Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Side 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ2005 11 Barist í boccia Hópar aldraðra sýndu bæði leikfimi og dansa á sérstökum íþrótta- og leik- degi Félags áhugafólks um um íþróttir aldraðra - FÁÍA. Atriðin þóttu sérlega fjöl- breytt og falleg. Þessi hátíð- ardagur var haldinn í Aust- urbergi, en á sama tíma fór fram afmælismót í boccia í aðalsal Laugardalshallar. Sigurvegari í boccia-mót- inu varð Reykjanesbær, Norðurbrún hafnaði í öðru sæti og Seltjarnames rak lestina í þriðja sæti. Greint er frá í fréttabréfi FÁÍA. Gömlu húsin rifin Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, lýsir undrun sinni yfir að allir fulltrúar R-list- ans í borgar- stjórn greiði atkvæði með tillögu sem feli í sér að fjög- ur 19. aldar hús og fimm hús frá fýrri hluta 20. aldar verði að öllum líkindum rif- in. Á borgarstjórnarfundin- um á þriðjudag var sam- þykkt með átta atkvæðum gegn einu að vísa málinu til skipulagsráðs. Ólafur vill ekki að málið fari til ráðsins því enginn vilji sé í ráðinu til þess að þyrma húsun- um. Galdrar í fimm ár í gær voru liðin fimm ár frá því að fyrsti áfangi Galdrasýningarinnar á Ströndum var opnaður á Hólmavík. Á þeim tíma hafa yfir 30 þúsund manns heimsótt sýning- una, sem er mun meira en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta sumar fer líka vel af stað en um 40 prósenta aukning er aðsókn frá sama tíma í fyrra. Síðar í sumar mun annar áfangi sýningarinn- ar, Kotbýli kuklarans, verða opnaður í Bjarnarfirði. Týndi töskum Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra komst í hann krappan á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær þeg- ar hún flaug heim eftir annasama fundi í Evrópu- ráðinu í Strassburg. Á heimasíðu sinni segist hún hafa lent í Keflavík rétt fýrir klukkan fjögur eftir milli- flug frá París. Þegar heim var komið skiluðu töskurn- ar sér hins vegar ekki og er Siv því án ferðataska í augnablikinu. „Vonandi koma þær bráðlega í leit- irnar," segir Siv sem fékk þó pönnukökur hjá móður sinni um kvöldið. Tímaritið Frjáls verslun býður heilsiðuviðtöl við starfsfólk fyrirtækja ef keypt er heilsíðuauglýsing i blaðinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að viðtölin séu ekki til sölu, heldur fái viðskiptavinurinn viðtal í kaupbæti við auglýs- inguna. Haraldur Flosi Tryggvason hjá Exton-Kastljósi segir þessi viðtöl dulbúnar auglýsingar. Viðtai í kostar 21 Tímaritið Fijáls verslun hefur orðið uppvíst að því að bjóða við- töl í blaðinu föl til kaups. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að viðtöl séu ekki til sölu hjá blaðinu heldur séu þau boðin viðskiptavinum í kaupbæti fyrir að auglýsa. Komst þetta í hámæli eftir að nokkrum athafnakonum var boðið að koma í viðtal gegn því að kaupa auglýsingar í blaðinu. verslun Tímaritið býður viðskiptavinum upp á heilsíðuviðtal gegn því að keypt sé heilsíðuauglýsing. Heil- síðuauglýsing í Frjálsri verslun kost- ar 219.900 krónur með virðisauka- skatti. 15 til 20 keypt viðtöl í 1. tölublaði þessa árs af Frjálsri verslun er sérrit þar sem fjallað er um ráðstefnur og fundahald. í þessu fýlgiriti eru á bilinu 15-20 heilsíðu- viðtöl við fólk frá ýmsum fyrirtækj- um. Þessi viðtöl eru ekki merkt sér- staklega, en gegnt viðtali á opnu er heilsíðuauglýsing frá viðkomandi fýrirtæki. Þessa tegund auglýsinga- viðtala er að finna í nánast öllum ný- legum tölublöðum af tímaritinu sem flett er upp í. Athygli vekur að þessi viðtöl voru ekki kynnt sem auglýsing heldur eingöngu sem hluti af efni blaðsins. Auglýstu og fengu viðtal Dómhildur Amdís Sigfúsdóttir, forstöðumaður tilraunaeldhúss Osta- og smjörsölunnar er ein þeirra sem komið hefur fram í heilsíðuvið- tali hjá Frjálsri verslun. Hún segir að forsendan fýrir viðtalinu hafi verið að kaupa heilsíðuauglýsingu. Haraldur Flosi Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Exton-Kastljóss ehf. kemur fram í tölublaði og Dómhildur. Hann tekur í sama streng og segir að þarna sé um dulbúnar auglýsingar að ræða. „Það var að vísu búið að semja um þetta rétt áður en ég tók til starfa hjá Exton, en ég samþykkti þessa aug- lýsingu og ákvað að taka þátt í þessu. Að sjálfsögðu er þetta auglýs- ingamennska,“ segir Haraldur Flosi. Seljum ekki viðtöl „Þessu er hagað þannig að við bjóðum einungis í aukablöðunum heilsíðuauglýsingu og viðskiptavin- urinn á þess kost að fá heilsíðuviðtal í kaupbæti í sömu opnu,“ segir Jón G. Hauksson, ristjóri Frjálsrar versl- unar. Aðspurður hvort ekki beri að gera grein fýrir eðli viðtalsins sem kynningar segir Jón að í fram- haldi af umræðu „Þessu er hagað þannig að við bjóðum heilsíðuauglýsingu og viðskiptavinurínn á þess kost að fá heil- síðuviðtal í kaup- bæti." síðustu daga hafi verið tekin ákvörð- un um að merkja þessi viðtöl sér- staklega sem kynningarefni. „Við höfum litið svo á að þetta væri galopið sem greinilegt gagnvart lesendum. Auglýsingin er öðru meg- in á opnunni og viðtalið hinum megin þannig að tengslin ættu í sjálfu sér ekki að vefjast fyrir nein- um,“ bætir Jón við. Hann segir enn- fremur að viðtöl í blaðinu séu ekki seld, heldur sé boðið upp á þau sem kaupbæti við keyptar auglýs- ingar. sigtrygg- ur@dv.is Dóplistamaðurinn Björn Tómas Sigurðs- son dreginn fyrir dóm Stendur við orð sín um leka lögreglumenn Bjöm Tómas Sigurðsson, baráttumaður gegn fíkniefn- um og tengdu böli, fer fýrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna þess að hann birti nöfn tveggja lögreglumanna á vefsíðu sinni dopsalar.tk. Bjöm sagði lögreglumenn- ina tvo leka upplýsingum til glæpamanna. Meiðyrðamálið gegn Bimi verður tekið fyrir klukkan 11.50 og hyggst Bjöm mæta á staðinn. „Ég stend við það sem ég sagði í sambandi við þetta fólk. Ég stend við allt á síðunni," segir Bjöm, sem vakti landsathygli með því að birta nafna- lista á netinu yfir tugi manna sem BjörnTómas Býr i Krummahólum og stýrir samtökum gegn ofbeldi og fíkniefnum. DV-mynd Valli hann sagði dópsala. Bjöm segist hafa fleiri en eina heimild fyrir því að umræddir lögreglumenn hafi lekið upplýsingum. Hins vegar geti hann aðeins nefnt eina heimild; mann- inn sem rændi syni hans og var dæmdur fyrir líflátshót- anir í garð Björns. „Málið er að þegar maðurinn sem lét ræna stráknum var að hóta okkur lífláti sagði ég að ég myndi láta lögregl- una hirða hann. Þá nafn- greindi hann þessa tvo lögreglumenn og sagði að þeir myndu láta hann vita áður en hann yrði böggaður. Þetta VOm hans orð.“ jontrausti@dv.is Opin kerfi biðja Iceland Express afsökunar Ógeðfellt viðskiptasiðferði „Við sættum okkur alls ekki við þær aðferðir sem hann notaði í þessu sambandi," segir Birgir Jónsson, framkvæmdarstjóri Iceland Express. DV greindi í gær frá deilum sem rjttu upp milli Iceland Express og a Gunnarssonar, skipuleggjanda svifdrekamótsins Celtic Cup. Ámi sakaði flugfélagið um að eyðileggja mótið þegar það neitaði að flytja átta svifdreka fýrir velska svifdrekamenn sem æduðu að keppa á mótinu. Ámi vinnur hjá Opnum kerfum og í örvæntingu reyndi hann að notfæra sér aðstöðu sína til að þvinga Iceland Express til að flytja svifdrekana. „Hann hótaði okkur að bæði Opin kerfi og Kögun myndu ekki ferðast með okkur í framtíðinni ef við sæjum ekki um að koma svifdrekunum til landsins," segir Bjami. „Ég skrifaði framkvæmdastjóra Opinna kerfa og fékk afsökunarbeiðni frá þeim fyrir >rnl GunnarsKH., „„.puieiaoandl svlfdrckamóulna Celtlc Cup. seglr að Oi Iceland Kxpress hafl nœr cyöllagt mðtlð af þvt að þaö vlldi ekkl flytja átU. svlfdrekaflugmenn tU lalanda. Blrglr Jónaaon. framkvœmdaatWrl IðlagBlna, Átökvegnasvif- dreka Nú hefur kom- ... , 'ð / Ijós að Árni revndi að ná sínu fram með viðkomandi hótunum. starfsmanns." -------------------- í afsökunarbeiðninni segir að það sé óásættanlegt að starfsmenn skuli beita fýrirtækinu fýrir sig í við- skiptum VÍð aðra. johann@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.