Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 40
% r* Y 11 íijj í 0 t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. Q Q rj Q SKAFTAHLÍÐ24,10SREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 7970] SÍMIS505000 5 690710 Tl'í 117 • Skákmeistarinn Bobby Fischer hefur sem kunnugt er fest kaup á íbúð í hjarta miðbæjar Reykja- víkur, á Klapparstígnum. Kaupin gengu ekki auðveldlega fyrir sig enda Bobby Fischer með erfiðari mönnum í umgengni. Eitt af því sem Fischer kvartaði yfir í þeim íbúðum sem hann skoðaði var mikill hávaði úr miðborginni. Honum til halds og trausts í kaupunum var Sæmimdur Páls- son, góðvinur Fischers. Segir sagan að þegar Fischer hafi sem mest kvartað yfir hávaða hafi aðrir hrist hausinn því enginn heyrði lætin af götunni nema meistari Bobby... Aumingja Bretinn! Einkaþjónn Fischers Rekinn af Póstbarnum „Hver er sinnar gæfu smiður,“ segir Heiða Jóhannsdóttir, veitinga- stjóri á Póstbarnum, um brotthvarf einkaþjóns Bobbys Fischer af staðn- um. Um er að ræða breskan „butler", þann eina hér á landi, en hann þjónaði Bobby Fischer þegar hann lagði leið sína á Póstbarinn. Alltaf pantaði Bobby það sama, glóðaðan steinbít. Enski „butler"-inn heitir að sjálf- sögu James og ber ættarnafnið Dav- is-Mann. Hann mun þó ekki vera skyldur tónlistarmanninum Man- fred Mann. Helgi Guðmundsson, eigandi Póstbarsins, neitar því þó alfarið að brottrekstur James Davis-Mann tengdist Bobby Fischer á nokkurn hátt. Síst af öllu vegna þess að Bobby hafi ekki kunnað að meta breska háttvísi James. „Þetta var bara mál á milli okkar James ég lét hann fara,“ segir Helgi sem saknar þess að sjá Bobby Fischer ekki lengur á veitinga- húsi sínu. Upp á síðkastið hefur Bobby Fischer vanið kom- ur sínar á Frakka við Helgi Guðmundsson a Póstbarnum Saknar þess að sjá Bobby Fischer ekkilengurog efast um aö hann fái betri steinbít á Þremur Frökkum. Bobby og Sæmi fyrir utan Þrjá Frakka Tylla sérgjarnan á bekk fyrir utan veitingastaðinn og baða sig f kvöldsólinni eftir góða máitið. veitingastaðinn Þrjá Baldursgötu. Dregur Helgi á Póstbarnum í efa að þar fái Fischer betri steinbít en hjá sér. Bobby Fischer tekur vin sinn Sæmund Páls- son gjaman með sér á Þrjá Frakka og tylla þeir sér út á bekk í kvöldsólinni að loknum máls- verði. Vekja þeir athygli nágranna og jafnvel ferðamanna sem margir hverjir þekkja Fischer í sjón. Eins og sjá má á myndum sem DV birtir af Fischer og Sæma á bekknum fyrir utan Þrjá Frakka er Bobby orðin verulega snyrtilegri nú en þegar hann kom til landsins fyrir skemmstu, fklæddur leðurfrakka og með leðurhúfu í stíl. Ekki náðist í enska „butler“-inn James Davis-Mann þegar eftir því var leitað í gær. Síminn hans var lok- aður. HHMH| Hólmgeir Hólmgeirsson rekstrarfræöingur er lánafulltrúi á viðskiptasviöi Ragáileiðtjr Þéfigilsdóttir viðskiptáfræðipgur er lánafulltrúi á viðskiptásviði Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litiö inn i Lágmúla 6, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.