Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDACUR 3. SEPTEMBER 2005
Fréttir 0V
Pálmi Stefánsson Skipstjóri
| Páls á Bakka. Biðlar tilþjóf-
anna um að skila tölvunni,
enda nýtist gögnin engum
nema sjómönnum á svæðinu.
Hátt fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið til þess að margar fjölskyldur
af höfuðborgarsvæðinu hafa flutt i friðinn úti á landi. DV ræddi við fólk sem unir
sér vel á Suðurlandi. Þar er stöðug fólksfjölgun.
„Eftir að ég flutti
skildi ég ekkert íþví
afhverju ég hafði
ekki gert það löngu
fyrr."
Vegöxl gaf sig
Lögreglan í Borgarnesi
fékk tilkynningu um að
vörubifreið hefði oltið á
malarvegi í Leirár- og Mela-
sveit í gær. Átti óhappið sér
stað í kringum hádegisbil-
ið. Ástæður veltunnar eru
þær að vegöxl malarvegs
sem vörubifreiðin ók á gaf
sig undan þunga hennar.
ökumaður vörubifreiðar-
innar var einn í bílnum og
slapp ómeiddur. Lögreglan
telur það hafa verið honum
til happs að hann var í bíl-
belti. Einhveijar skemmdir
urðu á bifreiðinni.
Guðmundur með hluta
fjölskyldunnar Guðmund-
ur er einn þeirra sem fann
friðinn á landsbyggðinni.
Þriú innbrot í
•i'
ik
viKunm
í umdæmi lögreglunnar
á Álftanesi, í Garðabæ og
Hafnarfirði hafa 30 öku-
menn verið kærðir vegna
hraðaksturs í vikunni. öku-
maður sem missti vald á
bifreið sinni, og ók á hús
við Reykjavíkurveg í Hafti-
arfirði var fluttur á slysa-
deild til skoðunar. Hann er
grunaður um ölvun við
akstur. Önnur umferðaró-
höpp voru slysalaus en
verulegt eignartjón varð í
nokkrum þeirra. Þá var til-
kynnt um þijú innbrot í
vikunni, brotist var inn í
vinnuskúr í Hafnarfirði og
annan í Garðabæ. Þá var
skiptimynt stolið úr fyrir-
tæki við Lyngás.
Vilia fram-
haldsskóla í
Borgarbyggð
Á fundi bæjarráðs Borg-
arbyggðar í fyrradag var
samþykkt til-
laga um að
skipa vinnu-
hóp sem á
að undirbúa
stofnun
framhalds-
skóla í Borg-
arnesi. Á
fundinn
mætti Run-
ólfur Ágústsson, rektor Við-
skiptaháskólans á Bifröst,
Ágúst Sigurðsson, rektor
Landbúnaðarháskóla ís-
lands og Hörður Helgason,
skólameistari Fjölbrauta-
skóla Vesturlands. f vinnu-
hópnum munu eiga sæti
fulltrúar frá áðurnefndum
skólum auk fulltrúa frá
Borgarbyggð.
Landsbyggðarflótti er ákveðið vandamál. En til er hin hliðin, fólk
sem flýr höfuðborgarsvæðið vegna okurs á fasteignamarkaði og
finnur friðinn í sveitarfélögum í nágrenni þess.
Eftir að fasteignaverð á höfuð-
borgarsvæðinu rauk upp úr öllu
valdi í byrjun árs hefur búferlaflutn-
ingur fólks frá höfuðborginni út á
landsbyggðina aukist talsvert. Fjöldi
fólks hefur ekki fjárhagslegt bol-
magn til að kaupa einbýli, hæð eða
raðhús á því háa verði sem er á fast-
eignamarkaði á höfuðborgarsvæð-
inu og fer því út fyrir borgarmörkin í
fasteignaleit. Þeir sem ekki leita
langt yfir skammt hafa komist að því
að sveitarfélög á Suðurlandi og
Reykjanesi eru góður kostur því þar
er hægt að fá fínasta einbýlishús
með garði og bflskúr á sama verði og
litla íbúð í Reykjavík. Viðmælendur
DV eru hæstánægðir með þessa
ákvörðun og sumir hveijir sækja enn
vinnu í Reykjavík.
Eðlilegt fasteignaverð
Guðbjörg Heimisdóttir, fast-
eignasali á Suðurlandi, segir íbúa-
ijölda hafa hækkað talsvert í Þor-
lákshöfn á síðustu misserum og hún
viti jafnframt um fólk sem kýs að
búa þar og sækja vinnu í Reykjavík.
„Húsnæðisverð er mun lægra hér en
í Reykjavík og ég veit um fjölda fólks
sem hefur selt íbúð sína í Reykjavík
og keypt einbýlishús hér. Það er
hvergi fækkun í íbúafjölda á Suður-
landi, aðeins aukning," segir Guð-
björg og bætir við að það sé einkum
barnafólki sem finnist búseta á Suð-
urlandi fýsilegur kostur. „Einsetinn
grunnskóli hefur mikið að segja auk
þess sem fólki finnst freistandi að
ala upp barn úti á landi frekar en á
höfuðborgarsvæðinu,‘' segir Guð-
björg.
Gamall draumur rætist
„Ég sótti mikið í sveit sem krakki
og heftir alltaf langað til að flytja í
minna byggðarlag úti á landi,“ segir
Þóra Sólveig Guðmundsdóttir, sem
flutti til Þorlákshafnar í byrjun árs.
Hún segir hátt íbúðaverð meginá-
stæðu þess að hún hafi loks látið
gamlan draum rætast, en Þóra sótti
um tíma vinnu til Reykjavíkur, en
fékk svo vinnu við hæfi í Þorláks-
höfn. Hún segist vita um marga sem
keyri daglega á milli svo og fólk sem
hefur í hyggju að flytja frá Reykjavík
á næstunni.
Keyrir á milli
Guðmundur Svavarsson og fjöl-
skylda fluttu um miðjan janúar til
Stokkseyrar, en Guðmundur sækir
daglega vinnu til Reykjavíkur. „Við
erum þrír sem keyrum saman á
morgnana og erum um hálftíma
hvora leið,“ segir Guðmundur og er
mjög sáttur við það fyrirkomulag.
„Við bjuggum í fjögurra herbergja
] Einbýlishús A verði
íbúð í | blokkaríbúðar.
bænum
og langaði að stækka við okkur. Við
sáum ekki fram á að geta keypt á því
verði sem nú er í gangi á höfiiðborg-
arsvæðinu en vildum heldur ekki
fara of langt frá bænum, meðal ann-
ars vegna vinnu."
Stokkseyri sé því góður kostur, en
Guðmundur segir frábært að ala
upp börn á Stokkseyri og því fylgi
miídð öryggi. „Eftir að ég flutti sldldi
ég ekkert í því af hverju ég hafði ekki
gert það löngu fyrr.“
Við stutta eftirgrennslan á fast-
eignamarkaðnum sést að hægt er að
fá einbýlishús í Þorlákshöfn fyrir
rúmlega fimmtán milljónir sem er
minna en borga þarf fyrir blokkarí-
búð í Breiðholti.
svavar@dv.is
Tölvu stolið úr bátnum Páli á Bakka en nýr skjár látinn vera
Skipstjóri biðlar til þjófs að skila bátstölvu
Lögreglan í Bolungarvík fékk til-
kynningu í gærmorgun um að
óprúttnir aðilar hefðu farið inn í
Pál á Bakka, bát sem gerður er út
frá Bolungarvík og stolið þaðan
þriggja ára gamalli tölvu. Talið er
að innbrotið hafi átt sér stað milli
átta og tíu um morguninn. „Á tölv-
unni voru upplýsingar sem nýtast
engum nema okkur sjómönnum,"
segir Pálmi Stefánsson skipstjóri
Páls á Bakka og efast um að hér hafi
sjómaður verið á ferð. Hann segir
þó heppilegt að einhver gagnanna
Hvað liggur á?
hafi verið afrituð á diska en furðar
sig á því að einungis tölvunni hafi
verið stolið. „Meira að segja skjár-
inn er nýrri en tölvan og hann var
látinn vera," segir hann. Pálmi
segir þetta hafa gerst á afar óheppi-
legum tíma og skilur ekki hvað við-
komandi aðilar hafi að gera með
tölvuna sem var eins konar heili
skipsins. „Þetta er mjög óþægilegt
fyrir okkur. Það sem verst er að nú
þarf maður að fara að hugsa aftur.
Tölvan gerði það fyrir mann en
mun væntanlega ekki gera það í
bráð."
Pálmi biðlar til þjófanna um að
skila tölvunni. Málið er í rannsókn
lögreglu og eru þeir sem geta gefið
upplýsingar um mannaferðir við
bátinn eða málið beðnir um að
hafa samband við lögregluna í Bol-
ungarvík.
gudmundur@dv.is
„Það liggur á að skipta um vatn í heita pottinum/'segir Gunnleifur Kjartansson, fyrrverandi
aðstoðaryfirlögregluþjónn.„Ég er að tæma pottinn og svo þarfég að fylla hann aftur. Nú
liggur mér ekki lengur áað komast í vinnuna þar sem ég er hættur. Ég er ekkert fúll yfír að
vera hættur og hefur aldrei liðið betur. Á eftir ætla ég að fara I bæinn og finna einhvern góð-
an veitingastað og bjóða konunni út að borða íkvöld
Páll á Bakka Brotist var inn Iskipið igær-
morgun og gamalli tölvu stolið.