Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. JÚU2005 Fréttir DV Innbrotahrina íVesturbæ Embætti landlæknis hefur gefið út svokallaða lífsskrá. Þar geta langt leiddir sjúkl- ingar skrifað undir eyðublað og ákvarðað hvernig þeir vilja deyja. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir ekki mega rugla þessu saman við líknardráp, verið sé að veita sjúklingum möguleika á mannúðlegum dauðdaga þegar náttúran hefur sagt stopp. Þrír smáafbrotamenn voru handteknir af lögreglu á fimmta tímanum í fyrri- nótt vegna innbrotahrinu. Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af þeim á Hring- braut og kom þá í ljós að þeir höfðu framið auðgun- arbrot. Þeir brutust inn í ís- búð í hverfinu og eru einnig grunaðir um fleiri innbrot sömu nótt og að- faranótt þriðjudags, en þá var brotist inn í lágvöru- verslun og á bensínstöð. Þeir voru látnir gista fanga- geymslur lögreglu. Hluti af þýfi drengjanna fannst í bflnum og vísuðu drengirn- ir á meira þýfi í heimahúsi. Landlæknir leyfir fólki að deyja „Að mínu mati erþetta sið- ferðisieg spurning. Við bræð- urnir tókum þessa ákvörðun því við viijum að móðir okk- arfái virðuiegan dauðdaga." Rannsóknar- þingmaður „Enn eitt upphlaup Helga Hjörvar undir merkjum sannleiksástar fellur um sjálft sig," segir Hjálmar Árnason þing- maður á heimasíðu sinni. Hjálmar býsnast yfir orð- um Helga um að tengsl væru milli húsakaupa Framsóknarflokksins og sölu Búnaðarbankans. Hjálmar segir húsakaup- in hafa átt sér stað fimm árum áður en bankarnir voru seldir. „Þetta er löngu vitað og ef rann- sóknarþingmaðurinn Helgi hefði fylgst með þá ætti honum að vera þetta ljóst því Framsókn hefur haldið til í þessu húsi um langa hríð." Úr bílveltu í veiðiþjófnað Síðasta laugardag var veiðiþjófur gripinn í Búðar- dalsá. Hann hafði verið við veiðar við laxastigann í ánni, en hann er á bann- svæði. „Hann þóttist ekki vita neitt um að þetta væri bannað," segir Kristinn Jónsson, veiðivörður og lögreglumaður í Búðardal. Kristinn var á leið heim úr útkalli eftir bflveltu við Svínadal þegar hann og Jó- hannes Björgvinsson varð- stjóri gripu mann glóð- volgan við veiðar við stig- ann. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum en þessi var ólflct öðrum með veiði- leyfi í öðrum hluta árinn- ar.“ Hann segir þá hafa tal- að við manninn og lofaði hann að gera ekki svona lagað aftur. Ufsskra ''MýU'v veur,, m,ð(„a„, t,«* fjtt vi(j* mmn »ko&u efúr þvi tó u hjúíZ, Vhr»y»log uui tíHara, Vn3 “*»*«> * nýu ca, 6*k» *Kr tö ftU vcfi: n j «nátí( kwm að Landlæknisembættið hefur gefíð út eyðublöð sem hjálpa deyj- andi sjúklingum að ákveða örlög sín. Sjúklingar geta ákveðið að hafna meðferð og deyja án læknismeðferðar. Sigurður Guð- mundsson landlæknir segir að með þessu sé ekki stigið skref í átt að líknardrápum. „Nei, hér á landi flokkast lflcnar- dráp, að hjálpa fólki til að deyja, enn undir manndráp," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Sigurður segir þessi nýju eyðublöð í samræmi við lögin í landinu, sjálfsákvörðun- arrétt sjiiklinga. Ef fólk vilji ekki að því sé haldið á lífi í öndunarvélum eða með lyfjameðferð geti það nú tekið þá ákvörðun áður en ástand þess verður það slæmt að það geti ekki tjáð sig sjálft. Sigurður tekur skýrt fram að ekki megi rugla þessu saman við lflcnar- dráp eins og tíðkast í Hollandi. „Mér finnst ekki hægt að leggja þá byrði á lækni að svipta sjúkling lífi," segir Sigurður. Erfið ákvörðun Með útgáfu lífsskráarinnar er þessi sjálfsákvörðunar- réttur sjúklinga í fyrsta skipti skjalfestur. Það hef- ur hins vegar tíðkast í fjölda ára að aðstand- endur og nákomnir vinir eða ættingjar taki ákvarðanir er varða per- sónulega hagi langt genginna sjúklinga. Einn af þeim sem hefur þurft að taka slflca ákvörðun er Ólafur Haukur Símonarson rit- höfundar. Móðir Ólafs, Elín Friðriksdóttir, greindist fyrir mörgum árum með Alzheimer sjúk- dóminn og tók Ólafur. ásamt bræðrum sínum, þá ákvörð- un að henni skyldi ekki haldið á lífi í öndunarvél eftir að lflcaminn hætti eðlilegri starfsemi. Siðferðisleg spurning „Að mínu mati er þetta siðferðis- leg spurning sem hver og einn þarf að velta fyrir sér. Við bræðurnir tók- um þessa ákvörðun því við viljum að móðir okkar fái virðulegan dauð- • daga," segir Ólafur. Hann segir jafn- framt gott að gefin hafi verið út þessi lífsskrá og eyðublöð svo þetta ferli sé orðið formlegt og skjalfest. Ýmsir sem DV hefur rætt við hafa velt upp fjárhagslegum hliðum kerfisins en mikill kostnaður fylgir því að halda fólki á lífi eftir að líkaminn hefur gef- ist upp. Ólafur segir mörgu hægt að velta upp í þessu sam- hengi. „Ég get a.m.k. sagt að mér myndi ekki lflca það að vera haldið lifandi í önd- unarvél." Villekkií öndunarvél Eyðublöðin fýrir lífsskrána er hægt að nálgast Sigurður Guðmundsson landlæknir „Mér fínnst ekki hægt að leggja þá byrði á lækni að sviþta sjúkling lífí.“ Ólafur Haukur Símaronar- son rithöfundur Við bræðurn- ir tókum þessa ákvörðun þvl við viljum að móðir okkar fái virðu- legan dauðdaga á vef landlæknisembættis- ins. Þar velur sjúklingurinn umboðsmenn sem fara með hans mál þegar endadægrið nálgast. Sigurður Guð- mundsson landlæknir segir jákvætt að þessi mál séu orðin opinber. Umræða sé af hinu góða. Spurður hvað hann sjálfur myndi gera greindist hann með sjúk- dóm eins og alzheimer seg- ist Sigurður ekki vilja vera haldið á lífi þó lflcnardráp kæmi ekki til greina. „Nei, ég myndi vilja fá lflcnandi meðferð í sam- ræmi við lífs- skrá." simon@idv.is Fyrir Héraðsdóm í lögreglufylgd Misheppnuð gönguferð Síbrotamaður í járnum Fyrirtaka var í Héraðsdómi Reykjavflcur í máli Illuga Steinars Frankssonar í dag. Illugi er ákærð- ur fyrir að hafa brotist inn í átta bfla á bflastæði við Freyjugötu þann 17. september á síðasta ári. í fimm skipti er hann talinn hafa brotið rúður án þess að ná verðmætum en úr næstu þremur á hann að hafa náð verðmætum og var þar um að ræða geislaspilara. Búðarþjófnaðir eru einnig tíðir í ákærum en hann er ákærður fýrir þrjá þjófnaði. Illugi kom í fýlgd lög- regluþjóna í héraðsdóm í gær, þar sem hann hafði ekki mætt sem skyldi í fyrirköll. Ekki liggur Sfbrotamaður lllugi Steinar varl lögreglu- fylgd I Héraðsdómi. DV-sviösett mynd. fýrir hver afstaða Illuga er til ákær- anna en aðalmeðferð verður að líkindum í málinu næsta haust. „Það liggur mikið við að standa vörð um þau gildi sem við viljum vernda í frjdlsu vest- rænu samfélagi, segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar." Esjan sigraði öryrkjann ósigrandi „Ég mun sanna fyrir þeim sem geta gengið að ég get gert það sama og þeir," sagði Leifur Leifsson, ung- ur athafnamaður í viðtali við DV í gær, áður en hann ætlaði að leggja leið sína upp á Esju í hjólastól. Síðar um daginn hringdi hann í blaðamann, svekktur. Hann komst ekki upp á Esju í þetta sinn vegna þoku og rigningar. „Maður er ekki alveg nógu sáttur því þetta er eitt- hvað sem maður vill ljúka við sem fyrst," segirhann. Esjuferð, með Leif klífandi í hjólastól, átti að vera hluti heimild- armyndar sem hann vinnur að ásamt fleirum. „Það er nóg framundan hjá mér í tengslum við heimildarmyndina," segir öryrkinn ósigrandi. Sniglamir hafa ákveðið að Leifur Leifsson Komst ekki upp á Esju vegna þoku. Tekur það rólega i kvöld. taka Leif upp á sína arma og munu ferðast með hann í hliðarvagni bif- hjóls. „Það verður heljarinnar gam- an. Ég held að ég taki það bara ró- lega í kvöld. Við förum vonandi eftir viku." segir Leifur. gudmundur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.