Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Blaðsíða 32
 32 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Helgarblað DV Hallgrímur Þór Hinriksson greindist með geðhvörf eða sem manic depressive þegar hann var 21 árs. Hallgrímur barðist við sína eigin fordóma í nokkurn tíma en hefur nú tekið sjúk- dóm sinn í sátt. [ m j. Hvað eru geðhvörf: (ieðhvörf lýsn séi miklum geð sveifltim þai sem sjúklingurinn upplifir mislöng límabiJ af þung- lyndi ng örlyndi. Öll upplifum við geösveíflur en Jijrí einstaklingi sem á við geöhvörf að stríða verða sveiflurnar öfgakenndar. Líðanin sveiflast lir sæluvímu þar sem hug- ur og hönd eru ötul og athafnasöm niður í depurð og jafnvel iirvænt ingu (Jeðhvörf eru aö eínhverju leyti arfgeng og liggja í fjölskyldum en eins og aörir algengir sjúkdiiiri ar eru geöhvörf flókinn sjúkdórriur sem orsakast af flóknu samspili erfða og umhverfis. Einkehni: Örl geð og árásargirni Aukiri afthafnasemi og orka Málgleöi Minnkuð svefnþörf I Ivatvísi l’unglyndi Aukin kynhvöt Skerl dómgreind og |iví fylgir ofl aukin áhætta í fjármálum, í slarli og einkalífi Batahorfur: Margir upplifa endurtekin veik- indi í gegnuni árin. Meðferð fer eflir alvaríeika veikindanna. Heimlldir: Nctcloktor.ls orj Lyfja.is „Mér finnst mjög milcilvægt að greina á milli persónunnar sem ég er og svo sjúkdómsins sem ég er með,“ segir HaUgrímur Þór Hinriksson sem greindist með geðhvörf eða sem manic depressive þegar hann var 21 árs. Hallgrímur var í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti þar sem hann hafði verið mjög virkur í félagslífinu. Hann hafði teldð að sér erfitt verk- efni sem hann réði ekld við þegar hann byrjaði að veikjast. Borðaði hvorki né svaf „Ég veiktist mjög hastarlega og varð mjög manískur, svaf ekki f ein- hverja daga eða vilair, borðaði ekk- ert og var líldega um 50 kíló þegar ég fór inn á spítalann." Eftir dvöl á geð- deild Landspítalans náði Hallgrímur sér úr örlyndinu en þá tók við tíma- bil þunglyndis þar sem hann fór mjög langt niður. Eftir veildndin hélt Hallgrímur áfram með líf sitt en leið ekki vel og fór ekki að sætta sig við sjúkdóminn fyrr en hann fór að sækja fundi hjá sjálfshjálparhópi fólks með geðhvörf hjá Geðhjálp. „Það er erfitt að lifa með sjúkdómi sem þú skammast þín fyrir og mín sátt kom ekki fyrr en ég fór að sækja þessa fundi, upp frá því fór líf mitt að batna til muna. Eg lærði mjög margt af því að sjá aðra sem eru með sjúkdóminn," segir Hallgrímur en viðurkennir að sporin á fyrsta fund- inn hafi verið þung. „Með því að heyra aðra tala um sjúkdóminn þá sigraðist ég líka á mínum eigin for- dómum. Ég hafði verið með þá grillu að ég lalyti að vera alveg rosalega skrítinn en þama hitti ég svo hið eðlilegasta fólk sem var með sama sjúkdóm." Verð ekki manískur í fyrramálið Hallgrfmur veiktist aftur nokkmm árum seinna en fór þó ekki jafnt hátt upp og í fyrra skiptið. „Þetta var klaufaskapur hjá mér, ég hafði eldd passað mig nógu vel og áttaði mig ekki á viðvörunarmerkj- unum. Ég þarf að tileinka mér reglu- saman lífstíl sem felst í því að borða, sofa og taka lyfin mín,“ segir Hall- grímur og bætir við að hann sé far- inn að gera sér grein fyrir þegar við- vömnarmerkin láti á sér kræla. „Ég spennist allur upp, hugsanirnar verða hraðari og ótal margar í einu. Ég hætti að geta einbeitt mér og get hvorki lesið blöðin né horft á sjón- varpið því hugurinn er svo hraður. Maður finnur enga ró og tengslin á milli huga og lfkama rofna svo mað- ur getur haldið áfram í marga daga án þess að sofa eða borða," segir Hallgrímur og bætir við að hann viti að hann valcni ekki manískur eða þunglyndur í fyrrámálið. „ Viðvör- unarmerkin láta alltaf sjá sig. Maður verður bara að vera vakandi og bregðast við þeim og viðurkenna að manni líður iila,“ segir hann hugsi. Von, ekki vonleysi Hallgrímur segir að það að lifa með geðsjúkdómi snúist um von en ekki vonleysi. Þetta eigi ekki að vera neitt mál. Hann er einn af þeim heppnu, hefur stuðning frá sínum nánustu. Hann segir fordóma samfé- lagsins sem betur fer á undanhaldi enda fólk mun upplýstara en áður. „Ef ég veikist aftur finnst mér það ekki eins mikið mál og mér fannst árið 1997 þegar ég veiktist fyrst. Það skiptir engu máli hvom enda spítal- ans ég heimsæki, hvort ég fari inn um aðalinnganginn eða inn á geðdeild. Ég er bara að fara á sjúkrahúsið." „Það skiptir engu máli hvorn enda spítalans ég heimsæki, hvort ég fari inn um aðalinn- ganginn eða inn á geð- deild. Ég er bara að faraásjúkrahúsið Vill ekki vera manískur Öll upplifum við geðsveiflur. Lyf- in sem Hallgrímur notar taka á verstu sveiflunum svo hann fari eldd yfir strikið. Hann segir að þegar hann komi niður úr maníunni muni hann eftir því sem hann hafi gert og líði illa yfir mörgu. „Mér finnst það samt gott því þá veit ég að ég er að koma til baka, mér er ekki lengur sama. Þótt mér geti liðið vel í maní- unni þá vil ég ekki vera manískur. Þetta er ekld minn karakter og þeir sem standa mér næst vita það.“ Hallgrímur segir að á meðan hann dvelji á geðdeildinni þrái hann ekk- ert frekar en hversdagsleikann. Að geta gert alla þessa hluti sem maður taki sem sjálfsögðum, mætt í vinn- una og átt sitt eðlilega tilfinningalíf. Erfiðasti tíminn sé hins vegar þegar honum á að vera batnað og þarf að fara að fóta sig aftur í samfélaginu. „Mér finnst mjög erfitt að koma úr verndaða umhverfinu á spítalanum og út í hversdagsleikann sem maður hefur ekki verið hluti af í einhvern tíma. Núna veit ég hins vegar að ég get leitað í sjálfshjálparhópinn þar sem ég þarf ekki að útskýra hvernig mér líður því þar hefur fólk gengið í gegnum það sarna." Geðsjúkdómur er ekki dauðadómur Eins og áður kom fram hefur Hallgrímur teldð sjúkdóm sinn í sátt. Hann veit sem er að ef hann fer í ör- lyndi eða þunglyndi er aðeins um tímabundið ástand að ræða. Það er ekki heimsendir. „Mestu máii skipt- ir að þrauka því þetta er aðeins tímabil sem ég þarf að ganga í gegn- um. Þessi sjúkdómur er hvorki böl né löstur og alls enginn dauðadóm- ur. Sjúkdómurinn hefur kennt mér endalausa þolinmæði sem ég þakka Landspítalanum og í dag veit ég að allt gott tekur tíma. Ég trúi því að það versta sé að baki og eftir stend ég með reynsluna. Ég hef upplifað allt aðra sýn á lífið og þegar ég er kominn í vissa íjarðlægð þá sé ég kó- mísku hliðarnar á þessu þótt sjúk- dómurinn sé mjög alvarlegur. Líf mitt er ekkert erfitt þótt ég sé með þennan sjúkdóm og alls ekki litað af furðulegheitum, manískum hugs- unum eða þunglyndi. Ég er fullkom- lega fær um að eiga mitt eðlilega til- finningalíf nema þegar ég veildst og þá veit ég hvað ég á að gera og hvemig ég get leitað mér hjálpar.“ indiana&dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.