Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005 13 f ,-rin nóii ekkiað gefa heruii brjoít b'^f'lhæftiloðala upp dóttursina i 09 hjartaö vmi rífíð úrmér".. mm mhil'/j Áskriftarsími Einar Örn Thor- lacius Sveitarstjóri Reykhólahrepps segir eðlilegt að hjónin borgi útsvartilsín. Slökkviliðið viðbúið hinu versta Mikill viðbúnaður vegna ammoníaksleka Tvö sveitarfélög, sitt hvoru megin við Breiðaijörðinn, deila um rétt til útsvars hjóna sem eiga lögheimili í Flatey. Fjárhagur þeirra mun vera rót deilunnar. Sveitarstjóri Reykhólahrepps vill að Hagstofa íslands úrskurði um málið. Bæjarfélög berjast um útgeröarmann „Þetta er helvítis kjaftæði í bæjar- stjóranum" „Maður er bara farinn að halda að maður sé svona vinsæll,“ seg- ir Baldur Ragnarsson, fyrrverandi útgerðarmaður. Hann er nú orðinn bitbein tveggja byggðarlaga við Breiðafjörð. Sjálfur býr Baldur í Flatey og stundar trilluútgerð. Stykkishólmsbær og Reykhdlahreppur gera tilkall til útsvars Baldurs og konu hans. Hagstofa fs- lands mun innan skamms úr- skurða um hvort Baldur og kona hans Guðrún Marta Ár- sælsdóttir skuli greiða útsvar til Reykhólahrepps eða Stykk- ishólms. Hjónin eru með Iögheimili í Flatey og vilja því borga útsvarið til Reykhólahrepps eins og aðrir eyjar- skeggjar. Þetta vill Óli Jón Gunnars- son, bæjarstjóri í Stykkishólmi, ekki sætta sig við. „Þessi hjón búa í Hólminum, starfa í Hólminum og ættu því að borga gjöldin sín hér,“ segir Óli. Hann kallar lögheimilis- breytingar Baldurs og Guðrúnar leikrit og móðgun við Stykkishólm. Efnaður útgerðarmaður Heimildir DV herma áð gremju bæjarstjórans í Stykkishólmi megi rekja til þess að Baldur Ragnarsson hafl rekið útgerð í Stykkishólmi og efnast nokkuð við það. Bæjarstjór- ann svíður þvf að útsvar Baldurs sé greitt hinum megin við Breiðafjörð- inn, í Reykhólahreppi. Einar Örn Thorlaciu.s sveitar- stjóri Reykhólahrepps, segir að úr því að hjónin séu með lögheimili í Flatey eigi þau samkvæmt venju að borga útsvar til Reykhólahrepps. „Við ætlum því að malda í móinn," segir Einar. Kjaftæði í bæjarstjóranum Sjálfum þykir hjónunum í Flatey lítið til þessarar deilu koma. Þau standa nú í framkvæmdum í Stykk- ishólmi - eru að reisa sér hús á lóð sem þau eiga í bænum. „Hann hlýt- ur að jafna sig á þessu," segir Guð- rún Marta Ársælsdóttir um bæjar- stjórann í Stykkishólmi. „En það hljóta að vera svona mikil verðmæti í okkur hjónunum," bætir hún við. Maður hennar var við veiðar á Breiðaflóa á triflu sinni þegar DV náði tali af honum. „Þetta er helvítis kjaftæði í bæjarstjóranum," sagði Baldur og var heitt í hamsi. „Við borgum okkar gjöld og skatta og erum ekkert að svflcjast um.“ Baldur segir málið einfalt að sínu mati. Þau hjónin búi í Flatey og eigi því að borga til Reykhólahrepps. andri@dv.is Óli Jón Gunnarsson Segirhjónin vera með leikrit og þau móðgi Stykkishólm. Lögreglan leitar bensínstöðvarræningja Vopnað rán í Olís í Hamraborg Vopnað rán var framið í OKs í Hamraborg um sexleytið í gær. Lög- reglan í Kópavogi fékk tilkynningu um að maður hefði komið inn á bensínstöðina vopnaður skrúfjárni og ógnað þar afgreiðslumanni stöðvarinnar. Ekki hggur ljóst fyrir hversu háa upphæð hann hafði upp úr krafsinu en hann hafði á brott með sér handfylh af peningum úr sjóðsvél og hljóp á brott. Hann hvarf sjónum manna í bifreiðageymsl- unni undir Hamraborg, þar sem bensínstöðin er. Ekki er annað vitað um manninn en að hann var klædd- ur úlpu og með hettu dregna yfir höfuð sér. Tveir starfs- menn voru vinnu á stöð- inni en þeir fengu áfalla- hjálp stuttu eftir ránið, samkvæmt ferli sem fer gang við að- stæður sem þessar. Rann sókn stendur yfir og leitar lögreglan mannsins. við „Við vorum tilbúnir fyrir það versta," sagði Birgir Finnsson, sviðs- stjóri útkallssviðs slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins, sem tók á móti Lag- arfossi í Grundartangahöfn rétt fyrir hádegi í gær. Leki kom að gámi um borð í Lagarfossi þegar hann var staddur skammt undan Skotlandi og tóku skipverjar eftir að einn gámurinn var orðinn hélaður að utan og þvf kom strax upp grunur um að um ammon- íaksleka væri að ræða. „Við gáfum okkur góðan tíma í undirbúning og mættum vel áður en skipið kom að bryggju," segir Birgir sem sagði jafnframt að allt samstarf lögreglu, Eimskipa, hafnarmálayfir- valda og annarra sem að málinu komu hefði verið til fyrirmyndar. Skipið kom að landi við Grundartanga vegna hag- stæðrar vindáttar og var bryggjan rýmd meðan á aðgerðinni stóð. Fá laun fyrir áhugamálið Vinnuskóli Reykjavflcur hefur ákveðið að bjóða upp á nýjung. Hún felst í að gefa unglingum kost á vinnu við hæfi í sumar. Þeir 16 ára nemendur skólans sem hafa sýnt framúrskar- andi árangur á sviðum lista, íþrótta eða hvaða menn- ingar sem er fá tækifæri til að sinna hæfileikasviði sínu á launum. Sérstaklega er horft til unglinga sem eiga erfitt með að sækja vinnu vegna stiffa æfinga við áhugamálið. Góðir í dönsku Raufarhafnar- hreppur hefur sent frá sér tilkynningu á vefsíðu sinni um útkomuna úr sam- ræmdu prófunum. I hámæli er að Suður- kjördæmi stóð sig verst. „Af því að fjöl- miðlar hafa að undanförnu verið að bera saman árang- ur í hinum ýmsu náms- greinum eftir landshlutum, má geta þess að t.d. árang- ur í dönsku í Grunnskóla Raufarhafnar var í fyrra yfir meðaltali á Norðurlandi eystra og í ár yfir lands- meðaltali," segi á vef hreppsins og er greint frá nafni dönskukennarans, sem er Páh'na Valsdóttir. Ammoníaksleki Slökkviliðið tók á móti Lagarfossi í gær vegna ammóniakslekn íaámi. „Þegar við vorum komnir inn í gáminn kom í ljós að krani á einum af þremur ammoníakstönkum hafði opnast og þannig lak ammoníakið út.“ Eiturefnakafarar fóru inn í gám- inn í sérstökum hh'fðar- og kulda- göllum og skrúfuðu fyrir kranann. Eftir það var gámurinn skolaður, en ammoníak er uppleysanlegt í vatni. Birgir segir að aðgerðin hafi heppnast í alla staði vel og ekki hafi verið mikil hætta á ferðum. Mánaðaráskrift að DV og 5 eintök af Hér&nú á aðeins kronur » á meðan 5 stk. af Séð og heyrt kosta 1995 krónur.* Hvort er betri díll? við bendum þeim sem hafa ahuga a fólki og brennandi þjóðfélagsmáluin góðfúslega á aö með áskriff að DV fylgir nýja blaðið Hér & nú! Fylgstu með og fáðu dagblað og vikulegt tímarit á aðeins 2.400 kr. á mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.