Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Side 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 27 Fatastíll fólks er til allrar hamingju fjölbreytilegur. Oftar en ekki má því sjá ólíkar týpur spígspora um bæinn enda eru tískustraumar margir og misjafnir. Það er því forvitnilegt að fá að vita hvað sex tískudrottningar hafa að segja um sinn eigin stíl. Allar hafa þær ólíkan smekk og fylgja sínum eigin hugmyndum um tísku. Það er eiginlega ekkert ákveðið sem einkennir fatasmekk Sóleyjar Kaidal háskólanema. Segist hún blanda öllu saman til að sjá hver útkoman verður. „Ég versla frekar lítið. Það er aðallega þegar ég fer til út- landa að ég tek út kaupæðið sem ég er búin að byrgja inni hér heima. Enda miklu meira úrval úti.“ Röndótta vestið af pabba flott Er Sóley líka dugleg við að nýta það sem til er og seg- ir það mun meiri kúnst að finna eitthvað nothæft í kjall- aranum en að eyða morðfjár í nýjustu tísku. „Það er ekkert mál að vera alltaf flottur ef maður kaupir alltaf það nýjasta. Ég er bara ekki tilbúin að eyða öllum mín- um peningum í lufsur á okurverði. Þess vegna nota ég mikið af gömlum fötum af mömmu og systur minni. Ég fann meira að segja gamalt röndótt vesti af pabba um daginn og kemur það bara ágætlega út. Ætli ég noti það ekki næstu vikurnar þangað til ég fæ leið á því,“ segir Sóley og hlær. Fötin fara eftir skapinu „Þegar að þvf kemur að ég kaupi föt finnst mér rosalega gaman að kaupa mér kjóla. Það er bara verst hvað ég er mikil kuldaskræfa og á því erfitt með að vera mikið í kjólum á veturna," tekur Sóley fram. Vinkonur hennar halda því statt og stöðugt firam að hún eigi yfirdrifið nóg af fötum en Sóley er ekki alltaf á sama máli. „Stundum hugsa ég með mér að nú sé þetta orðið gott því fataskápurinn er löngu orðinn fullur. En aðra daga finn ég ekkert sem mig langar að vera í. Ég býst við að þetta fari mikið eftir því hvernig skapi ég er í hverju sinni," segir Sóley. Hópþrýstingurinn virkað einu sinni „Eina skiptið sem ég hef fallið fyrir hópþrýstingi var þegar ég var 14 ára. Þá tók ég upp á því að kaupa alveg hryllilega Ijóta Buffalo-skó af því að allir voru í þeim," rifjar Sóley upp. „Mér fannst ein- hverra hluta vegna að ég yrði að vera með. Það skrýtna var samt að mér fannst þeir ljótir frá fyrsta degi. Ég skil ekki hvað kom yfir mig. Tók ég þá ákvörðun að elta ekki fjöldann heldur klæðast bara því sem mér finnst flott.“ Sóley klæöist oft notuðum fötum Finnur flott föt I gömlum hirslum. ,Ætli minn stíll sé ekki frekar einfaldur, kiassískur en flottur. Ég vil láta fötin njóta sín frekar en að hlaða á þau einhverju glingri," segir Ardís Ólöf Víkingsdóttir söngkona. „Hversdagslega geng ég mikið í gallabuxum og er þá í einhverju skemmtilegum við, eins og bol eða peysu. Það frábæra við gallabuxur er nefnilega að það þarf ekki meira en nýjan hálsklút eða topp og þá er stíll- inn orðinn allt annar. Ef ég vil vera í fi'nni kantinum kíki ég við í Karen Millen enda má þar finna ógrynni af fal- legum toppum. Þá er maður orðinn nógu fínn til að láta sjá sig í veislu." Rauða flauelsdragtin í uppáhaldi „Ég er líka rosalega mikil jakkakona. Ég á fullt af jökkum enda er rosalega gott að eiga eitthvað til skipt- anna. Ég á líka nokkrar dragtir en ég nota jakkana sem þeim fylgja oft staka með gallabuxum. Ég á til dæmis rauða flauelsdragt og held ég mikið upp á hana. Hún er mjög spes og klæðist ég henni við sérstök tilefhi," tekur Ardís fram. Gæði betri en magn Þegar Ardís velur sér föt reynir hún að velja eitthvað sem fer henni firekar en að vera of fljót á sér og kaupa eitthvað beint af gínunni. „Mér finnst skipta miklu máli að sniðið sé gott. Ef mikið er lagt upp úr sniðinu er flfldn kannski dýrari. En þar sem ég kaupi sjaldan föt leyfi ég mér að eyða smá þegar ég finn eitt- hvað sem mér finnst virkilega fallegt," segir Ardís. Bleiki liturinn allsráðandi „Ég verð að viður- kenna að ég er mjög veik fýrir bleikum föt- um enda er bleikur uppáhaldsliturinn minn. Ég get ekki verið mikið í svörtu því þá finnst mér ég vera of drungaleg," útskýrir Ardís. „Vegna þessa á ég mikið af bleikum fötum. Bleika boli, peysur og fleira. Mínir helstu veikleikar varðandi föt eru að ég held kjólar. Ég má til dæmis ekki sjá flottan kjól því ég bara verð að kaupa hann og auðvitað á ég því þrjá kjóla í bleikum lit. Annað væri nú ekki hægt," segir Ardís og hlær. Ardís er mikið fyrir dragtarjakka Bleiki liturinn er vinsælastur. „Þægileg föt eru mitt uppáhald. Ég er til dæmis mik- ið fyrir bómullarboli. Ekkert spandex fyrir mig, takk," segir Guðrún Heiður ísaksdóttir, bassaleikari í Mammút. „Það má segja að ég kaupi mest af mínum fötum í Illgresi og Kolaportinu en ég hef samt mest gaman af því að róta í gömlum hirslum til að sjá hvort ég finni ekki eitthvað spennandi. Ég geng því í svolítið óvenjulegum fötum. En það fer samt allt eftir því hvernig skapi ég er í því stundum vill maður bara hverfa í fjöldann og þá er ekki sniðugt að stinga of mik- ið í stúf." Guðrún klæðist þvf sem er þægilegast Hún er ekki spennt fyrir efnislitlum fötum. Leiðinlegt að vera klædd eins og allir hinir Þegar Guðrún er stödd erlendis skellir hún sér á götumarkaðina því þar má oftar en ekki finna eitthvað sérstætt. „Það er mikilvægt í mínum huga að vera ekki klædd eins og allir hinir. Það er langskemmtilegast að eiga einhverja flík sem þú veist að enginn annar á. Þá getur maður labbað rólegur niður Laugaveginn án þess að eiga það á hættu að mæta einhverj um sem er nákvæmlega eins klæddur og maður sjálfur," útskýrir Guð- rún. Efnislítil föt eru ósmekkleg „Ef það er eitthvað sem ég gæti aldrei hugsað mér að ganga í þá eru það efnislítil föt. Að vísu getur ver- ið flott að sjá konu í efnislitlum kjól ef hún gerir það á rétt- an máta, við réttar aðstæður. En yfir- leitt er þetta besta leiðin til að vera ósmekklegur. Ég get ekki ímyndað mér að ég muni nokkurn tímann kflcja á bæjarröltið flegnum bol og allt of stuttu pilsi," segir Guð rún og skellir upp úr. iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.