Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDACUR 8. JÚLl2005 Fókus S3V Friðrik Þór Friörlksson kvikmyndaleikstjóri lýsti því yfir í gær að hann væri svo blankur að hann veiddi sér í soðið. 1. Föt hjá Hernum Hjálpræðlsherinn er með dúndurmarkað á homl Garðastrætls og Ránargötu. 2. Endurvinnsla á drykkj- arílátum li Sorpa borgar níu krónur fyrir hverja einingu svo hver ferð borgar sig. Ferð í mlð- borglna um helgar get- ur gefið vel af sér. 3. Hárið selt í kollu Frlkkl hefur löngum verlb hárprúður og gætl nælt sér í pen- Inga með því að seija makkann fyrir góðan prfs. 4. Kyngja stoltlnu Það gengur ekkl að ætla að vera flottur á því þegar maður er blankur. Harboe bjór- inn kostar bara 148 krónur og Frlkkl verður að gera sér hann að góðu. 5. Hagkaup á föstudögum Kynnlngarbás í hverju homi og Frikki getur étið sig saddan fyrir alla helgina. HAGKAUEí ***** V 6. Stattstl hjá Clint Eastwood borgar að vísu illa en Frikkl getur dressað sig upp sem Kínverja og stórgrætt. 7. Selja verðlaunagrlplna Frlkki mlsstl að vísu af óskarnum, en hann gæti fengib allt að 800 krónur fyrir Edduverðlaunin. ina o Guðmundur Jónsson er löngu orðinn þekktur hérlendis fyrir skemmtilegar poppsmíðar og lipran gítarleik. Hann hefur verið helsta vítamínsprauta Sálarinnar hans Jóns míns frá því bandið var stofnað árið 1987. Nú hafa aðdáendur hans opnað heimasíðu. Lærði ekki á gítar til að fá aðdáendasíðu Guðmundur hefur verið í sviðs- ljósinu meira og minna frá árinu 1987 þegar Sálin hans Jóns míns var stofnuð. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Guð- mundur marga fjöruna sopið í tón- listinni. Hann hefur spilað með fjölmörgum böndum og var meðal annars með Pétri heitnum Krist- jánssyni í hljómsveitinni Start sem gaf út lagið Seinna meir. Það lag líður tónlistarunnendum seint úr minni. Guðmundur segir að hann hafi ekki verið farið að lengja eftir að- dáendasíðu. „Nei, alls ekki. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég lærði þvergripin á sínum tíma,“ segir Guðmundur. „Það eru nú ósköp blendnar til- finningar," segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari og helsta vítamínsprauta Sálarinnar hans Jóns míns, um hug sinn til aðdá- endasíðu sem hefur verið sett upp honum til heiðurs. Slóðin á síðuna er gummijons.tk. „Ég sá þetta bara á netinu, annars vissi ég ekkert af þessu,“ segir Guðmundur. Söngvarar blómstra í karokímenningu Guðmundur segist taka þessari aðdáendasíðu með stóískri ró. „Ég er hokinn af reynslu." Athygli vekur þó að Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar á sér enga að- dáendasíðu og undrar Guðmundur sig á því. „Á íslandi snýst þetta mjög mikið um söngvara. Þeir eru að blómstra í þessari karókíbylgju sem ríður yfir landið núna. Þannig á það líka að vera. Frontar- amir eiga að fá athyglina eins og í t.d. fótboltanum. Þá eru þaö markaskorararnir sem fá athygl- ina,“ segir Guðmundur. Hann viðurkennir að hann kalli þetta að hluta til yfir sig með því að vera í bransanum og segir það allt gott og blessað ef fólk vill halda úti síðu um hann. „Þetta eru kostir intemetsins, það getur hver sem er skrifað hvað sem er. Það er frábært svo lengi sem fólk er kurteist og ekki hef ég getað kvartað hingað til,“ segir Guð- mundur. Sjálfur heldur Guðmundur úti heimasíðunni gummijons.is þar sem hann tjáir sig um daginn og veginn. „Ég er eitthvað að reyna að skrifa inn á þetta en ég er bara svo lélegur að pikka,“ segir Guð- mundur. Þeir í Sálinni eiga sér líka aðdá- endaklúbb sem kallar sig Gullna liðið en meðlimir þess góða klúbbs em dyggir aðdáendur sveitarinnar sem hafa margir hverjir fylgst með henni frá byrjun. „Hún er ekkert voðalega mikið uppfærð en er samt að gera góða hluti,“ segir Guðmundur. Á blússandi ferð Annars er það að frétta af Guð- mundi og félögum í Sálinni að þeir em nýkomnir frá Akureyri þar sem þeir trylltu norðanmenn í Sjallanum. „Við vorum að lönsa túr. Erum að spila á Nasa í kvöld og Akranesi á morgun þannig að það er nóg að gera hjá okkur,“ seg- ir hinn vinsæli Guðmundur. soli@dv.is Vaskur maöur Guömundur kann aö koma fram og á fjol- marga aödáendur. Addáf Gum 1 -V* Gummi Jórss öísstsSeí! Gummijons.tk Svona lítur síöan hans Gumma Jóns út. EGILL GILLZENEGGER MYNDARLEGIR ÍSLENSKIR GRÍNISTAR?! Ég er mjög oft spurður að því af- hveiju fólk væri aútaf að kalla okk- ur kallanaús frumkvöðla í hinu og þessu. Það er nú ekki flókið aö svara því. Við erum frumkvöölar í hópbloggi, við erum frumkvöölar í því að vera töff, og við erum frum- kvöölar í því að vera einu myndar- legu grínistamir sem nokkum tím- ann hafa verið uppi á klakanum. Við opnuðum þessa blessuðu kallamir.is síöu fyrir ári síðan og eftir þaö hafa sprottið upp á fimmta hundraö bloggsíðna sem allar era hópblogg eins og kallam- ir.is. En þetta era nú samt sem áður lélegar eftirlíkingar af móður- síöunni og allir „dedicated" aðdá- endur kallanna vita það. En frumkvöðlar í því aö vera einu myndarlegu grínistamir á klakanum? Þið viijið væntanlega aö ég útskýri þaö aðeins betur. Nefniö mér einn grinista sem er heltannaður, þvermassaður og elg- fyndinn og er ekki á köllunum.is! Þaö er einfalt, sá maöur er bara ekki til. En ekki misskilja mig samt, það er til hellingur af fyndn- um myndarlegum mönnum, en þeir eru bara að gera eitthvað allt annaö en að vinna við það að vera grínistar. Sem dæmi er hægt aö nefna Gumma Ben í Val og Tryggva Guðmunds í FH. Ef þeir væra ekki að ein- beita sér að boltanum gætu þeir fengið sér sinn eigin skemmtiþátt í sjónvarpi. Gætu t.d. tekiö við af mongólítanum sem stjómar kvöldþættinum á Sirkus.. V Föram aðeins yfir helstu grínista sem ísland á. Sigurjón Kjartansson: Nánast tveir metrar á hæð og 67 kUó. Hefúr aldrei rakaö á sér punginn, er krullaðari en rassgatið á Villa WRX og notar skó númer 47. Hefur aldrei séö Ijósabekk, hvað þá lagst í einn slíkan. En hann er samt helfyndinn. Pétur Jóhann Sigfússon: Lang fyndnasti gæinn af strákunum þremur, algjör andskotans „Sveppi: Er fyndinn, eiv er með krullur og KOLrangstæður. Er samt algjört krútt “ snilling- ur. Hann er rejmdar mynd- arlegur og með hráa kynorku en hann er samt með kúlurass, gleraugu og ekki nema 162 á hæð. Ef hann væri 20 sentimetrum hæm værum við búnir að vígja hann inn í kall- ana.is. Sveppi: Er fýndinn, en er með krullur og KOIArang- stæður. Er samt algjört krútt. En dömurnar vilja ekki krúttin, þær vilja gæjana sem eru hávaxnir, dökkir, massaðir og myndarlegir. Hrár sannleikur. Jón Gnarr: Þetta er mjög liklega myndarlegasti grinistinn á landinu fyrir utan kallana.is. Er alltaf snyrtilegur og er lika með eitthvert lúkk sem ég veit að er að virka á dömumar. En bara það litla smáat- riöi að hann er rauðhæröur, ég verö bara því miöur aö taka þaö með í reikninginn. Er reyndar að minu mati fyndnasti maður íslands. Laddi: Er ekki hægt að segja að hann sé ófríður, en það vantar eitt- Ívað mp á þama. )rn Amason: Hann er fyndinn kallinn, en er offitusjúklingur. Davíð Þón Has-been sem var aldrei sérstaklega fyndinn. Döm- umar era líka ekki að fila „60-kiló- en-kolrangstæður-lúkkið“. Höku- toppur er ekkert að fara að fela vömbina á þér. Þá er töluvert skárra að vera bara feitur. Eggert Þorleifsson: Snillingur en með krullur. Auðunn Blöndal: Var kosinn kynþokkafyllsti maður landsins um daginn. Ég veit ekki alveg meö það. Það sem er töff í dag er að vera metró og Audda veitti ekkert af því að fara í vax svona að með- altali þrisvar í mánuöi. Þessi hár á bringunni vora töff 10. september. Mætti líka alveg hækka hann um svona 16 sentimetra. Heyrði lika einhversstaðar að það væra komn- ir stjömustælar í hann. Menn frá Sauðárkróki eiga ekki að vera með stjömustæla. Tjekkiö bara The Big G. Ekki til stjömustælar á þeim bænum. Steinn Ármann: Fyndinn en feitur. Gunnar í Fóstbræðmm: Hel- fyndinn! Er dyravörður á Olíver og er með uppistand í röðinni allar helgar. En er samt svona 345 kíló- um of þungur. Er reyndar með tagl og það er í því að vera mjög töff. Bjami Töframaður: óífyndinn. Alltaf með sama uppistandið og það tottar. Myndi reyndar ekki flokka hann sem einn af helstu grinistum landsins en ég vildi bara minna á The Big Battle milli hans og Partý- Hanz klukkan 15 á bílaplaninu fyrir utan KissFM, Sætúni 8i á laugar- daginn. Þar mun Bjami Töframað- m- fá það hrátt og ósmurt uppí bíl- skúrinn í JóJó-keppni. Ég erfarinn að skokka, haggi, góður, sœlar. rangstæöur: Þegar bumban nær fram fyrir brjóstkassann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.