Freyr - 15.06.1948, Side 23
FREYR
203
H úsmæðraþáttur
Dagar húsflugunnar taldir.
Sumarið er komið, gróandi byrjaður og til margs er að
hlakka í sambandi við það — eftir langan vetur. En
sumrinu fylgja einnig nokkur óþægindi og eitt af því ó-
þægilegasta eru áreiðanlega húsflugurnar. Ekki einungis
oþægilegar, heldur geta þær líka verið beinlínis hættu-
fegar, borið með sér skaðlega sýkla, fyrir utan allan
anann sóðaskap, sem þeim kann að fylgja.
Pluga kemur utan frá haugstæðinu — eða frá enn
verri stað — flýgur beint inn að matborðinu og setzt
t,ar að krásunum, flýgur svo burt og lætur eftir sig
ýmis óhreinindi, sem að vísu eru varla sjáanleg nema
Undir stækkunargleri, eða smásjá. Fátt er ógeðslegra en
að koma að matborði, þar sem flugnasægur er setztur
að á undan gestunum, eða eldhús og búr með veggi sem
eru svartir af flugum.
Plugurnar hafa líka verið til mikilla óþæginda í gripa-
húsum, ekki síst í fjósum, ég hefi séð slíka staði hér
Svarta af flugum. Viðkoman er óskapleg hjá flugun-
um og séu skilyrðin hentug, getur þróunin orðið mjög
hröð. í heitum löndum er talið að ein fluga geti eignast
0 Þúsund milljónir afkvæma á einu ári!
Hér hafa húsmæður lengi staðið varnarlitlar gegn
Ougnaplágunni, fljótvirk meðöl voru varla til gegn
henni. Hreinlæti þarf auðvitað fyrst og fremst, og mikið
matti draga úr plágunni með því að slá flugurnar með
sarnanlögðu pappírsblaði, eða öðru álíka hentugu, eftir
að þær voru setztar að á veggjunum á kvöldin. Þá voru
flugnaveiðarar, límbornir strimlar líka til bóta — en
heldur ógeðslegir í íbúðum. Svo komu „Flit“sprautur,
sem auðvelduðu baráttuna mikið. Var sprautað með
þeim olíukenndum vökva og mátti með því móti drepa
allar flugur innanhúss.
En nú er óskameðalið í baráttunni gegn húsflugunni
fundið og það gengur alstaðar undir nafninu D. D. T.
— sem er skammstöfun á efnasambandi með svo löngu
og erfiðu nafni. að það verður tæplega fram borið.
Það er með öllu skaðlaust mönnum og húsdýrum, en
fyrir skorkvikindi er það svo eitrað, að ef þau aðeins
• snerta það, liggja þau steindauð eftir litla stund. D. D.
T. fæst bæði sem duft og sem lögur. Leginum má sprauta
á gluggarúður og karma —■ og hver fluga sem þar setzt
í Iangan tíma á eftir, er dauðadæmd. Hafi menn duftið,
má taka svo mikið sem legið getur á hnífsoddi og
leggja á tvo þrjá staði í glugga, flugurnar komast fljótt
í snertingu við það — og hrynja niður. Eldhús- búr-
og fjósveggi ætti auðvitað að sprauta með D. D. T.
til að losna við flugurnar þaðan.
Þetta er svo áhrifamikið meðal gegn húsflugunni og
hverskonar öðrum óþrifaskorkvikindum, að það á að
notast á hverju heimili. Þegar svona gott meðal er til,
er það rétt nefndur sóðaskapur að losa sig ekki við hin
hvimleiðu skorkvikindi ómenningarinnar.
— í byrjun ársins 1944 brauzt út mikill taugaveikis-
faraldur í Neapel. Hjá fólkinu þar, sem þá bjó við
ömurleik styrjaldarinnar, gat þetta haft skelfilegar af-
leiðingar —- ekki einungis á Italíu, heldur líka víða
um Evrópu. Þar varð að útrýma smitbera taugaveik-
innar, lúsinni. Flugvélar voru sendar á vettvang hlaðn-
ar D. D. T. Fólk var stöðvað á götunum og D. D. T.
dufti úðað yfir það, og einkum við hálsmál, ermar og
buxnaskálmar. D. D. T. vökva var sprautað á klæðnað
hermanna og alstaðar sem þurfa þótti. Arangurinn varð
betri en vísindamennirnir og læknarnir bjuggust við; á
hálfum mánuði var algerlega tekið fyrir útbreiðslu veik-
innar.
—- Um þetta áhrifamikla meðal gegn flugum og öðr
um skordýrum varðar hverja einustu íslenzka húsmóð-
ur. Hreinlæti er eitt fyrsta skilyrði sem uppfylla þarf,
ef við viljum heita menningarþjóð. D. D. T. er þýð-
ingarmikið hjálparmeðal í þeirri viðleitni.
Ragnar Ásgeirsson.