Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Helgarblað UV Námsfús lítil hnáta „Ég væri auðvitað til í að vera meira með dóttur minni, henni Kolfinnu Ýr sem er 4 ára. En þetta er bara eins og það er. Það er alltaf erfltt að kveðja barnið sitt á mánu- dagsmorgni," segir Úlfar Hauksson háskólakennari og helgarpabbi. „Armars er þetta voða frjálslegt hjá mér og barnsmóður minni og er Kolfinna því stundum hjá mér í miðri viku. Við hittumst alltaf þegar tækifæri gefst." Heiisar alltaf Jóni Sigurðssyni Þar sem Úlfar og Kolfinna hitt- ast ekki oft reyna þau alltaf að gera eitthvað sniðugt saman til þess að nýta tímann. „Við lesum heilmikið og segjum hvort öðru sögur. Hún segir mér oft sögur af leikskólanum og er svo sannarlega búin að kenna mér mikið í þeim efnum,“ segir Úlfar og hlær. „Svo förum við oft að skoða endurnar á Tjörninni til að gefa þeim brauðmola. Það er fastur liður. Þegar við röltum um miðbæ- inn heilsar Kolfinna alltaf Jóni Sig- urðssyni. í fyrstu skildi hún ekkert hvað þessi karl væri að gera þarna en ég bætti úr því. Núna er hún með þetta allt á hreinu." „Þegar við röltum um miðbæinn heilsar Kol- finna alltafJóni Sig- urðssyni. ífyrstu skildi hún ekkert hvað þessi karl væri að gera þarna en ég bætti úr því," segir Úlfar. Sér heiminn með öðrum augum Úlfar kennir stjórnmálafræði við Háskóla íslands á veturna en á sumrin starfar hann sem vélstjóri á togaranum Kaldbak. „Kolfinna og ég kíkjum oft niður á höfn til þess að skoða skipin. Henni finnst svo spennandi að pabbi sinn sé á sjó og vill vita allt um skipin. Hún er rosa- lega dugleg að læra og er líka búin að kenna mér heilmikið. Að sjá hvernig hún upplifir heiminn í kringum sig minnir mig á hvernig það var að vera lítill. Það er yndis- legt að sjá barnið sitt vaxa og dafna og ég myndi alls ekki vilja missa af þessu," tekur Úlfar fram. iris&dv.is i'jifar Hauksson og dóttir hans Kolfinna Yr eru góðir vinir Kenna hvort öðru ýmislegt um llfið og tilveruna. Glamúr á góðni leiö Er á réttri leið „Það hefur lengi verið draumur minn að opna verslun og hef ég hef lagt mikla vinnu í hana með hjálp góðra vina. Það er því mjög skemmti- legt að fá þekktan tískuritara í heim- sókn og að fá svona jákvæð viðbrögð frá henni. Ég ætla samt ekki að lesa of mikið úr þessu en koma Susan sýndi mér samt að ég er á réttri leið," segir Elva. Hannaði fyrstu flíkina fimm ára Það kemur kannski ekki mikið á óvart að Elva hafi ákveðið að taka stefiiuna á tískuheiminn því hún hefur verið að hanna föt eins lengi og hún man eftir sér. Hannaði hún meðal annars jólafötin sín þegar hún var aðeins fimm ára. „Ég gerði þetta mjög oft. Hanna föt sem mamma saumaði svo handa mér. Ég hélt þessu áfram alveg þangað til ég var farin að geta saumað sjálf. f dag má finna fatnað eftir Elvu í versluninni en hún hannar undir merkinu Glamúr- design. Það er því mjög fjölbreytt úr- val af vörum í Glamúr því ásamt eigin hönnun selur Elva föt frá ýmsum öðr- um hönnuðum „Ég væri alveg til í að fara i hönnunamám einhvem daginn en eins og stendur er ég of upptekin af versiuninni Glamúr. Ég tími hreinlega ekki að sleppa af henni takinu. Það er líka fiht að kanna hvaða undirtektir ég fæ frá fólki varðandi mína eigin hönnun áður en ég tek stóra skrefið og skelli mér í nám. Ekki er það held- ur verra að fá álit frá einhverjum sem hefur jafn mikið vit á tísku og Susan Cemek," segir Elva. Elvu Dögg Árnadóttur hefur verið að hanna föt frá fimm ára aldri Kom það þviekki á óvart að hún opnaði fataversl- unina Glamúr. „Það kom mér auðvitað verulega á óvart að eitt af þekktustu andlitum tískuheimsins birtist skyndilega í versluninni minni. Það er mikill heiður að fá umijöllun í blaði sem er eins útbreytt og Elle Magazine. Sér- staklega með tilliti til þess að versl- unin er frekar ný og hefur aðeins verið opin í eitt ár," segir Elva Dögg Árnadóttir eigandi tískuverslunar- innar Glamúr. „Umfjöllunin mun víst birtast £ októberblaði banda- ríska Elle og bíð ég bara spennt eftir útkomunni." Mikil viðurkenning að fá umfjöllun Að sögn Elvu var það Susan Cernek sem er þekktur fréttaritari tískublaðsins víðfræga sem tók við- talið við Elvu. Er Susan þekkt nafn í tískuheiminum enda er hún að jafn- aði viðstödd á öllum helstu tískuvið- burðum heimsins. „Hún hlýtur að hafa vit á tísku fýrst hún hefur náð svona langt í þessum bransa. Þetta er því mikil viðurkenning og hrós fyrir verslunina að hún skyldi hafa veitt henni athygli," tekur Elva fram. Hissa á öllu umstanginu Susan var stödd hér á landi vegna tískuvikunnar sem haldin var í byrjun vors en að sögn Elvu vildi hún einnig athuga hvort það væru einhverjar sniðugar verslanir á land- inu. „Hún kflcti inn og leist greini- lega svona vel á úrvalið. Alla vega keypti hún heilmikið af fötum hjá mér en það er góðs vití. Ég var auð- vitað frekar hissa á öllu umstanginu enda ekki á hverjum degi sem eitt- hvað þessu líkt gerist. En það má samt vel vera að Susan muni fjalla um einhverjar fleiri íslenskar versl- Elva hannar fatnað undir merkinu Glam- úr-design. Geeti hugsað sér að fara i hönnunar- nám seinna meir. . • anir fyrst hún var að svipast um. Annars veit ég það ekki. Hvað svo sem því líður er ég mjög sátt við að verslunin mín hafi verið tekin fyrir," tekur Elva fram. Það er erfitt að segja til um hvort umfjöllunin muni breyta einhverju fýrir reksturinn sjálfan en það er aldrei að vita hvað gerist. Að minnsta kosti er nokkuð ljóst að hér er um mjög góða auglýs- ingu að ræða. í október mun birtast grein um verslunina Glamúr í tískublaðinu Elle Mikil viðurkenning að fá umfjöllun íblaðinu. Susan Cernek er þekkt í tískuheimin- um Tók viðtalið við Elvu Dögg fyrir Elle. iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.