Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Síða 14
74 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Sorg og byssur íraskur shíta-múslimi kveikir hér á kertum og syrgir þá sem létust í troðn- ingnum í Bagdad á mið- vikudaginn. Ástandið er hins vegar eldfimt og á bak- við hann skýtur hermaður viðvörunarskotum. Litlu munaði í gær að shítum og súnní-múslimum lenti saman og þurftu herinn og lögreglan að ganga á milli. Fellibylur í Kína Tæplega sex hundruð þúsund manns voru færðir frá borginni Fozhou í Kína áður en fellibylurinn Talim skall á henni í fyrradag. Bylurinn kom til Kína frá Taiwan þar sem tveir létust vegna hans og tugir slösuð- ust. Húsin rýmd í París Lögreglan beitti valdi í París í gær þegar 150 inn- flytjendum var hent út úr tveimur húsum í 19. hverfl. Tveir eldsvoðar urðu ný- lega í svipuðum húsum. Eldgömlum með engum brunavörnum. Yflrvöld í París hafa því ákveðið að taka sig á í þessum málum og tæma hættulegar bygg- ingar, sem húsnæðislausir hafa hreiðrað sig um í. Engin læknis- hjálp Borgarar reyna að koma særðum félaga sínum undir læknishendur. Ekkertskárra bauðst en að drösla honum I ónýtum Isskáp á milli staða. Ekkert lát er á óhugnarlegum fréttum sem berast frá hörmungasvæðinu í Banda- ríkjunum. Konum er nauðgað og menn myrtir. Lögreglan missir tökin og ógnar friðsömum ferðamönnum. Eldar brenna. Líkin eru alls staðar og fylkisstjóri Lou- isiana talar um ágæti hermanna sem kunna að drepa. gSBJSSii^gggjRs#®!1 7\ H dte~. - . fj Bush ráðalaus Sumirtelja oð ástandið í Bandaríkjunum eigi eftir að eiga sinn hlut í þvi aðþetta tímabil verði það síðasta hjá George W. Bush Bandaríkjaforseta. ■ ~ ' Svo virðist sem ástandið í New Orleans versni með hverjum deg- inum sem líður. Enda eru tugir þúsunda búnir að búa í rústun- um í fimm daga með lítið vatn og nánast engan mat. Borgarstjóri New Orleans, Ray Nagin, var reiður þegar hann talaði við fréttamenn í gær. „Hvar er öll hjálpin? Fólk er að deyja í hrönnum héma,“ sagði hann. Yfirmaður björgunaraðgerðanna í New Orleans var einnig reiður í gær og sagði að hjálparstarfið væri Banda- ríkjunum til skammar. Tíu þúsund látnir Nú þegar fimm dagar em liðnir frá því að fellibylurinn fór yfir er ekki enn vitað hversu margir hafa látist. öldungardeildarþingmaður frá Louisiana, David Vitter, sagði í gær að tala látinna væri rúm tíu þúsund í Louisi- ana-fylki. Enn em um tíu þúsund manns fastir í íþróttahöllinni í New Orleans en þó tókst að bjarga nokkmm þúsundum þaðan í gær. Við ráðstefnuhöllina em einnig um 20 þúsund manns. Þar er ástandið einnig hrika- legt. „Það er fólk af elliheimil- um hérna sem var rifið upp fyrir fimm dögum. Við horfum upp á þetta fólk deyja smám saman," sagði Matt Frei, fréttamaður BBC, £ gær. „Þessir hermenn kunna að skjóta og drepa og það er einmitt það sem égbýstvið." Fylkisstjórinn vill drepa Björgunarsveitir og lögreglu- menn em einnig orðin örvæntinga- full. Japanskir, evrópskir og banda- rískir ferðamenn lýstu því fyrir fréttamönnum í gær hvernig lög- reglumenn skutu í áttina að þeim þegar þeir reyndu að komast burt úr borginni. Nokkur hundruð ferða- manna var á hóteli í borginni, sem var tæmt í morgunsárið og þeim skipað að bíða á gangstéttinni fyrir utan. Þegar ferðamennirnir reyndu síðan að ná sér í far með rútum sem vom þar nálægt skaut lögreglan að þeim og ógnaði. Þá gætir einnig verulegrar tortryggni meðal svartra íbúa borgarinnar gagnvart lögregl- unni, sem er að mestum hluta hvít. Kathleen Blanco fylkisstjóri skýrði í gær frá komu um fimm hundmð sérsveitarmanna til borg- arinnar. „Þeir em vanir átökum. Með hlaðnar M-16 byssur. Þessir hermenn kunna að skjóta og drepa Gamlir í hættu Alicia Schuiz er 94 ára gömui. Hún hafði engan betristað tilað hviia á en farangurskerru fyrir framan hótel i New Orleans á meðan hún beið eftir að séryrði bjarg- að burt frá New Orieans. og það er einmitt það sem ég býst við,“ sagði hún. Bush þorði ekki til New Or- leans Enn á eftir að bjarga um 300 þús- und mánns frá hörmungarsvæðun- um. Trukkar em byrjaðir að færa birgðir til svæðisins. Sömuleiðis flugvélar. Bush Bandaríkjaforseti fór í skoðunarferð um svæðið í gær en hætti sér ekki nálægt New Orleans. Hann viðurkenndi að viðbrögð yfir- valda væm „ekki ásættanleg". haiidor@dv.is Hryðjuverkamaður í London skýrir málstað sinn á myndbandi Fjölskyldufaðir sem vann með fötluðum Gauloisesfrá Frakklandi Frakkar urðu ævareiðir þegar sígarettuframleiðandi Gauloises, Altadis, til- kynnti fyrir skömmu að hætta ætti framleiðslu sígarettanna í Frakklandi. Spánverjar keyptusig nýlega inn í fyrirtækið og ákveðið var að flytja ffamleiðslu hinna frægu, dökku sígaretta til Spánar eftir aldaianga fram- leiðslu í Lille. Þetta finnst Frökkum hneisa. „Ég hef, likt og þúsundir annarra, yfirgefið allt sem ég trúði á. Það sem drífur mig áfram er ekki að finna í þessum efnislega heimi. Trú mín er íslam," sagði Mohammad Sidique Khan, sem stóð að sjálfs- morðsárásinni á Edgware-lestar- stöðinni í Lundúnum 7. júlí. Al- Jazeera fréttastöðin birti myndband af honum að útskýra gjörðir sínar í fyrradag. Þar talaði einnig hægri hönd Osama Bin Laden hjá al-Qa- eda, Ayman al-Zawahiri, og lýsti hann yfir ábyrgð á sprengingunum. „Hetjur dagsins í dag eru sjeik Osama bin Laden, Ayman al-Zawa- hiri, Abu Musab Zarqawi og þeir bræður og systur sem berjast," sagði JQian. „Píslarvotturinn Mohammad Sidique. Einn riddaranna úr hinum blessuðu árásum á Lundúnir," stóð á spólunni sem barst Al-Jazeera. Khan bjó nálægt Leeds í Norður- Ayman al-Zawahiri Næstráðandi ial-Qa- eda. Það hlakkaði í honum þegar hann lýsti yfír ábyrgð á sprengingunum i Lundúnir. Englandi. Var kennari sem vann með fötluðum og ungum innflytj- endabörnum. Hann var einnig giftur og átti unga dóttur. Fjölskylda hans hefur sent fjölskyldum þeirra 55 sem Mohammad Sidique Vargifturog átti unga dóttur. Fjölskylda hans segir hann heilaþveginn. létust í árás hans og félaga hans samúðarkveðjur. Sagði að hann væri heilaþveginn og þetta sýndi ekki hans sanna eðli. Hótaði sjálfsmorði Belgísk móðir klifraði upp á svalir í réttarsal í Namur í Belgíu í gær og hótaði að fremja sjálfs- morð. Konan er móðir hinnar 16 ára gömlu Tiffany Warnotte sem hvarf í ágúst í fyrra. Tiffany fannst í Frakklandi í gær. Þegar Tiffany neitaði síðan að hitta móður sína í gær greip hún til þessa ráðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.