstu- dag. í febrúar 2004 tóku yfirvöld kettina af Ólöfu Huldu Marísdótt- ur þar sem hún hafði komið þeim fyrir á Njálsgötunni. Um þremur mánuðum síðar fékk hún þá aftur afhenta frá yfirvöldum sem greiddu jafnframt 500 þúsund króna kostnað vegna dvalar þeirra í Kattholti á meðan málið var rannsakað. Kettirnir komu aftur „Ég sagði, þegar hún fékk kett- ina aftur, að þessa ketti myndi ég aftur sjá og það hefur komið á daginn," segir Sigríður Heiðberg, forstöðukona í Kattholti, um at- burðina. Þær nöfnur eru sammála um að ábyrgðin í málinu liggi hjá yfirvöldum og segja Ólöfu Huldu tii varnar að hún reyni að gera vel við kettina en hún hreinlega ráði ekki við að annast svo marga ketti. Ólöf vildi ekki tjá sig um hvers vegna hún geymdi 22 ketti með búslóðinni sinni í gámi við Bílds- höfða. Kettirnir leystir út Sigríður Heiðberg segir að lög- maður Ólafar í fyrra málinu, Inga Björg Hjaltadóttir sem starfar á DP lögmönnum, hafi haft sam- band við sig og tilkynnt sér að hún ætti að afhenda kettina aftur. „Ég sagðist ekki gera það nema gegn greiðslu og þá fór hún að hóta mér einhverju á lögfræðimáli. Ég stóð á mínu og var tilbúin að fara í fangelsi fyrir dýrin ef til þyrfti," segir Sigríður en svo komu lög- regla og heilbrigðisyfirvöld og sömdu við hana um hálfa milljón. „Heildarupphæðin var nú samt hærri," bætir forstöðukonan við. „Niðurstaðan fra þeim var að kettirn ir hefðuháf&pðnógu gott til að geta verið áfram hjmiganda sínum. Meö glænýja kettlinga Nokk- urra daga gamlir kettlingar fylgdu þessu kattarpari úrgáminum. Löggan ekki ánægð með að borga Ingimundur Einarsson, hjá Lögreglunni í Reykjavík, segir að lögreglan hafi farið eftir öllum settum reglum þegar kettimir vom teknir á Njálsgötunni en seinagangur hjá Umhverfisstofn- un hafi valdið kostnaðinum. „Álit U mhverfisstofnunar kom ekki fyrr en mörgum vikum eft- ir að búið var að handsama kett- ina. Við vom ekki par hrifnir af því að sitja uppi með kostnaðinn en það náðist sátt í málinu á milli okkar og Reykjavíkurborgar. Niðurstaðan frá þeim I Ingimundur Einarsson | „Við voru ekki par hrifnir af því | aö sitja uppi með kostnaðinn en I I það náðist sátt i málinu á milli I okkar og Reykjavíkurborgar.“ Gamall og lúinn Kettirnir sýndu ekki mikil viðbrögð þeg- ar blaðamaður skoðaði þá. var að kettirnir hefðu haft það nógu gott til að geta verið áfram hjá eiganda sínum," segir Ingi- mundur og tekur fram að eftir þessa reynslu hafi lögreglan sett sér nýjar verkreglur í slíkum málum. tj@dv.is Köttur úr gámfnum Hann var úfinn og illa farinn þessi þrátt fyrir að hafa fengið bað í Kattholti og nóg að borða. Sigríður Heiðberg „Égsagðiþegarhún fékk kettina afturaö þessa ketti myndi ég aftur sjá og það hefur komið á daginn." ] Karl Karlsson Umhverfisstofnun var lengi | að skila ályktun sinni þegar kettirnir voru ] teknir í fyrra skiptið og það olli þvi að I Reykjavíkurborg og lögregla þurftu að | greiða háa fjárhæð í iausnarfé fyrir kettina. Elín Kristjánsdóttir í Kattholti fékk rúmgafla í hausinn og slæman heilahristing Stúlka slasaðist í blóðugum átökum við gámakettina „Gerir maður ekki allt fyrir þessi blessuð dýr?" spyr Elín Kristjáns- dóttir, starfsmaður Kattholts, sem fékk rúmgafl í höfuðið við björgun katta úr gámi á föstudag. Mikil vinna var að finna kettina sem klór- uðu og bitu aðra starfsmenn, enda hræddir eftir rúman mánuð inni í gáminum. Lögregla, dýralæknir og meindýraeyðir voru einnig á staðn- um. „Aðkoman var hræðileg," segir Elín Kristjánsdóttir um aðstæðurn- ar í gáminum við Bíldshöfða á föstudaginn. „Kettirnir voru auðvitað skft- hræddir enda búnir að vera lokaðir inni í rúman mánuð þannig að það var ekkert grín að ná þeim og lyktin var alveg hræðileg. Gámurinn var stútfullur af húsgögnum og kettirn- ir voru búnir að míga og skíta úti um allt," segir Elín sem aldrei hefur kynnst öðru eins. „Við vorum að færa til lilutina til að reyna að komast að köttunum þegar rúmgaflamir fóru af stað og duttu ofan á hausinn á mér. Ég fór strax upp á spítala og í ljós kom að ég var með slæman heilahristing enda var ég undir eftirliti til klukk- an átta um kvöldið, þegar ég fékk loksins að fara heim," segir Elín um atburðarásina en björgunaraðgerð- irnar hófust um hádegisbilið og Ehn slasaðist um þrjúleytið. Að sögn Sigríðar Ásgeirsdóttur, hjá Dýraverndarsambandi íslands, tók björgun kattanna ahs sex klukkustundir og lfkir hún verki þeirra sem tóku þátt í henni við þrekvirki. „Aðstoðarstúlka slasaðist, hinir björgunarmennirnir voru rifnir og blóðugir því kettirnir vom orðnir að vhlidýrum eftir þessa ómannúð- legu meðferð undanfarna 16 mán- uði," skrifar Sigríður Ásgeirsdóttir á heimasíðu Dýraverndunarsam- bands íslands, dýra- vernd.is. Sigríður Heiðberg, forstöðukona í Kattholti, sagði Elínu hafa mætt til vinnu á mánudag en hún bæri merki þess sem gerðist. „Hún er al- veg hvít í framan f dag, stúlkan," sagði Sigríður í Kattholti. tj@dv.is Elín Kristjánsdóttir„V7ð vor- um að færa til hlutina til að reyna að komast að köttunum þegar rúmgaflarnir fóru afstað og duttu ofan á hausinn á mér.‘ W .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.