Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ2005 Fréttir DV Anna Kristín er ákafíega klár manneskja og vel til þess fallin að vera dómari í Gettu betur. Hún er ákafíega góður frétta- maður og starfar afheilindum. Hennar helstu gallar eru óskipulag og kannski hversu lítið hún þarfað hafa fyrir hlutunum. Slikt getur komið í bakið á fólki en þó virðist Anna Kristin hafa sloppið við það enda gengur henni frá- bærlega í því sem hún tekur sér fyrir hendur. „Ég myndi segja að hún sé góður vinnufélagi og vandaður fréttamaður. Svo er hún svolitill heimsborg- ari og þess vegna alveg laus við heimóttarskap sem ein- kennirsuma íslenska blaðamenn og stjórnmálamenn. Hún er lika femínisti eins allar konur sem eitt- hvað erspunnið I. Hvað gallana varðarerhún eralin upp við borg- aralega kurteisi en fréttamenn þurfa ekki alltafað vera kurteisir." Hjáímar Sveinsson, samstarfsmaöur önnu Krístínar. „Hún er ofboðslega klár og verður mjög fín sem dóm- ari. Hún veit bara allt á milli himins og jarðar. Hún er ofsalega skemmtileg og þaö er mjög svogott að umgangast hana. Hún er traustur vinur. Við höfum verið vinkonur síðan IMR, i um 20 ár. Efég ætti að segja eitthvað um gallana hennar þá geturhún verið óskipulögð á stundum. Hún hefursvo lltið fyrir hlutunum að þegarhún kemst I ákveönar aðstæður fattar hún ekki að hún þurfi að leggja eitthvað á sig, annars er hún frábær." Hrafnhildur Hagalín Guömundsdóttír, vin- kona önnu Kristínar. „Anna Kristln er klár, rök- föst og skapgóð mann- eskja. Hún ereinnig mjög rökföst. Hún erskapgóð og þægileg I umgengi. Hún er llka hláturmild og hefur flnan húmor fyrir gáfum slnum og ann- arra. Hún er frábær samstarfsmaö- ur og hefur fíotta rödd. Ég heldaö hennar helsti galli sé hversu klár hún er. Við hliðina áhennier mað- ur bara eins og hálfgerð gufa." Krístjdn Sigurjónsson, samstarfsmaöur önnu Kristínar. Anna Krístín Jónsdóttir hefur meistaragráöu í fjölmiðlafræöi frá London School of Economics. Hún er þaulreyndur fréttamaöur og starfaöi meöal annars við gerð Spegilsins. Hún hefur veríð ráöin sem nýr dómarí I spum- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, og einnig hefur hún veríö ráöin verkefnastjóri meistaranáms í blaöa- og fréttamennsku viö Háskóla Islands. Villfriða Breiðafjörð „Friðum Breiðafjörð fyrir náttúrulausum nátt- úrufræðingum," eru loka- orð í bréfi sem Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum skrifaði og hefur sent til allra bæjar- og sveitar- félaga sem land eiga að Breiðafirði. Guðjón er afar óhress með framgöngu náttúrufræðinga sem hann segir vera með ofsóknir á hendur æðarbændum. Guðjón heldur því fram að þær aðferðir náttúrufræð- inga að fylgjast með amar- varpi úr lágflugi hafi skað- að æðarvarp sem og amar- varpið. ■ Læknastöðin í Glæsibæ ætlar að reisa minnsta hús í Reykjavík á lóð fyrir utan húsið. Byggingin verður aðeins 3,8 fermetrar en þar verður alltaf gaman því þar verður geymt hláturgas skurðlæknanna. Læknarnir í Glæsibæ Byggja minnsta hús I Reykjavlk fyrir hlátursgas. _________DV-Mynd Stefán „Hér eru allir glaðir og verða það enn frekar eftir að byggingin rís," segir Fríður Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvar- innar í Glæsibæ. Þar á að reisa hús fyrir glaðloft skurðlæknanna sem stundum er einnig nefnt hláturgas og er ákaflega frískandi fyrir þá sem í komast. Það eru fslenskir aðalverktakar sem ætla að reisa glaðloftshúsið fyrir læknana í Glæsibæ en bygg- ingin verður sú minnsta í Reykja- vík; aðeins 3,8 fermetrar. Öryggið á oddinn „Glaðloftið var geymt hér inn- anhúss en nú er verið að byggja heilsugæslustöð fyrir hverfið hér fyrir ofan okkur og því þurfti að fara með gasið út,“ segir Fríður sem á ekki von á því að reynt verði að brjótast inn í litla húsið og stela hlátursgasinu. öllu verði tryggilega fyrir komið. „Ef ég man rétt þá fékk ég glað- loft þegar ég átti börnin mín. Það var ákaflega skemmtilegt og manni leið vel,“ segir Fríður sem fyrir bragðið þekkir það sem hún fæst við. „Ef ég man rétt þá fékk ég glaðloft þegar ég átti börnin mín. Það var ákaflega skemmtilegt og mannileið vel." Vinsælt í samkvæmum Um tíma var hlátmsgas vinsælt í samkvæmum ríka og fræga fólksins beggja vegna Atlantshafsins. Stóðu þá dunkar með gasi við vínbarina og dældi fólk í sig eins og hægt var. Svo hlógu allir eins og vitleysingar fram undir morgun. Þetta æði gekk þó fljótt yfir en vitað er til að ís- lenskar popphljómsveitir hafi komið ffam undir áhrifum glaðlofts og vart getað leikið sökum hláturs. Miklar framkvæmdir standa yfir í Glæsibæ og er stefna eigenda að gera verslunarmiðstöðina ákjósan- legan kost í samkeppninni við Kringluna með því að bjóða upp á þægilegt umhverfi fyrir þá sem þurfa að versla. Smáleki úr giað- loftsgeymslunni þar fyrir utan myndi ekki gera nema gott fyrir viðskiptavinina þótt Fríður Gests- dóttir sé ekki með meinar áætlanir um að hleypa því inn í aðalbygg- inguna. Heilbrigðisráöuneytið hyggst sameina heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu Enginn hávaði Jón Kristjáns son heilbrigðisráðherra segir að sameiningin verði tilað bæta þjónustu heilsugæslunnar. Ekki sátt um sameiningu „Það voru allir í ráðinu á móti þessu," segir Guðmundur Rúnar Ámason, formaðm fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, um áform heÚbrigðis- ráðuneytisins um að sameina aila heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefrn einnig tekið einarða afstöðu gegn sameiningunni. Því er þverpólitísk samstaða í málinu. Guðmundm segir að bæði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og ríkisstjómin hafi lýst yfir vilja til að færa starfsemi heilsugæslunnar yfir á sveitarfélögin. „Þetta er því skref í þveröfuga átt," segir Guðmundur og telur að sam- einingin verði aðeins til að tefja það ferli. Jafnframt bendir Guðmundm á að Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu hafi fyrir nokkrum mán- uðum lýst yfir andstöðu við samein- inguna. Ráðuneytið gengm því þvert á vilja sveitarfélaganna. Það vekm fmðu þar sem Jón hefm lýst því yfir á þingi að sameiningin yrði ekki látin ganga fram í andstöðu við vilja heimamanna. „Það hefúr ekki verið neinn hávaði um þetta," segir Jón um sameinjnguna sem mun verða um næstu áramót. Hann segist hafa átt fúndi með starfsfólki heilusgæsl- anna og útskýrt markmið samein- ingarinnar fyrir þeim. Hann á ekki von á að menn verði á móti samein- ingunni. „Þetta verður frekar til að auka þjónustu en að minnka hana. í Haftiarfirði verður t.d. bætt við heilsugæslustöð. “ Jón hafnar því jafnframt að sam- einingin muni hafa tefjandi áhrif á fluming heilsugæslunnar til sveitar- félaga. „Nei, ef það kæmi til gengi það í gegn samkvæmt áætlunum." sem þá verður búin til." Guðmundur Rúnar Árnason Formaður fjölskylduráös Hafnar fjarðar segir þverpólitlska sam- stööu vera gegn sameiningunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.