Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 33
Menning DV f DÝRIN HENNAR OLG Á morgun opnar Olga Berg- mann myndlistarkona sýningu í Suðsuðvestur, sýningarrýminu Suðsuðvestur á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Olga hefur verið afar dugmikil í sýningarhaldi þetta árið. Hún hef- ur á þessum sýningum unnið úr hugmyndum um fútúristískar þró- unarkenningar sem byggja á möguleikum erfðavísindanna, en einnig skoðað hvernig náttúru- gripasöfn til dæmis stilla sýningar- gripum sínum fram í sviðsettu um- hverfi sem hermir eftir náttúrunni. Hún býr til dýrslega skúlptúra sem hafa hið undarlegasta lag og vekja með áhorfandanum spurn. Á sýningunni í Suðsuðvestur eru I Eitt af skríp- unum hennar Olgu í vinnslu. ný verk unnin á þessu ári, hvít dýr í náttúrulegu umhverfi, steingerv- ingar og stutt náttúrulífsmynd. Málverk eftir Gunnellu Samsýning á Skaganum Á morgun verður opnuð sam- sýning tveggja hstamanna í Lista- miðstöðinni á Skaganum. Það eru þær stöllur Gunnella og ljósmynd- arinn Inger Helene Bóasson sem efiia þar til samsýningar á nýjum verkum. Gunnella útskrifaðist frá Mynd- iista- og Handíðaskólanum 1986 og hefur unnið að myndlist síðan. Hún hefúr tekið þátt í fjölmörgum samsýningum innanlands og utan og haldið einkasýningar, sfðast í Ráðhúsi Siglufjarðar sumarið 2004. Myndefni sitt sækir hún í samfélag sveitanna þar sem bóndakonan er í aðalhlutverki við leik og störf. í haust mun bókafor- lagið Salka gefa út sögubók sem unnin er út frá málverkum hennar. Bókina skrifar bandaríski rithöf- undurinn og ljósmyndarinn Bruce McMillan og mun bókin einnig verða gefm út í Bandaríkjunum á komandi hausti. Á sýningunni í Listamiðstöðinni sýnir hún 40 ný olíumálverk. Inger er norsk en er af íslensk- um ættum. Hún starfaði sem ljós- myndari í Drammen í Noregi í ald- arfjórðung. Hún hefur búið og starfað hér á landi síðan haustið 2001. Er þetta hennar áttimda sýn- ing hérlendis. Inger sýnir ljós- myndir sem eru teknar í fjörunni við Granda í vesturbæ Reykjavík- ur. Þar var á árum áður aðal sorp- svæði borgarinnar og leynast þar ennþá ýmsar gersemar fyrir auga ljósmyndarans, svo sem ryðgað jám og lyklar, ýmis leirbrot, dýra- bein, og fleira. Þær stöllur halda báðar úú heimasíðum: Inger er að finna á www.photoihb.com en heimasíða Gunnellu: www.gunneIla.info Listamiðstöðin Kirkjuhvoll er opin alla daga frá kl. 15-18 en lok- að er á mánudögum. Sýningin stendur til 24 júlí. Ritum mennjurtirog dýr Ritfregn Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér tvær nýjar bækur: Á sprekamó - sem er afmæl- isrit tileinkað Helga Hall- grímssyni náttúrufræðingi sjötug- um, og snoturt kver eftir Bjarna E. Guðleifsson sem hefur að geyma safn forvitnilegra greina um ýmis náttúrufræðileg efni. Helgi Hallgrímsson er löngu þjóðkunnur fyrir störf sfn en í af- mælisriti hans, sem er stórt að vöxt- um, leggja um sjötíu einstaklingar hönd á plóg með greinum um marg- vísleg efni. Ritið er tæpar fimm- hundmð síður og ríkulega mynd- skreytt. Leiðbeinandi verð er 6000 krónur. Rit Bjama er í fyrirhugaðri ritröð sem kallast Náttúruskoðarinn. Þetta fyrsta hefti kallast Úr dýraríkinu. Þar tjallar hann um ýmsar lífvemr, ána- maðkinn, kóngulær, maura, fugla, kýr og hunda. Teikningar em efúr Ragnar Kristjánsson. Heftið er 126 blaðsíður og er leiðbeinandi verð 1980 krónur. < >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.