Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005 Fjölskyldan DV Hentugt gæludýr fyrir langþreytta Langar ekki öll börn í gælu- dýr og eru það ekki foreldr- arnir sem sitja yfirleitt uppi með það að þrífa upp eftir dýrin? Ef þetta hljómar kunnuglega þá er „Gupi" svarið fyrir þig. Um er að ræða eins konar hamstur sem hefur alla þá eiginleika sem hamstur hefur upp á að bjóða. Það er að segja allt nema óhreinindi og annars konar vesen því Gupi er í raun og veru hátækniþróað vélmenni. Frekari upplýsingar fyrir langþreytta má finna á gadgets.co.uk. Smíðavellir verða starfræktir á mismunandi timum eftir starfsstöðum í sumar, frá 7. júní til 5. ágúst. Námskeiðin eru ætluð börnum fæddum 1992-1996 og eru undir daglegri stjórn leiðbeinenda. Meðal viðfangsefna barnanna eru kofasmiðar og smíði á ýmiss konar smáhlutum. Kofana geta börnin flutt heim til sin þegar smiðinni er lokið og er kostnaðurinn við flutninginn og skráningargjald 2.500 krónur. Vellirnir eru opnir á virkum dögum frá 9-12 og 13-16. Mæting er frjáls. Laumaðu hollustuuni með... / Oftar en ekki getur veríö erfítt að fákrakkatil ||p| að borða F.f‘ grænmetiö ' sittþvíþaðer sjaldnan efst á óska- listanum. Efforeldrar eru hins vegar orðnir örvæntingar- fullir, þá eru hér nokkur ráð til að bæta úr. Hægt er að dulbúa grænmetið með ýmsum hætti, til dæmis með þvi að fela það undir matnum svo lítið beri á. Svo er alltafhægt að hræra það saman við eggjakökuna. Aukþessa væri sniðugt að bjóða upp á heita grænmetisrétti i kvöldmatinn. En ef engin af ofangreindum ráðlegging- um virkar, má alltaf sleppa fyrir horn með því að snúa sér að bæti- efnum fyrir þá krakka sem fúlsa við grænmetinu. Graenmeti, ekki aukast vinsældirnar. Það er úr nógu að moða í sumar fyrir hressa kxakka og þá sem langar að reyna á sig í smíðum. Þá er um að gera að smella sér á einhvem af þeim þrettán smíðavöllum sem starfræktir em í sum- ar. DV kíkti á smíðavöllinn við Mela- skóla og spjallaði við káta krakka. I Safír Steinn er9áragamall og er að smiða kofa í fyrsta sinn en hann hefur þó smíð- að áður með afa sínum. Hon um finnst rosalega gaman á namskeiðinu og þegar því lýkur ætlar hann að nota Kofann sem hundakofa. Systkinarígtir Þessir kátu piltar Alltfrávöggu krefst lífíð þess af okkuraðviðget- um átt samskipti við aðra.Besti staðurinn fyrir barn tilþessað læra réttan hugs- unarhátt í þessu samhengi er í systkinahópn- um.íþessumlær- dómi gegna for- eldrar lykilhlut- verki og þá skiptir miklu máli hve miklum tíma þau verja með börnum sínum og hve góð samvinnan er þarna á milli. Börn læra afþessari samvinnu (og samskiptum) og beita reynslunni í samskiptum við aðra. Samkeppni getur myndast milli systkina um athygli foreldranna og getur hún verið mjög krefjandi á þolinmæði foreldra. Þá skiptir miklu máli hvernig foreldrar bregð- ast við þessari samkeppni og hvernig tengslin eru á milli barn- anna og foreldranna. Oft vill það verða að foreldrar tengist börnum sínum misnánum böndum. Sem dæmi tengjast feður oft elsta barni sínu nánari böndum en því yngsta. Slíkt getur vissulega kallað fram samkeppni milli systkina, jafnvel fram á fullorðinsár. Enn fremur geta foreldrar kallað fram sam- keppni milli barna meö því að tengja eitthvað i fari barna sinni við eitthvað gott eða slæmt i fari ætt- ingja í fjölskyldunni og þar afleið- andi mótað skoðun þeirra og til- fínningar til barnsins án réttlæting- ar. eru ógnvekjandi þegar þeir munda hamarinn. Borðað fyrir fram- an sjónvarpið Alltofalgeng sjón I Bandarlkjunum. ellefu. Þau eru hálffrönsk og eru á smíðanámskeiði í fyrsta sinn og finnst mjög gaman. Kofinn þeirramun fara upp í sumarbústað að námskeiðinu loknu. Austurbæjarskóli, 8. júni-27. júlí Breiðagerðisskóli, 8. júní-30. júní Breiðholtsskóli, 13. júní-8. júlf Engjaskóli, 4. júlí-28. júlí Foldaskóli, 7. júní-28. júlí Hlíðaskóli, 13. júni-15. júlf Laugarnesskóli, 8. júní-29. júlf Melaskóli, 8. júnf-27. júlí Rimaskóli, 7. júní-30. júnf Sæmundarsel, 11. júlí-22. júlí Seljaskóli, 11. júlf—5. ágúst Tónabær, 4. júlf-29. júlí Sveigjanleiki Um leið og unglingur er kominn í fjölskylduna má búast við miklum breytingum sem nauðsynlegt er að gera ráö fyrir. Kröfur unglingsins um aukið sjálfstæöi getur leitt til togstreitu milli foreldra þegar um er að ræða breytt uppeldi. Aukin sjálfsþekking er mikilvæg í lífi ung- lingsins en til þess að hann fái að njóta sfn og þroskast er nauðsyn- legt að foreldramir veiti honum ákveðið svigrúm og virka því gömlu uppeldisaðferðimar sjaldnast. En það má þó ekki ganga of langt í er lykilatriði þeim efnum því foreldrar mega ekki draga sig til hlés því ef þeir gefa unglingnum algjörlega lausan tauminn er hætta á að það hafi slæmar afleiðingar. Það er því mik- ilvægt að setja skýr mörk en vera á sama tíma sveigjanlegur og stuðn- ingsríkur. Sérstaklega meö tilliti til þess að á unglingsárunum kemur sjálfsmyndin að miklu leiyti frá aöilum utan fjölskyldunnar, svo sem vinum og vandamönnum og því mikilvægt að fjölskyldan haldi sínum sessi í formi öryggis og Unglingar hafa f för með sér breytt samskipti innan fjölskyldunnar. stuðnings. Samkvæmt þessu má því álykta aö aukinn sveigjanleiki sé í ravrn lykillinn að góðum samskipt- um innan fjölskyldunnar á tíma- mótum sem þessum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.