Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JÚU2005 Fréttir DV Um 40 manns létu lífið. Allt að 700 eru slas- aðir. Sorg ríkir í Bretlandi. Hreyfing tengd A1 Kaída hefur lýst verknaðinum á hendur sér og hótar Kaupmannahafnarbúum og íbúum Rómar að þeir verði næstir. íslend- ingar á leið til London sneru við enda skelf- ingarástand í borginni. Tveir Englendingar búsettir í London skelkaðir Fjölskyldan heil á húfi Þau Mel og Preston Rutt eru Englendingar og búa í London. Þau eru hér á landi í heimsókn. Þau voru skelkuð þegar þau fréttu af hörmungunum í heimaborginni. Blaðamaður DV hitti þau rétt áður en þau lögðu af stað í ferð sem átti að enda í Bláa lóninu. „Við höfum haft samband við alla í okkar nán- ustu fjölskyldu og allir eru heilir á húfi,“ sagði Mel rétt á meðan hún tók aug- un af sjónvarpsskjánum þar sem fréttir vom í fullum gangi. Ein sprenging- anna varð nálægt vinnustað þeirra. „Við vinnum við Tavistock-torg. Ein sprengingin varð rétt við skrifstofur okkar." Eva var með kenningu um þá sprengingu. „Ég held að þessi sprengja sem sprakk við Tavistock hafi sprung- ið of snemma. Hún átti örugglega að springa á umferðarmiðstöðinni í Euston. Sú miðstöð er mjög stór og í örskotsfjarlægð frá Tavistock, þangað er innan við tveggja mínútna akstur." Hefði getað dáið „Á leiðinni hingað lenti ég næstum því í um- ferðarslysi og þar hefði ég getað dáið,“ sagði Irek Klonowski sem var á leið til London í gærdag. Hann trúir greinilega á örlögin. „Ef ég færi ekki gæti alveg eins eitthvað gerst í Reykjavík. Þannig að ef eitthvað gerist þá gerist það. Eg get ekkert gert í því.“ Irek á stefnumót í London. „Ég er að fara að hitta Evu, konuna mína. Hún flýgur beint frá Bosníu þar sem hún starfar." Eva kona Ireks var á dögunum tilnefnd til Nóbelsverðlauna fyrir vel unnin störf. Þau felast m.a. í að bera kennsl á fólk sem drepið var í Bosníustríðinu á ámnum 1992 til 1995. Hann er þó ekki viss um að ná að hitta konuna sína. „Ég veit ekki hvernig fer með flugið hennar, ég verð bara að skella mér til London og vona það besta," sagði Irek. Stefan Juuntgen leggur af stað út í óvissuna. Skilur ekki fréttaflutning Stefan Juuntgen er Þjóðveiji sem var á leið til London í gær. Hann vissi ekki við hverju yrði að búast þegar hann kæmi til í London. „Ég veit ekk- ert hvað er í gangi ég skil ekki fréttirnar," sagði Stefan óþreyjufullur. Hann ætlaði ekki að hætta við för sína. „Ég get ekki hætt við núna ég verð bara að sjá hvað gerist." Hann vonaðist hinsvegar til þess að allt færi á besta veg. „Ég vona að ferðin gangi vel. Ég verð þó að fara að drífa mig svo ég missi ekki af rútunni," sagði Stefan í sömu andrá og hann stökk upp í rútuna til Keflavíkur. Irek Klonowski ætlar ekki að storka við örlögunum. Stefán Juuntgen Óvissan nagaði hann í gaer. Mel og Preston Rutt Voru hrædd um fjölskyldu slna. Skelfing Eins og á vlgvelli. Irek Klonowski Er ánægður með að vera á //77.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.