Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 13

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 13
 FREYR 193 Hann var 9. hesturinn í röðinni og hlaut II. verðlaun. 10. í röðinni var Logi í Dalsseli. Hann ber með sér göfuga skapgerð og reiðhests- eðli og hugsa ég að marga menn, sem sáu hann, hafi langað til að eignast hest und- an honum. Það lýtti hann á sýningunni, að hann var í afleggingu. ★ Fremsta af hryssunum setti dómnefndin Jörp Helga Kjartanssonar í Hvammi. Hún er fullar 55 tommur, þrekleg og með rétta fætur. Ég held að flestum sýningargestum hafi þótt réttdæmi að hafa hana fremsta. Má og vel vera, að svo hafi verið, en mikið vantar á um öryggi, að rétt sé dæmt, þeg- ar hrossið er ótamið. Þriðja í röðinni stóð Gusa Guðmundar Bjarnasonar í Túni. Hún er 9 vetra, und- an Kára frá Grímstungu, 55y2 tomma, reist, fögur og fönguleg, og gæðingur mik- ill. Það lýtir hana, að fætur eru ekki réttir og fótaburður á afturfótum náinn. Fimmta í röðinni var Hetja Ámunda Jóns-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.