Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDACUR 8. JÚU2005 Menning DV Skrípó í Sprengjubyrginu Sprengjubyrgið, sýningarsalur Smekkleysu í kjallara Kjörgarðs, mun á næstu vikum hýsa sýningu á myndasögum. Næsta hefti Grapewines verður tileinkað sýn- ingunni. Þetta tiltæki er samstarfs- verkefni Gisp-hópsins, Smekk- leysu, Grapevines og JPV, sem er nú í fýrsta sinn að snúa sér að mynda- sögunni sem miðli. Mun sýningin standa í tvo mán- uði og verða sýnd verk eftir þá Ólaf J. Engilbertsson, Bjarna Hinriksson, Jóhann L. Torfason, Halldór Bald- ursson, Þórarin Leifsson, Braga Halldórsson og fleiri sem kenndir eru við Gispið. Auk þessa verða sýnd verk eftir Erró, Hallgrím Helgason, Gunnar Karlsson, Gunn- ar Hjálmarsson, Lauru Valentino, Úlf Kolka og Hugleik Dagsson ásamt völdum teiknuðum mynd- um upp úr nýjasta tölublaði Grapevine. Sýningarskrá sýningarinnar er myndasögubók þar sem Grapevine kynnir fyrstu þjóðlegu íslensku of- urhetjuna Lundamanninn. í myndasögubókinni verða einnig myndasögur eftir Hugleik ásamt upplýsingum um tilurð og sögu Gisp-hópsins sem hefur verið nokkuð frekur á pláss í íslenskum myndasögufræðum á kostnað Blek-hópsins. Sama dag kemur út m'unda tölublað þessa árs af tímaritinu The Reykjavík Grapevine. Að þessu sinni eru allar myndir í blaðinu teilcnaðar, en það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert hér- lendis hjá fullorðins vikuriti. Skreyting úr nýju hefti Grapevine. Flipp á föstudegi Hitt húsið hefur staðið fyrir noldCTum starfshópum fyrir ungt fólk það sem af er sumrinu. Hópamir hafa komið fram af ólík- legustu tilefnum og eiga eftir að setja svip sinn á mannfagnaði í borginni það sem eftir er sumars. Svokölluð föstudagsflipp hópanna hafa verið fastir liðir í lífi dagfarsprúðra miðbæjarbúa und- anfamar vilcur og í dag verða hópamir enn á ferðinni frá hádegi ffam á kaffitíma. Meðal atriða í þessari atrennu hópanna að hversdagslífi miðborgarinnar má nefna tónlist og leiklist með meiru. Við veitingastaðina Apótekið og Iðnó ætlar strengjakvartettinn Loki að spila tónlist úr kiassíska kantinum, Bartok og fleiri góða. Milli veitingastaðanna koma þau við og spila á skattinum og fara svo í bókasafn Kópavogs. Þau stefna annars á tónleika eftir vilcu í Listasafni Sigurjóns í Laugames- inu. Við Kaffibrennsluna verður hópurinn Farsælda Frón með út- varpsleflCTÍt: Varaðu þig á vogun- um... Vilborg. Á Lækjartorgi verða tónleikar þar sem fram kemur listahópur- inn Siggi og í Listasafni fslands verða Gestafæti með tónleika kl. 12 sem em helgaðir íslenskum tónskáldum, en hópinn mynda fimmstúlkur. Á götuhomi Lækjargötu og Austurstrætis verður hreyfimynd í gangi og ofar í Bankastræti verður ljósmyndasýning við verslun Hans Petersen. Það er Rockshow í Kvosinni og fönk á Austurvelli og tónlistarhóp- urinn Drýas heldur tónleika í fata- verslun Sævars Karls. Myndlistarhópurinn Hýðið verður með uppákomu á homi Austurstrætis og Pósthússtrætis. Þessir skapandi hópar Hins hússins em tilraunaverkefni og er ætlað að gefa borgarh'linu nýjan svip. Hópamir verða allir virkir áfram og munu taka þátt í menn- ingamótt á fullu tungli í ágúst. Um helgina heldur áfram tónleikahaldi í Skálholti. Hljómeyki flytur sönglög eftir Jórunni Viðar og barokksónatan fær sitt rúm í dagskránni með leik Höllu Stein- unnar og Karls Nyhlin. Jórunn Viðar Sönglög hennar lifa með þjóðinni en nokkur þeirra flyt- ur Hljómeyki þessa helgi ISkálholti. Onnur helgi sumartónleikanna Það er við hæfi að Jómnn Viðar skuli vera staðartónskáld þessa helgina. Hún skipar loks þann heiðurssess sem hún á skilinn fyrir langa og dygga þjónustu í þágu ís- lenskrar tónlistar og á tónleikum Hljómeykis á morgun undir stjórn Árna Harðarssonar verða flutt nokkur sönglög hennar við ljóð Davfðs Stefánssonar, Steins Stein- arr, Einars Benedikts- sonar, Halldórs Laxness og unglingsins í hópn- um, en Sjón á kvæði á dagskránni. Heiðurssess Jómnni hefur verið sýndur margvíslegur heiður á síðustu ámm. Hún var borgarlistamaður og er heiðursverðlauna- hafi tónlistarverðlaun- anna. Ferill hennar hefur verið langur, en hún er af tónlistarfólki komin og stundaði fyrst nám í Tón- listarskólanum á ffumbýl- ingsámm hans, en síðan framhaldsnám í Berlín fyrir strx'ðið og síðan við Juilliard í New York á stríðsárunum. Hún sótti síðan framhalds- menntun til Vínar á árunum 1959 og 1960. Starfsvettvang- ur hennar var kennsla og undirleikur, auk umönnunar fjölskyldu, en tónsmíðar stundaði hún ein fárra kvenna hér á landi um áratugaskeið og var fmmherji í ýmsu. Hún samdi fyrstu ballettana og kvikmyndatónlist sérstaklega fýrir kvikmynd. En það vom sönglög hennar sem nutu mestrar hylli, kunna ekki allir Það á að gefa bömum brauð? Tuttugu og tvær raddir Hljómeyki hefur starfað frá 1974 en er nú skipað 22 röddum. Hópur- inn starfaði fýrstu árin undir stjórn Rutar Hljómeyki við æfingar í Skál- holti í vikunni Magnússon og flutti þá aðallega veraldlega tónlist frá ýmsum löndum. Kórinn kom fram í fyrsta sinn á sumartónleik- um í Skálholti 1986 og hefur síðan lagt megináherslu á flutning nýrrar íslenskrar tónlistar eftir Áskel Más- son, Bára Gríms- dóttur, Elínu Gunn- laugsdóttur, Haf- liða Hallgrímsson, Hildigunni Rúnars- dóttur, Hjálmar H. Ragnarsson, John A. Speight, Jón Leifs, Jón Nordal, Oliver Kentish, Tryggva M. Bald- vinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Þorstein Hauksson. Hljómeyki hefur gefið út fimm geisladiska með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sig- urbjörnsson, Bám Grímsdótmr og tvo með verkum eftir Jón Nordal. Hljómeyki hefur frumflutt um fjör- tíu tónverk, innlend sem erlend. Ásgerður og Nordic Affect Asgerður Júníusdóttir mun syngja einsöng með kómum en undirleikur verður í höndum níu hljóðfæraleikara. Á laugardag og sunriudag verða síðan þau Halla Steinunn fiðluleikari og Karl Nyhlin sem leikur á chitarrone í aðalhlutverki. Þau kalla sig Nordic affect. Á tón- leikum þeirra eru verk samin fyrir hefðarsali Feneyja og fleiri borgir Mið-Evrópu, svokallaðar barrokk- sónötur. A sunnudeginum verður að vanda guðsþjónusta í Skálholti kl. 17 en þar mun Hljómeyki frumflytja nýtt lag eftir önnu Sig- ríði Þorvaldsdóttur við kvæði Ólafs frá Söndum: Heyr þú oss himnum á. Ragna Berlin sýnir verk sín í Reykjavík Bandarískt gallerí verður með sýningar við Klapparstíginn það sem eftir lifir sumars. Forstöðu- maður þess, Scott Laugenour, rek- ur gallerí í Brooklyn í New York, en aðalastöðvar hefur hann í Willi- amsburg í Massachusetts. Hópur listamanna tengist starfsemi hans, þeirra á meðal Tumi Magnússon, en galleríið sitt kallar Scott Gallery Boreas. Hann sýnir víðar, er til dæmis með sýningu f Kína um þessar mundir og opnar á morgun fýrstu sýningu sína af fjórum við Klapparstíginn á Hótel Klöpp. Það er Ragna Berlin sem fýrst sýnir, en hún er arkitekt að mennt en snéri sér síðan að höggmynda- list. Hún segir list sína rannsókn á lífi okkar, hún reyni að átta sig á hvað sé í gangi og bæti þar við því sem henni finnst skorta. Menntun hennar hafi verið karllæg en hún reyni að bæta hinu kvenlega við í verkunum sem er henni eðlislægt. Hún vinnur í margs kyns efrii, með málningu á léreft, plexigler og plast- effii. Hún býr í New York en er fædd og uppalin í Svf- þjóð. Hún hefur dvalið hér áður við vinnu. Hún hefur sýnt áður á vegum Gallery Boreas í Brooklyn og undirbýr nú sýningu í Stokkhólmi. Verk hennar verða kynnt á listamessunni í Köln f haust á vegum Gallery Boreas. Jafnvægi eftir Rögnu Berlin. Birt með góðfús- legu leyfi Gallery Boreas. Sýningaröð í upp- siglingu á Hótel Klöpp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.