Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Síða 15

Freyr - 15.06.1948, Síða 15
FRE YR 195 vel og lengi. Hann hlaut á landbúnaðar- sýningunni þá mestu virðingu sem hægt er að veita íslenzkum stóðhesti. Næst verður keppt um Sleipnisbikarinn á Þingvöllum 1950, og er vonandi að keppnin verði þá harðari um bikarinn en á landbúnaðar- sýningunni 1947. ★ Frá því er byrjað var að halda sýningar á búfé, hefir hesturinn verið vinsælasti sýningargripurinn. Þannig mun það einn- ig hafa verið á landssýningunni í Reykja- vlk. En það er eitt sem má ekki endurtaka sig. Hrossin mega ekki koma í svo stórum mæli ótamin. Það er ómögulegt að dæma jafnvel um ótaminn hest og fulltaminn. Þar að auki er tamdi hesturinn miklu betri sýningargripur. Það er ekki hægt að krefjast þess, að fjögurra og fimm vetra gömul hrpss séu mikið tamin, en þau eiga að geta verið það mikið támin, að dæma megi þau með mann á baki. Erlendis þykja reiðsýningar sjálfsögð skemmtiatriði á velflestum búfjársýning- um. Þetta á þeim mun fremur við hjá okkur, þar sem við leggjum aðal áherzlu á að sýna reiðhesta. En þó að við sýndum dráttar- eða kerruhesta á sýningum sem þessari, væri mjög vel til fallið að reyna hestana fyrir þungu æki eða kerru. Ég vona, að þessi sýning hafi örfað eitt- hvað áhugann á hrossakynbótum í land- inu. Það er sannfæring mín, að íslenzki hesturinn verður áfram gagngripur fyrir allan þorra bænda. Hann hlýtur einnig að verða mikið notaður sem sporthestur, bæði í sveitum og bæjum. íslenzki hesturinn er ennþá tiltölulega litið ræktaður, og á landssýningunni virt- ist enginn hestur gallalaus. Þess vegna þurfa allir, sem ala upþ hross að taka höndum saman um að rækta hrossastofn, sem hafi í sem ríkustum mæli ljúfa skap- gerð, fjör, fagurlega byggingu, þol og orku. Hjalti Gestsson, frá Hæli. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Á meðal íslenzkra bændasona gengur það nokkuð upp og niður með áhuga fyrir skólavist við bændaskólana. Fyrir fáum ár- um voru þeir fullskipaðir á hverjum vetri og nokkrir á biðlista. Nú, þegar allir aðrir skólar eru fullskipaðir og fjölda er vísað frá eða settir á biðlista, þá fer því fjarri, að bekkir bændaskólanna séu fullsetnir. Ástæðunnar til þessa fyrirbæris er ef- laust að leita í þjóðlífsstraumhvörfum þeim, sem orðið hafa hin síðustu ár, þeg- ar svo virðist, sem trúin á moldina og mátt hennar fari þverrandi, en fólkið flykkist frá framleiðslugreinum að öðrum atvinnu- vegum. Víst er um það, að ekki getur það verið sjálfra skólanna sök, því að þar eru sömu kennararnir og áður, sömu húsakynni og áður, en batnandi kostur þess útbúnaðar, sem kennslunni tilheyrir. Á Hvanneyri urðu skólastjóraskipti í fyrra. Tók Guðmundur Jónsson við skóla- stjórn, en hann hafði áður stundað þar kennarastarf um tuttugu ára skeið, er Runólfur Sveinsson hvarf þaðan og gerð- ist sandgræðslustjóri. Það markar alltaf þáttaskipti í sögu hvers staðar, er maður kemur og annarr fer. Slík þáttaskipti gerð-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.