Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ2005 3 EldPi borgarar á gangi Fátt er meira hressandi en að fá sér göngutúr í regnúðan- um. Þeir sem komnir eru af léttasta skeiði, geta leyft sér þann munað að fá sér góðan göngutúr á meðan við hin erum í brauðstritinu. Þessi mynd var tekin af nokkrum eldri borgur- um á gangi á mótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar fyrripart fimmtudags. Á þessum slóðum er mikil vegavinna í gangi og eins gott að horfa vel í kringum sig áður en gengið er yfir götuna. Spurning dagsins Finnst þér íslendingar vera dónalegir? Bjóðaekki góðan dag „Já mér finnst þeir dóna- legir, þeir bjóða ekki góð- an dag og troðast fram fyrirmann á bílastæðum.' Björg Loftsdóttir, sjúkraliði. „Nei almennt finnstmérþað ekki,þóttþað séu örugglega til dónar inn á milli." Hólmfríður Jónsdóttir, vinnur við aðhlynningu. „Nei mér finnst íslendingar al- mennt ekki vera dónaleg- ir." Guðlaugur Jónsson, ellilífeyrisþegi. „Jáþeirgeta verið dónalegir, til dæmis í um- ferðinni." Snorri Sigurbjörnsson, ræstitæknir. Islendingareru frekirí umferð- inni, en yfirleitt finnstmérþeir kurteisir." Jón Friðrik Jónsson ellilífeyrisþegi. íslendingar hafa gaman af því að bera sig saman við aðrar þjóðir á ýmsum sviðum.Samanburðurinn getur verið á sviði persónuein- kenna s.s.dugnaðar,frekju eða óstundvisi.lslendingar hafa oft miklar skoðanir á persónueinkennum landa sinna, sérstaklega þeir sem dvalið hafa erlendis og kynnstfólki af öðrum þjóðernum. Með brúsa af hárlakki „Ég man ekki alveg eftir þessum tón- leikum. Ég kveiki ekki alveg á per- unni," segir Helgi Bjömsson þegar hann er spurður um þessa tónleika með hljómsveitinni Grafík.Á gömlu myndinni sést Helgi á sviði lö.júní • ■ 1986. Gamla myndin segist hafa gefið út tvær plötur með sveit- inni. „Ég kom inn í sveitina 1983, en þeir höfðu verið starf- andi frá 1980. Þeir höfðu gefið út tvær plötur áður en ég kom og svo gerðum við aðrar tvær á meðan ég var í sveitinni. Andrea Gylfadóttir tók svo við af mér og gafút eina plötu með þeim." Helgi segir að popparar hafi skorið sig úr á þessum tíma. „Maður var oft í sokkabuxum og í hnefaleikaskóm þegar maður var á sviði. Ég kom Ifka oftar en einu sinni fram í pilsi.Allir voru íbúningum. Það fór ekki á milli mála hvenær poppari var á ferð," segir Helgi. Hann segir mikið hafa breyst.J dag sér maður ekki mun á poppurum og fasteignasölum. (gamla daga var svolítið rokk í þessu. Menn voru óhræddir við að vera öðruvísi." Hann segirtískuna líka hafa breyst.„Þetta var svo fyndinn tími á 9. áratugnum. Þá var maður málaður og fór helst ekki út úr húsi nema með einn brúsa af hárlakki í hárinu." Varast ber að rugia saman Málið penmgum og fé. Pen- ingur er áþreifanlegur hlutur, fé er óhlut- bundnara hugtak. Þaðerstaðreynd... ...að golíatfroskurinn (Conraua goliath) er stærsta froskategund í heimi, hann finnst villtur i vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. ÞEIR ERU BRÆÐUR Presturinn & sálfræðingurinn Sigurður Arnarson, prestur Islendinga í Lundúnum, og Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur eru bræður. Sigurður hefur i nógu að snúast I heimsborginni i dag eftir þær hörmungar sem þar hafa dunið yfír. Ei- rikur bróðir hanshefur hins vegar getið sér gott orð fyrir námskeíð gegn flughræðslu. Presturinn og sál- fræðingurinn eru synir hjónanna Bryndisar Péturs- dóttur, leikkonu frá Vattarnesi í Reyðarfírði, og Arnar Eirlkssonar, flugumsjónarmanns frá Akureyri. Salan er hafin! Jóla- og áramótaferðirnar! Bókaðu strax. Vinsælir gististaðir að seljast upp! 17.19.20.21. og 29. desember Vikulegt flug í janúar, febrúar, mars og apríl Vinsælustu gististaðirnir á Kanarí undanfarin ár. Nýleg og endurbætt íbúðahótel sem sameina gæði og góða staðsetningu. Tryggðu þér frábær kjör og bókaðu strax á þínum gististað. Úrvalsfólk 5.000 kr. afsláttur í ferðir 4. og 11. janiíar og 8. og 15. mars, ef gist er á Las Camelias eða Teneguia. Úrvalsfólk - Lengri ferðir: 25. okt. 21 nótt (Brottför frá Akureyrí) 31. okt. 29 nætur 16. nóv. 21 nótt 4. ogll.jan. 21 eða 28 nætur 8. og 15. mars 21 eða 28 nætur Montemar Glæsilegt og vel staðsett íbúðahótel á Ensku ströndinni. Endurnýjað að miklu leyti 2004. Las Camelias Allar íbúðir endurnýjaðar Allra vlnsælasta íslendingahótellð undanfarin ár. Ennþá bctra en áður. Teneguia Vel staðsett og stendur alltaf fyrir sínu. Barbacan Sol Stórglæsilegt og frábærlega staðsett á Ensku ströndinni. Santa Barbara Sívinsælt og vlnalegt. Vista Flor ■ Nýjung Vel staðsett smáhýsi með frábærri aðstöðu i útjaðrí Maspalomas ogí göngufæri við Ensku strðndina. Cay Beach Princess Fallegu smáhýsin í Maspalomas. Cay Beach Meloneras Nýleg og notaleg smáhýsi í Meloneras. Marina Suites - Nýtt Stórglæsilegt íbúðahótel í Puerto Rico. Frábcr staðsetning við smábátahöfnina. Smekklegar íbúðir og frábært útsýni. Gloria Palace Amadores - Nýjung Glæsilegt útsýnishótel i Puerto Rico. Frábær heilsuræktar og spa aðstaða. J J ÍÆÉ V/SA > j Fœrðþú VR orlofsávísu MasierCard 8 Munið fe fenlaámmfQg| Vjy/ ávísunina f^JSSSSSiSSSí®1’ ’ www.urvalutsyn.is ■teswíSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.