Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 22
202
FREYR
Það verður að teljast bæði þarft og gott,
að verkefni þetta er tekið til meðferðar
hér á landi, og má hiklaust gera ráð fyrir,
að það hljóti bæði fylgi og áhuga ungling-
anna ef rétt er á málum haldið. G.
Spurningar og svör
Spurning 13.
Fást núna gamlir árgangar af Búnaðarritinu og þá
hverjir, og hvað kosta þeir? B. B.
Svar:
At' Búnaðarritinu fást: 1., 3.—14., 35.—44. og 48,—60.
árg. Samtals er þetta selt á kr. 45,00, auk burðargjalds.
Spurning 14.
Eru líkur til, að rafgirðingar fáist í r'or? Má nota
þær við straum frá 6 volta rafgeymi? Hvað kostar girð-
ingin án rafgeymis? J. Kr.
Svar:
Samband íslenzkra samvinnufélaga mun geta fullnægt
pöntunum þeim, sem bændur leg'gja inn hjá kaupfélög-
unum, svo framt gjaldeyrisleyfi fást. Venjulegan 6 volta
rafgeymi má nota en annars fylgir tækinu rafhlaða á-
samt 50 einangrunarhnöppum og hliðgormi og jarð-
spjóti.
Straumstillar fást einnig til þess að setja í samband
við venjulegan ljósastraum. Eru þeir viðurkenndir af
rafmagnseftirliti þeirra landa, sem framleiða slíka hluti
til rafgirðinga.
Venjulegur straumstillir, með rafhlöðu og öðru, er
fylgir, mun nú kosta rúmlega 200 krónur.
Laus rafhlaða kostar um 30 krónur.
Spurning 15.
Lifa tré, birki og reynir, við færslu, ef þau eru 8—10
ára gömul? Hvaða aðferð er hentust við færslu? Mega
trén bíða eilthvað frá því þau eru tekin upp og þar
til þau eru sett niður aftur?
Svar:
Það er vandalaust að flytja tré á þessum aldri, en gróð-
ursetning þarf helzt að fara fram strax. Hvernig að
þessu er farið, verður ekki sagt í stuttu máli, en í bók
Hákonar Bjarnasonar, skógræktarstjóra: Leiðbeiningar í
trjárækt, sem fæst hjá bóksölum og kostar aðeins kr. 3,50,
er greinilega sagt hvernig bezt er að haga athöfnum við
flutning og gróðursetningu trjáa.
Spurning 16:
Eyðir útlendi áburðurinn ánamaðkinum úr túnun-
um? J. B.
Svar:
Niðurstöður rannsókna eða aðrar upplýsingar um þau
efni eru ekki kunnar þeim, er bezt skyn bera á jarð-
rækt hérlendis. Fullyrðingar einstaklinga um þau efni
virðast úr lausu lofti gripnar.
Spurning 17:
Eyðir áburðurinn smáranum úr túnunum? J. B.
Svar:
Jurtanæringarefnin, fosfórsýra og kali, eru smáranum
nauðsynleg og þó að þessi efni séu borin á, sem „útlend-
ur áburður“, er það aðeins til bóta og aldrei til saka.
Oðru máli er að gegna með köfnunarefnisáburð. Niður-
stöður tilrauna hafa sýnt, að köfnunarefnisáburður
(saltpétur) er óþarfur eða jafnvel skaðlegur á smára-
ekrur. Það vill svo vel til, að á rótum smárans geta lifað
gerlar (bakteríur) ,sem vinna köfnunarefni úr loftinu, en
sambönd þau, sem gerlarnir mynda, getur smárinn svo
notað til þess að byggja jurtavefi. Um þessi efni vísast
nánar til ritsins: „Belgjurtir" eftir Olaf Jónsson. tilrauna-
stjóra á Akureyri.
Spurning 18:
Er hægt að fá smárafræ keypt sérstaklega, og ef svo er,
hvar þá? J. B.
Svar:
Freyr hefir leitað upplýsinga um hvort smárafræ muni
fáanlegt en árangurinn hefir orðið neikvæður, og mun
því ekki á öðru völ en að bíða til næsta árs.