Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Síða 24

Freyr - 15.06.1948, Síða 24
204 FREYH Sumarveðrátta í febrúar og marz en vetrarveður í maí. Það eru ekki hagkvæm veðráttuskilyrði þeim er jarðyrkju stunda. En svona hefir það verið í þetta sinn og svipað hefir komið fyrir svo oft áður hér á landi. Maí var kaldur, allt of kaldur. Frost um nætur um allt land og kaldir og hryssings- legir vindar úr ýmsum áttum um daga, með snjóéljum svo að ýmist hvítnaði í fjöll eða í byggð niður með köflum. Slík veðrátta er ekki góð um sauðburð, og nýgræðing- urinn á þá örðugt uppdráttar, enda voru tún rétt græn í maílok en gras var tæpast farið að vaxa. En bót í máli að hægt var að vinna að jarðyrkju, því að vetrargadd- urinn hvarf á góunni og klaki hvergi til tafar, svo að vélarnar gátu starfað, þar sem mannafla var á að skipa til þess að fara með þær. Jarðyrkjuvélar búnaðarsamband- anna hafa því verið að störfum, því að all- vel gengur að fá menn til að vinna með þeim, enda eru haldin námsskeið árlega nú, í þeim tilgangi að mennta menn til þessa. Á Hvanneyri var námsskeið í þetta sinn, er hófst um 20. apríl og stóð fram undir hvítasunnu. Á vélanámsskeiði þessu voru 22 nemendur. ★ í síðasta blaði Freys var stuttlega getið um samþykktir frá aðalfundi Búnaðar- sambands Vestfjarða. Var þar eitt og ann- að fleira til meðferðar en þar var frá sagt, og vert væri þó að geta, en hér skal vikið að öðrum þáttum af þessu starfsvæði ís- lenzk búskapar, sem fyrir ýmsra hluta sakir er vert að veita. eftirtekt. Svo er sagt manna á meðal, að útkjálk- ar landsins fari nú í auðn. Þeim sem í þéttbýli búa um Suðurland og víðar, finnst stundum, að Vestfirðir séu eitt allsherjar útkjálkahérað á íslandi. En hvílíkur mis- skilningur. Þar eru að vísu Hornstrandir, sem nú eru komnar í eyði og þar eru Jökulfirðir, sem stefna til auðnar að því er virðist. En er ekki ástæða til þess að spyrja hvort ekki fari þar forgörðum um leið verðmæti lands, nytjar, sem áður hafa gefið góðan arð, bú- endum, sem þar lifðu og störfuðu? Og þó að þetta séu taldir útskæklar þá er þar um aðeins lítinn takka að ræða á því mikla „hreindýrshorni," sem allir Vest- firðir eru. Þess er þá vert að minnast líka, að ein- mitt á þessum slóðum eru bændur á undan öðrum í ýmsum efnum, og má þar meðal annars minna á hirðing heyja, sem tæpast mun annarsstaðar vera svo fullkomin sem þarna, þótt þar blási oft og rigni. Samkvæmt búnaðarskýrslunum frá 1945 voru 32,9% af heyfeng Mýrahrepps í Vest-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.