Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Helgarblað DV Sigríður Arnardóttir, eða Sirrý eins og hún er kölluð, er mikið fyrir hollustuna og notar því ýmsar að- ferðir til að stuðla að heilsusamlegu líferni. Segist hún oft snæða úti í garði á sumrin enda sé meira spennandi að borða góðan mat með náttúruna sér við hlið. Sirrý borðar oft úti í garði á sumrin Segir hún að það sé meira spennandi að boða hollan mat með náttúruna sér við hlið. „Eldhúsið mitt er eiginlega úti í garði á sumrin. Ég borða morgunmat úti, hádegis- mat og stundum kvöldverð. Það er svo gaman að þessu að ég er hálf spæld að sumarið sé að verða búið," segir Sigríður Amadóttir sjónvarpskona, eða Sirrý eins og hún er gjarnan kölluð. „Garðurinn er líka hluti af eldhúsinu mínu því þar rækta ég rucola-salat, steinselju, basilikku og fleiri matjurtir." Sirrý leggur mikla áherslu á hollt mataræði og segir hún það vera hvetj- andi að borða eitthvað ferskt og gott þegar hún snæði úti í garði með náttúruna sér við hlið. Sirrý segir að það sé snið- ugt að nýta sumrin til að borða utandyra Finnst henni þó leiðinlegt hvaö sumrin eru stutt. Blandarinn ómissandi „Það sem ég gæti alls ekki verið án í eld- húsinu er blandarinn minn því ég þjösnast á honum villt og galið. Ég er ekki tækjaóð og forðast því óþarflega flókinn tækjabún- að því það er bara vesen. Þessi einfaldi blandari gefur mér líka allt sem ég þarf," tekur Sirrý fram. „Blandarinn gerir það að verkum að ég borða meira af ávöxtum og grænmeti. Það er svo auðvelt að henda saman því sem maður finnur í ísskápnum. Það má eiginlega segja að drykkurinn mót- ist af því sem ég finn í ávaxtaskúffunnni. Ég blanda hráefninu saman við kfaka og hræri saman. Þetta er fínasta máltíð. Það em allir mjög hrifnir af þessu heima og ég þarf að hafa mig alla við við að kaupa ávexti fyrir þessa fjölskyldu," segir Sirrý og hlær. Nýtir það sem náttúran býður upp d Það líður ekki það sumar að Sirrý fari ekki í berjamó og þykir henni tilvalið að skella blábeijunum út í blandarann. „Ég verð að vísu að viðurkenna að ég er ekki það dugleg að fara berjamó en það er samt nauðsynfegt að fara allavega einu sinni á hverju hausti. Ég hef tröllatrú á því að það sem vex í umhverfi okkar sé það sem við þurfum á að halda. Það er engin tilviljun að bláberin koma á haustin. Við þurfum ork- una til þess að byggja okkur upp fyrir vetur- inn. Það er því ekki vitlaust að nýta það sem náttúran færir okkur hverju sinni," segir Sirrý. Sumarið er allt of stutt Á sumrin grillar Sirrý töluvert í garðin- um eins og silung og lax enda er það uppá- haldsmaturinn hennar. Það fer að vísu mikið eftir árstíðum hvaða mat hún borðar mest af. „Á veturna borðum við maðurinn minn til dæmis mikið af ítölskum mat. Það er því frekar árstíðabundið hvað verður fyr- ir valinu. En það er mín skoðun að sumrin eigi að nýta til að snæða úti í kvöldsólinni. Það er bara verst hvað sumarið er stutt því ég myndi vilja borða úti í garði allan ársins hring. Ég get bara ekki ímyndað mér að ég muni sitja í makindum úti í garði í skafli og hríð," segir Sirrý og skellir upp úr. olandarinn er vinsælasta tækið í elhúsinu Sirrýhrærir saman ávaxta-og grænmetis- drykki fyriralla fjölsylduna. Fjölskylda Sirrýjar borðar mikið af ávöxtum Sirrý þarfþviaö hafa sig alla við viö að kaupa ávexti fyrir heimilið. 25-70% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.