Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Side 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 23 Norðanstúlkan, yngst átta systkina sem alin em upp í Flatey á Skjálfanda. Hún veit vel hve uppeldið í þessari fámennu eyju hefur mótað hana sem mann- eskju. Hún hefur sagt frá því áður og nennir ekld að tala um það núna. Þennan föstudagsmorgun í haust- byrjun em önnur mál mikilvægari. Hún vill heldur tala um fréttina sem hún las á baksíðu Moggans í morgun. Og henni er mikið niður fyrir. Handónýtt réttarkerfi í hennar útvarpi þar sem hún stjómar getur hún sagt það sem hún vúl. Og gerir það. Nær varla andanum þegar hún kemur og sest hjá mér. Kveikir í sígarettu, dregur djúpt and- ann og spyr hvemig það megi vera að Bjarni Armannsson bankastjóri og hans helstu undirsátur geti leikið sér með peninga manna eins og hann gerir. „Hugsaðu þér, hann kaupir hluta- bréf í bankanum fýrir fé sem hann lánar sjálfum sér fyrir þremur mán- uðum og selur á hárréttum tíma. Taktu efdr: á hárréttum tíma og græð- ir tugir milljóna án þess að svo mikið sem dýfa hendi í kalt vatn. Heldur hann að nokkur maður trúi því að hann hafi bara si svona ákveðið að selja akkúrat daginn áður en bréfin lækkuðu? Hvemig geta þessir menn misboðið manni svona aftur og aftur í skjóli peningavaldsins? Og það sem verra er; Mogginn segir frá þessu eins að þetta sé í hæsta máta eðlilegt." Amþrúður urrar af iilsku. Henni er misboðið og það ekki í iýrsta sinn. Hún þekkir það af eigin raun hvemig er að beijast gegn þeim sem telja sig hafa valdið til að misnota það í eigin þágu. Og komast upp með það í skjóh handónýts réttarkerfis sem trekk í trekk bregst þeim sem það á að vemda fyrir óréttlæti og ofríki. Spilling, valdagræðgi og hroki Slagurinn sem hún átti í með manni sínum fýrir nokkmm árum tók sirirí toll. Rústaði hjónabandi hennar, mannorði og fjárhag. Hrakti mann- inn hennar úr landi og setti allt henn- ar líf úr skorðum. Hún segir að aldrei hafi hvarflað að sér að gefast upp. Því hafi hún ákveðið að verða eftir og beijast. Það hefur hún gert og notar hvert tækifæri til að vekja athygli á því hvemig spill- ing, valdgrægði og hroki fær þrifist án þess að nokkur taki í taumana. Amþrúður slakar aðeins á, býður kaffi og segist aðeins ætla að róa sig áður en hún segi meira. „Ekki það, mér er hreint sama hvað þessir inenn segja, ég er ekki hrædd við þá," segir hún með hörku. Hlær svo hvellt eins og henni er einni lagið og hverfur aftur um nokkra ára- tugi þegar sveitastelpan sem hlustaði á útvarpið í gegnum bátabylgjuna f Flatey, kom í bæinn. Og gerði allt vitlaust? „Já, almáttugur, hvað er langt síð- an? Ég var blaut á bak við eyrun, kom- in til að spila handbolta." Þar tókst henni vel upp og þeir sem spiluðu gegn henni á hennar bestu árum, muna kraftinn í öddu Karls. Fátt stöðvaði hana þegar hún braust í gegn eins og jarðýta. „Ég var heppin, kyrintist æðislegum stelpum í Fram sem enn em meðal minna bestu vina,“ segir Amþrúður og minnist með gleði áranna í handboltanum. Úr handbolta í lögregluna Handboltinn var ekki slæm undir- staða í lögegluna en Amþrúður var í hópi þeirra kvenna sem fyrstar gengu í lögregluna. Hún segir það hafa verið hreina tilviljun en hún hafi veðjað um hvort hún þyrði að sækja um. „Auð- vitað varð ég að sanna það og vann veðmálið. Mér fannst það lika ágætt því mig langaði að læra meira en námið í Lögregluskólanum var laun- að í tvö ár og það hentaði mér vel." En starfið í lögreglunni tók líka sinn toll. í miklum bruna við Óðins- götuna í Reykjavík, stóð Amþrúður vaktina þegar hún slasaðist illa á hendi. Band sem lögreglan notaði til að bægja forvitnum áhorfendum frá vafðist utan í hönd hennar. Hún mátti þakka fýrir að halda höndinni. „Ég hef alla tíð síðan verið slæm í hendinni og á erfitt með að vinna ákveðin verk. Mér vom dæmdar bæt- ur sem ég hef ekki enn fengið að fullu „Útvarp er minn mið- ilL Allt hófst það með að ég hitti Sigmar B. Hauksson á götu fyrir tilviljun." greiddar. Mér þætti gaman að vita hver stal þeim peningum af mér," segir hún og útskýrir hvemig það vildi til. „Lögreglumenn vom tryggðir hjá Sjóvá og bætur sem mér vom dæmd- ar vom þá 12 milljónir. Líklega um það bil einbýlishúsaverð á núvirði því ég man að íbúðarverð var þá um sex milljónir. Þegar bætumar vom greiddar út þá hafði ég val um það hvort ég tæki við öllum peningnum og lokaði þar með málinu eða fengi helminginn og héldi máhnu opnu. Ég valdi þann kost og átti inni hjá Sjóvá hinn helm- inginn. Nokkm seinna fór ég út til Noregs í nám. Þegar ég kom heim þá vildi ég ganga frá þessu máh og fá mínar bætur að fullu. En þá var Sjóvá ekki lengur til, heldur höfðu Almenn- ar tryggingar og Sjóvá sameinast og eins og menn vita heita nú Sjóvá-Al- mennar. Þá könnuðust menn ekki við neitt," útskýrir hún og segist ekki eiga von á að hún eigi nokkm sinni eftir að fá þessa peninga. „Jújú, ég reyndi það sem ég gat og fékk lögfræðing í málið, án árangurs. Þeir gátu einhvem veginn þvælt sér hjá því að standa við sitt. Fróðlegt væri að vita hver raunverulega stal þessum sex milljónum af mér. Ég h't svo á að það hafi þeir gert. Kannski að einhver geti svarað því. Ég hef aldrei fengið almennileg svör og finnst það andskoti hart að tryggingarfélög skuli komast upp með að ræna fólki rétt- mætum bótum." Sér ekki eftir neinu Eftir nokkur ár í almennu lögregl- unni í Reykjavík sótti Amþrúður um í RLR, rannsóknarlögreglu ríkisins sem var undanfari Ríkislögreglustjóra. Þar var hún í nokkur ár og þar kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Gísla Pálssyni, sem enn starfar hjá lögregl- unni. „Gísli er mikill sómamaður en það er eins og svo oft gerist, fólk þroskast í burtu frá hvort öðm. Dóttir okkar, Amþrúður Anna, fylgdi mér og ekki löngu seinna fórum við mæðgur til Noregs." Amþrúður segist alltaf hafa haft þá löngun að læra meira og því dreif hún sig út í nám í Blaðamannaháskólann í Osló. „Ég var þá farin að vinna við út- varp og áhugi minn á þessum miðli valdnn. Ég komst inn í skólann og við Amþrúður Anna vorum úti í fimm ár. Það em líklega bestu ár ævi minnar, það var æðislega gott að búa í Noregi og við höfðum það gott. Eftir tveggja ára nám í Blaðamannaskólanum langaði mig að læra meira og fór í há- skólann í Osló í heimspeki og fjöl- miðlafræði. Líklega væri ég þar enn ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun þegar hún þurfti að byrja í skóla að koma heim. Annaðhvort yrði hún Norð- maður eða ég færi heim. Ég valdi síð- ari kostinn og sé heldur ekki neitt eft- ir því. Ég sé ekki eftir neinu," segir hún hlær. Bætir við að hún sé á rétt- um stað. „Útvarp er minn miðill. Allt hófst það með að ég hitti Sigmar B. Hauks- son á götu fyrir tilviljun og hann nefndi það við mig rivort ég vildi vinna með sér að þætti sem hann væri að undirbúa. Eg þurfti ekki að hugsa mig lengi um, minnir að ég hafi bara sagt já strax. Fékk leyfi hjá RLR tímabundið og henti mér fram af brúninni; ekki þeirri síðustu því ég hef aldrei verið hrædd við að takast á við eitthvað nýtt," segir hún kúnin og það er hveiju orði sannara. Það átti hún eftir að reyna oftar. Sjónvarpið beið hennar þegar heim var komið en í Noregi hafði hún verið fréttaritari þess um tíma. Hlaupatík tekin fram yfir Árin hjá Sjónvarpinu vom skemmtileg en erfið. Amþrúður var einstæð móðir og vann 12 tíma vaktir. „Ég sótti þó um fasta stöðu frétta- manns og fékk fimm atkvæði í út- varpsráði en Markús Öm skipaði ungan dreng í stöðuna sem hafði ver- ið hlaupatík fyrir hann í kosningum hér á árum áður. Það var svo bersýni- lega framhjá mér gengið því ég var með langmestu menntunina og reynsluna úr sjónvarpi að ég hætti og fór yfir á fréttastofu Bylgjunnar og sá jafniframt um þáttinn Reykjavík síð- degis." Um svipað leyti kynntist Amþrúð- ur manni sínum, dr. Gunnari Þór Jónssyni, yfirlækni og prófessor. Þau eignuðust síðan soninn Einar Karl árið 1992. „Aðförin að Gunnari hófst þegar við giftum okkur 1989, það var ósköp saklaust til að byrja með en varð síðan eins og snjóbolti sem stöðugt stækkaði. Þetta er ekki ósvip- að því sem hefur verið að gerast í prestsmálinu í Garðasókn, sýnist mér á öllu. 011 árin sem við bjuggum sam- an gátum við stöðugt átt von á ein- hverjum óþverra frá Jóhannesi Gunn- arssyni lækningaforstjóra sem stjóm- aði málinu, ásamt Brynjólfi Mogen- sen sem sóttist mjög eftir stöðu Gunnars og hann situr í núna. Það er svo merkilegt að þrátt fyrir að Gunnar hafi unnið tvö dómsmál fyrir Hæsta- rétti, þá hafa þeir menn sem sannar- lega stóðu að þessu ekki verið dregnir til ábyrgðar, þeir em frekar hækkaðir í tign ef eitthvað er. Það má nefna Jó- hannes Gunnarsson lækningafor- stjóra, Brynjólf Mogensen yfirlækni, Magnús Pétursson forstjóra LSH, Pál Skúlason fyrrv. háskólarektor, Reyni Tómas Geirsson yfirlækni en fyrir dómi við yfirheyrslur sannaðist hversu sekir þeir em. Ráðamönnum þ.e. ráðhenum er greinilega ná- kvæmlega sama og kæra sig kollótta, þótt h'fið sé murkað úr þegnum þessa lands." Gefur pólitíkinni langt nef Pólitíkina hefur Amþrúður ekki látið afskiptalausa. Hún var ung þeg- ar hún var kjörin í bæjarstjóm í Hafn- arfirði fyrir Framsóknarflokkinn. „Ég datt eiginlega óvart inn í bæjarstjóm. Var í öðm sæti á eftir Markúsi heitn- um Einarssyni sem var í því fyrsta.en hann veiktist og ég tók sæti hans. Allt í einu sat ég með einhveijum köllum og talaði um hafiiarmál og eitthvað arinað sem ég hafði þá ekkert vit á,“ segir hún hlæjandi og hristir höfuðið. „Markús náði sem betur fer heilsu og kom aftur og ég sat sem varamaður hans. Ég held að ég hafi ekki afrekað neitt sem verður skrifað á spjöld sög- unnar í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Seinna tók ég sæti á lista í Alþingis- kosningum. Það var árið 1995 og sat Amþrúður á þingi, sem varamaður um tíma fyrir Reykvfldnga. „Það kom strax í ljós að ég fór mín- ar leiðir og kom fram með þingmál sem mér þóttu brýn en það er ekki þar með sagt að forystan hafi verið jafnánægð. Eg þótti ekki láta af stjóm en það er eiginlega skilyrði fyrir því að fólk geti þrifist í stjómmálaflokkum. Menn vom líka snöggir að „afgreiða mig" og þegar ég gaf kost á mér í próf- kjöri framsóknarmanna árið 1999, þá var allt sett í gang til þess að henda mér út og það tókst. Sú ágæta og vel hæfa kona Jónína Bjartniarz var sett í það sæti sem ég hafði verið í. Þar með var ég komin út í kuldann og síðar áttu menn eftir að henda mér út úr miðstjóm flokksins. Þetta var hins vegar blessun í dulargervi, því þá væri ég eflaust ekki að gera það í dag sem ég er að gera og margfalt skemmti- legra en að vera í pólitik," segir hún sigri hrósandi og gefur pólitfkinni langt nef. „Ég hef hins vegar furðað mig margoft á því af hveiju forysta Fram- sóknarflokksins vildi ekki hjálpa mér þegar mál Gunnars kom upp. Aðeins með því að gera starfslokasamning við manninn hefði verið hægt að koma í veg fyrir sögðu menn nei, við yrðum að fara dómstólaleiðina, þó svo að það tæki nokkur ár. Og þegar við vorum búin að vinna fyrra málið í Hæstarétti var sama svarið að finna hjá þessum fé- lögum mínum sem vom ráðherrar og ég hafði þekkt í Flokknum með stór- um staf, allt upp í 35 ár. Ég var komin á aftökulista eins og Gunnar," segir Amþrúður og bætir við að það sé henni ekkert fagnaðarefiri að rifja þessi mál upp. Hún segir að bót í máli hafi verið að síðar hafi þau unnið annað mál fyrir Hæstarétti sem sannaði að málið var skipulögð rógsherferð til þess að koma Gunnari úr starfi. „Þetta sann- aði að það hefði verið betra að ljúka þessu máli mörgum árum fyrr eins og ég bað um. Það heíúr ekki enn verið gerður starfslokasamingur við Gunn- ar. Yfirvöld virtu ekki dómsniðurstöð- ur og sýnir það best hvemig er hægt að taka fólk af lífi hér á landi, þó svo að það sé með unnin dómsmál." Hin fjögur fræknu Burt úr pólitíkinni og óréttlætinu að Útvarpi Sögu. Þar byijaði Amþrúð- ur fyrir þremur árum og síðan átti það eftitr að vinda uppá sig, því hún var með þætti á Bylgjunni á sunnudags- morgnum að auki. Norðurljósamenn sáu ekki hagnað í Útvarpi Sögu til lengdar og þá hófst sá kafli í lífi Am- þrúður sem enn stendur yfir. „Þannig vildi það til að við fjór- menningamir frægu ákváðum að halda áfram rekstri Sögu og þá sem eigendur. Það var húns vegar meira ballið og á einu ári kom í ljós að við vorum ekkert að stjóma þama og vor- um hvert sem annað í því ábyrgðar- leysi. Menn vom famir að sýna stöð- inni áhuga og meðal annars Jónína Ben og Jón Gerald Sullenberger sem gerðu tilboð í stöðina en það var svo lágt að ekki kom til greina að taka því. Við höfðum að því ógleymdu rök- studdan grun um að þau hygðust nota stöðina til þess að m'ðast nógu mikið á þeim Baugsfegðum, eins og dæmin sanna. Málin atvikuðust þannig að ég keypti Ingva Hrafn út og greiddi hon- um þijár milljónir og síðan keypti ég hluta af bréfum Sigurðar og Hallgrims og greiddi þeim sitt hvora milljónina fyrir." Allt í háaloft „Vissulega gekk mikið á. Ég var orðin 67% eigandi og það er eins og menn hafi ekki áttað sig á því að nú réð ég því sem ég ráða vildi en ekki Ingvi Hrafn. Ég tók við mjög þungu búi og reyndar þyngra en ég átti von á, það þýddi að ég varð að hagræða gríðarlega í rekstri og losa mig við menn sem vom alls ekki að skila sínu. Sigurður og Hallgrímur lögðu hart að mér að ég færi í samstarf við Norður- ljós aftur en það hafði vissulega verið rætt en mér fannst það ekki hagstætt þegar málið var skoðað frá öllum hliðum. Þá lögðu þeir grunninn að því að stofna Talstöðina og í dag kalla þeir mig líkið sem hangir uppi og það sé ekki hægt að grafa mig, þar sem svo mikið frost sé í jörðu. En þeir gleyma bara einu; ég geng aftur ef útí það er farið," segir hún og það ískrar í henni. Amþrúður er ekki þannig innrétt- uð að hún láti segja sér fyrir verkum. Hún er ekki lirædd við að tala hreint út og bjóða ráðamönnum birginn. Útvarp Saga er hennar líf, og hún seg- ist engan tíma hafa til að velta fyrir sér hvað öðrum finnist. „Við erum í sókn en í síðasta mán- uði vom heimsóknir inn á vefinn okk- ar yfir 300 þúsund. Það er met. Við finnum það líka á viðbrögðum hlust- enda hvort við erum á réttri leið. Þau ég fæ ekki styrki hér og þar úr þessum og hinum sjóðum. Veit ekki hvað það er," segir hún ákveðin. Það er skemmtileg tilviljun að Út- varp Saga er einmitt eins árs í dag, 3. september, í hennar eigu. Og á þessu eina ári hefur margt áunnist og mikill viðsnúningur orðið til hins betra í rekstrinum. „Ég er búin að setja upp senda á Akureyri og Suðurlandi og það er mikill áfangi ásamt því að bæta inn svotítið af sixtees-tónlist. Ég verð hins vegar að vera vakin og sofin því í svona litlu sprotafyrirtæki vantar endalaust lausafé og irndir hælinn lagt hversu hratt er hægt að greiða latinin. Hér starfa algjörir öðlingar og fólk sem stendur þétt að baki mér. Dagskráin hefúr aldrei verið betri og fjölbreyttari. Við sendum út 10 tírna beint á dag og erum svo með endur- flutning á kvöldin og nóttunni en í fyrra sendum við aðeins 5 tíma beint á dag. Framtíðin er björt og ég horfi glöð fram á veginn." „Ég þótti ekki láta af stjórn en það er eigin- lega skilyrði fyrirþví að fólk geti þrifist í stjórnmálaflokkum." Ekki hrædd við neinn Amþrúður fæddist sannarlega ekki með silfurskeið í munni og hefur unnið fýrir sínu. Hefur reynt sitt Utið af hveiju. Hún gefur Utið fýrir réttar- kerfið, segist raunar hafa misst allt álit á því eftir að hafa staðið með manni sínum Gunnari Þór Jónssyni í mál- aferlum við Háskóla íslands. „Það er allt með sama brag. Það sýnir sig hvemig farið er með Baugsmenn núna. Þeir hafa lýst því yfir að þeir trúi á réttláta dómsmeðferð og verði hreinsaðir af öllum áburði. Við skul- um vona að svo verði. En mér finnst skelfilegt hvemig hægt er að taka menn markvist af tí'fi; aðeins vegna þess að mönnum í æðstu stöðum er illa við þá. Og með spila undirsátum- ar; fara langt út fýrir sitt valdsvið. En almenningur stendur með þeim. Menn vita nefnilega hvemig í pottinn er búið," segir hún örg og pirruð og bendir á að það sama sé að gerast í prestmálinu í Garðabæ. Þar sé verið að ffernja mannorðsmorð. Það byrj- aði lfka með því að einhverjum var illa við einhvern. „Mér finnst þetta óhuggulegt hvemig hægt er að taka menn svona af lífi. Ég þekki vinnubrögðin og ég mun og ætla mér að fjalla um í mínu útvarpi þegar ég verð vör við svona misbeitingu og órétt," segir Amþrúð- ur ákveðin. í þrjú ár hefur hún verið upp á hvem dagmeðSöguí kollinum og fátt annað komist að. „Veistu, ég geri ekk- ert annað. Þegar ég kem heim á kvöldin þá langar mig ekki að fara eitt né neitt. Ég gæti það heldur ekki þótt ég vildi. En ég gefst ekki upp og skal halda áfram að byggja upp þetta eina óháða útvarp á landinu. Okkar hlut- verk er að veita aðhald; menn verða að vita að öllu sem þeir leyfa sér að gera er ekki tekið þegjandi. Ó, nei, ég held áfram að viðra mínar skoðanir og benda á misbeitingu, spillingu og óréttlæti sem viðgengst hér. Ég er ekki hrædd við þessa skratta og er tilbúin að mæta þeim hvar og hvenær sem er. Á bak við mig standa hlustendur Útvarps Sögu. Ég hef ekkert að ótt- ast," segir útvarpsstjórinn sem kallar ekki allt ömmu sína. bergljót@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.