Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNl2005 Fjölskyldan DV Valgeröur Halldórsdóttir, félagsráögjafi og ritstjóri heimasíöurmar stjuptengsl.is. Hún svarar spurningum lesenda I gegnum netfangiö samband@dvjs. Fyrirburaknús Öll börn hafa þörf fýrirað láta halda á sér. Rannsóknir hafa sýnt að lífslíkur fyrirbura aukast ef haldiö er á þeim og þeim strokið.Nálaegðin við brjóstagjöf er mjög róandi fyrir ungbarn. Þótt flestir foreldrar pela- bama geri sér grein fyrir mikilvægi þess að halda á barninu á meðan þvf er gefinn peli á það ekki við um alla. Þrátt fyrir góðan ásetning freistast margir til að stilla pelanum upp hjá barninu eða þegar það eldist leyfa þvl að sitja sjálfu með pelann og drekka úr honum. Eftirlitslausu bami getur svelgst á og það kafnað. Barni sem fær að hafa pela hjá sér yfir nóttina er Ifka hættara við tannskemmdum. Drukkið úr pela Foreldrar ættu ekki að láta börn sfn drekka sjáifúr pelanum heldur halda á þeim. skilnaðar Allt nema grænar baunir Hvað er best að gera við all- an afgangasmatinn þegar fjöl- skyldan er stór? Þá erum að gera að hreinsa út úr ísskápnum og skella saman bragðgóðum og ódýrum frost- pinnum handa krökkunum í einum grænum. Þetta er allt spuming um ímyndunarafl því það má í rauninni nota hvað sem er svo lengi sem það eru ekki grænar baunir eða eitthvað slíkt. Það getur verið sniðugt að nýta afganga af ávaxtasafa, gosi, kókó- mjólk, safa úr niöursuðudós, búðing, hlaup eða jógúrt og hella því í frostpinnaform. Ef þú ert í skrautlegu skapi má líka alltaf ganga lengra og bæta við súkkulaðispæni, ávaxtabitum eða einhverju þess háttar. Ofbeldi ífjöl- miðlum hefur meiri áhrif en áðurvartalið Ofbeldi í fjölmiðlum, svo sem í sjónvarpsþáttum, tölvu- leikjum eða einhverju sliku get- ur haft áhrif á hegðun bama, tilfinningar og hugmyndir um daglegt llf. Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sýna fram á aukna ofbeldis- hegðun og vanlíðan meðal bama sem horfa mikið á ofbeldi í þessum miðlum. Hver ber ábyrgðina? Nýlegar rannsóknir benda tif þess að börn feitra foreldra séu líklegri til þess að verða of þung en böm foreldra sem em í kjör- tyngd. Ástæðan er einna helst sú að lífsvenjur for- eldranna endur- speglast gjaman í uppeldi bam- anna. Þar sem feitir foreldrar em til dæmis líklegri til þess að hreyfa sig minna að staðaldri en aðrir er gjarnan minna um almenna leiki við börnin sem krefjast mikillar hreyfingar. Auk þessa gefúr það auga leið að matarvenjur foreldr- anna hafa áhrif á daglegt matar- æði bamanna. Ef foreldramir eru til dæmis vanir að borða meira en þörf er á er líklegt að börnin geri slíkt hið sama. Spurningin er því hvort ábyrgðin liggi ekki að miklu leyti hjá for- eldrunum sjálfum en börnunum og má í því samhengi velta fyrir sér hvort að með þessu sé ekki verið að mynda gmnn að offitu- vandamálum framtíðinnar. Blessuðogsæl Valgerður! Tveir mán- uðir em síðan ég skildi við eiginkonu mína til níu ára. Við erum með sameiginlega forsjá 8 og 9 ára bama. Hún fékk fbúðina en borgaði mér út minn hluta. Ég bý sem stendur hjá syst- ur minni og er að leita mér að íbúð. Spurningin er: hvar? Eg vil auðvitað að börnin eigi greiðan aðgang að mér og ég get ekki hugsað mér aö missa þau. Svo langar mig l£ka til að stokka algjörlega upp og flytjast út á land og hefja nýtt líf. Þessi skiln- aður var mjög erfiöur. Komdu sæll! Skilnaður er flestum erfiður, bæði börnum og fullorðnum. Sorgin er fylgifiskur hjúskaparslita, hvort sem viðkomandi óskaði eftir þeim sjálfur eða ekki. Sá sem skilur kveður ekki eingöngu maka sinn heldur líka drauma sína og kunn- uglegt umhverfi og aðstæður. Fyrstu mánuðina eftir skilnað er fólk því oft í miklu ójafnvægi. Ég get skilið það í sjálfu sér að þig langi til að stökkva út á land, gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf, en það er ekki hægt að komast hjá sorginni með því að flýja að- stæður. Flestir eru frá nokkrum mán- uðum upp í tvö til þrjú ár að ná áttum á ný. Gefðu þér tíma til að takast á við sorgina, reiðina, von- brigðin og framtíðina. Hugsaðu málið vandlega. Sorg barna vanmetin Börn upplifa skilnað foreldra sinna sem áfall og missi. Flest óska þess að foreldrar þeirra verði áfram saman. Mikilvægt er því að draga úr áhrifum skilnaðar á börn eins og hægt er. í því sambandi skiptir áreiðanlega miklu fyrir börn þín að þau hafi áfram aðgang að þér, að þau finni að þú elskir þau áfram og hafir áhuga á þeim. Sorg barna er oft vanmetin. Til að lina hana þurfa þau helst, og í flestum tilvikum, að geta umgengist báða foreldra sína óhindrað. Tengsl barna við foreldra sína mótar sjálfsmynd þeirra. Foreldrarnir eru börnunum jafnmikilvægir þótt þeir skilji. Skilnaður vegur að öryggis- kennd barna og skekur grundvöll tilveru þeirra. Því er mikilvægt að foreldrarnir reyni að halda sem flestu óbreyttu í kringum þau, a.m.k. til að byrja með. Erfiðasti tíminn fyrir börnin eru fyrstu tvö árin eftir skilnað. Aðlögun þeirra að skilnaðinum tekur þann tíma - en mun lengur ef ágreiningur er milli foreldra og/eða þeir hverfi úr lífi þeirra. Þið fyrrverandi eiginkona þín ætlið augljóslega að standa sam- eiginlega vörð um hagsmuni barna ykkar og fara sameiginlega með forsjá þeirra. Þá er líklegt að þú sjá- ir eftir því þegar fram í sækir flytj- irðu langt burt frá þeim. Best er auðvitað ef börnin geti áfram búið á sama stað, í sömu íbúðinni, sama hverfinu. Nógu erfitt er að takast á við skilnaðinn sem slíkan þótt þau þurfi ekki að kveðja vini sína og skipta um skóla að auki. Að taka yfirvegaða ákvörð- un Ég held að þú ættir að bíða með að flytjast út á land þar til þið hafið öll jafnað ykkur á áfallinu. Bömin þurfa á þér að halda og verða að geta treyst því að fá stuðning hjá báðum foreldrum sínum, þótt þeir búi ekki lengur saman, sérstaklega á þessu viðkvæma tímabili. Þau hafa líka tilhneigingu til að kenna sér um skilnað foreldra sinna og því mikilvægt að þið foreldrarnir gerið þeim ljóst að svo sé ekki. Ég held að það væri affarasælast að þú kannaðir möguleika á því að fá fbúð í sama hverfi. Það auðveld- ar börnunum alla umgengni og dregur úr missinum sem fylgir skilnaði. Mörg börn, sem eiga frá- skilda foreldra, kvarta undan því að þeim leiðist í umgengni við það foreldri, sem það býr ekki hjá að staðaldri, þar sem þau geta ekki hitt vini sína. Auðvitað má bregð- ast við slíkum umkvörtunum með þvf að bjóða vinunum í heimsókn en enn betra er að foreldrarnir búi í sama skólahverfi. Það sparar líka snúninga. Sátt og samlyndi Hafirðu enn hug á að stokka upp líf þitt og flytja út á land, þeg- ar jafnvægi er komið á hlutina, er hægt að undirbúa þá ákvörðun í sátt og samlyndi við alla viðkom- andi. Börnin þín gætu jafnvel unað sæmilega við þá ákvörðun þegar þau hafa jafnað sig og vita hvemig umgengni og búsetu verður hátt- að. í augnablikinu þurfa þau sér- staklega á þér að halda. Og það á síður að taka stórar ákvarðanir í til- finningalegu uppnámi. Þú ættir heldur að leita þér að tilbreytingu með því að stunda áhugamál þín eða finna þér ný, kynnast nýju fólki og rækta sjálfan þig. Meökveðju, Valgeröui Halldórsdóttir félagsráögjaG. Milli steins og sleggju? Það er óneitanlega mikill þrýst- ingur á fólk í dag að standa sig, bæði á vinnumarkaðnum og heima fyrir. Oftar en ekki lendir einstaklingur í mikilli togstreitu við að reyna að halda jafnvægi á milli tveggja heima; fjölskyldulífsins og vinnu- frama, því ekki er hægt að vera á tveimur stöðum í einu. Flestir íslendingar vinna langan vinnudag og mætti jafnvel halda að það væri rótgróið í íslenskri menningu að vinna myrkranna á milli. Vegna þessa gefst oft ansi skammur tími til að eyða með fjölskyldunni. En hvað er tÚ bragðs? Hvar þarf að draga mörkin þegar viðkemur fórnfýsi gagnvart fjölskyldunni eða höfum við kannski ekkert val? Þegar öllu er á botninn hvolft þurfúm við jú peninga til þess að geta boðið fjöl- skyldumeðlimum upp á gott líf en er það þess virði þegar enginn tími er eftir til að njóta ávaxta erfiðisins? Getur þú án peninganna verið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.