Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Helgarblað DV eg iaroa mig á daginn nota ég oftast liti sem eru sem eðli- legastir Þaö er frekar að ég leiki mér meö sterkari liti þegar kvölda tekur," segir Tinna Marlna. s/ity/'fíoiuitiit/tct Kanebo-meik „Þetta er besta meik sem ég hef prófað og ég er búin að prófa heil- an helling. Ég er sér- staklega hrifin af meikinu því það er mjög fljótlegt og auðvelt að nota það.“ Augnskuggi frá No7 „Ég á þennan augnskugga í ljósbrúnum lit sem er mjög eðlilegur. Ég er ekki mikið fyrir áberandi förðun að degi til. Það er þá helst þegar myrkrið skellur á að ég er djarfari í litavali." Hypnose frá Lancöme „Maskarinn frá Lancöme er óneitanlega sá besti sem ég hef pófað, ekki spurning." Varablýantur frá No7 „Enn og aftur verður ljós- brúni liturin fyrir valinu eins og með augnskuggann. Ég er mik- ið fyrir brúnu litina og sér- staklega til að nota sem dag- förðun." Augabrúnalitur frá The BodyShop „Augabrúnimar draga fram augun. Það er því alltaf gaman að skerpa þær aðeins og dekkja ef maður vill vera svolítið ffnn." Tinna Marína var eins og margir muna f tfu manna úrslitum i fyrstu umferð Idol Stjörnuleitar. Stóð hún sig þar með prýði og fetaði sín fyrstu spor í tón- listarbransanum eftir keppnina. Þó svo að ekki hafi heyrst til Tinnu I nokkurn tlma hefur hún ekki sagt skilið við tónlistina. Stefnir hún á að hefja upp raust sfna á ný f vetur með hljómsveit sér til aðstoðar og verður spennandi að sjá hvað gerist i þeim efnum. „Ég hef ekki verið mjög dugleg við að syngja f sum- ar þvi ég hef staðið í flutningum. Ég og maðurinn minn erum að byggja okk- ur hús svo það hefur verið nóg að gera. Ég hlakka samt til að einbeita mér að músíkinni {haust enda þykir mér fátt skemmtilegra," segir Tinna. Athafnakonan Margrét Arnadóttir er einn af þekktustu hönnuðum landsins en hún hefur framleitt fatnað undir merkinu M-Design um árabil. Hefur hún hannað allt sitt líf og er búin að starfa í þessum geira í tæpa hálfa öld. Er ís- lenska ullin gull í hennar augun sem býður upp á óendanlega möguleika og framleiðir hún því eingöngu fatnað úr ull. Segir hún að ekkert annað hafi komið til greina sem ævistarf enda er hönnun líf hennar og yndi. msitHQt, ■< £ 'mmm Margrét Arnadóttir heillaðist af ís- lensku ullinni Hefur hún hannað vörur úr henni um árabilsem eru alltafjafn vinsælar. i „Það þýðir ekkert að slaka á. Efég tek ein- hvern tímann upp á því að hætta, þá er ég fyrst orðin gömuL fffllft,I» WP'JJL. 1 *»"’ !■ ■tr—’TJg— m m I íisSK ífáS&mexisMVimaxt- e- - ^CÁfAXS; „Ég er búin að starfa í þessum bransa f 45 ár en ég hef samt verið að hanna allt mitt líf. Frá því að ég var lítil stelpa," segir Margrét Ámadótt- ir, hönnuður og eigandi M-Design fatalínunnar. „Stundum segi ég að hugmyndin sé tíu prósent en að nenna því að framkvæma hana sé níutíu prósent. Sem betur fer hef ég það mikinn áhuga á hönnun að ég hef þolinmæði til að framkvæma þær hugmyndir sem ég fæ.“ Gat ekki hætt í ullinni Þegar Margrét var ung fór ekki á milli mála hvar áhuginn lá og þegar bræður hennar sáu hvað í henni bjó aðstoðuðu þeir hana við að setja á fót fyrirtæki. „Fyrirtækið hét Sport- ver og ég framleiddi íþróttafatnað og tískuvörur. Ég var með 35 manns í vinnu og við vorum að sauma bún- inga á heilu fótboltaliðin og meira til," rifjar Margrét upp. Þegar viðskiptin voru komin vel á veg fór Margrét að taka eftir ullinni og uppgvötvaði þá að hægt væri að nýta hana á mun frum- legri hátt en tíðkast hafði. „Ég fór að sjá ullina í nýju ljósi og sá ekkert annað en kindur," segir Margrét og hlær. „Þær voru svo fallegar og heill- uðu mig gjörsamlega. Þá var ekki aftur snúið og hef ég hannað fatnað úr ull alla tíð síðan." Óhefðbundin hönnun „Það er auðvitað mikil sam- keppni á hönnunarmarkaðnum hér á Islandi enda er hann mjög lítill en ég hef samt verið heppin. Ég hef líka verið að gera eitthvað sem er ólíkt hefðbundinni hönnun," útskýrir Margrét. Maður veltir gjarnan fýrir sér hvort það sé ekki stundum erfitt að vera frumlegur eftir 45 ár og hvort hún fái þá stundum innblástur ann- ars staðar frá. „Ég hef aldrei apað eftir öðrum en ég hef samt orðið vör við að fólk hefur líkt eftir minni hönnun. En það verður samt aldrei eins ef það er ekki gert úr ull. Fatnaðurinn breytist algjörlega þegar ullin er notuð. En svo getur líka vel verið að einhver hönnun sé lík minni þó það sé ekki endilega eft- irlíking." Aldurinn skiptir engu í dag má finna vörur Margrétar í öllum helstu minjagripaverslunum landsins og er áhuginn fyrir gömlu góðu ullinni alltaf jafn mikill. „Ég hef verið mjög heppin að gefast kostur á að starfa við þetta enda er hönnun líf mitt og yndi. Þetta er það sem mig hefur alltaf langað að gera," tekur Margrét fram en hún verður 77 ára gömul á árinu og er alltaf jafn hress. „Það þýðir ekkert að slaka á. Ef ég tek einhvem tímann upp á því að hætta, þá er ég fyrst orðin gömul," segir Margrét og skellir upp úr. „Satt að segja finn ég ekkert íýrir aldrin- um í minni vinnu. Ætli það sé ekki vegna þess að mér finnst þetta svona skemmtilegt." iris@dv.is ÁSTIN ER FITANDI Nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar þegar fólk hefur nýtt samband aukast líkurnar á að - það bæti á sig nokkrum kílóum. Til dæmis er fýrsta ár hjónabands sérstaklega hættulegur tími. Þegar við höfum fundið okkar maka minnkar hvötin til að halda sér í góðu formi. Þessi sífellda pressa stefnumótamarkaðsins að líta vel út öllum stundum til að standast samkeppnina er ekki lengur til staðar. Það er þó ýmislegt annað sem hefur áhrif á þyngdina þegar fólk er í sambandi. Það er t.d. algengt að fólk breyti venjum sínum. Þeir sem eru á lausu hegða sér á ákveðinn hátt og hafa ýmsar venjur varðandi mataræði og annað. Þegar ástin knýr dyra er hætta á að þessar venjur breytist. Það er að sjálfsögðu gott að ástin lætur okkur líða vel, sama af hvaða stærð eða gerð við erum. En það er aldrei gott að gefa heilsusamlegt líf- erni upp á bátinn. Til dæmis getur róman- tískur kvöldverður ver- ið fitandi. Vegleg máltíð seint að kvöldi með vínglasi og sykruðum eftirrétti er ekki beint megrandi. Vel heppn- að kvöld á milli elsk- enda gæti að sjálf- sögðu endað með smá bólæfingum. En það er samt ekki nóg til að brenna kaloríubomb- unni sem var innbyrt fýrr um kvöldið. Rólegu helgarnar þegar sofið er fram eftir í fangi elskhug- ans í stað þess að skella sér út að skokka er heldur ekki besta leiðin til að halda sér f formi. Það eru samt sem áður ýmsar aðferðir til að halda viðhalda heilsusamlegu líferni. Til dæmis er sniðugt að fá makann til að taka þátt í heilsu- átaki. Kannanir hafa sýnt fram á að pör sem þjálfa sig saman ná mun betri árangri en þeir sem æfa án félaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.