Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1953, Side 4

Freyr - 01.02.1953, Side 4
36 FREYR -< í kútinn margt það, sem við, hinir eldri, töldum ágætt. Þetta er staðreynd og mætti margt til nefna. Ég lít hress í huga til kom- andi tíma, hvað snertir ýmsar aðstæður ykkar yngri — verandi og verðandi bænda — til léttara bústarfs, fegurri og arðbetri stórvirkja, en okkur, flestum hinum eldri — hefir auðnast að sjá vaxa frá huga okk- ar og höndum. En svo margir og líklegir sem þeir eru nútíma-þekkingar, skapandi lífs-möguleikar, þá held ég hinu hiklaust fram við ykkur, að til eru ýmiss gömul, bú- skaparleg reynslu-sannindi — sannindi, sem raunar hafa svo alhliða gildi, að heita má að lífsnauðsyn sé, hvar sem menn eru í stétt eða starf settir. Þau sannindi er ekki gagnlegt fyrir bóndann — eða bóndakon- una — að vanmeta, eigi þeim að farnazt vel í hinu vandasama, ábyrgðarmikla ]ífs- starfi, enda er það svo, að þessar fornu dyggðir hafa frá fyrstu tíð og til þessa dags verið megin stoðir undir starfi og bii- skaparlegri hagsæld hins íslenzka búhölds og búkonu. Þessar dyggðir, sem ég hika ekki við að nefna manndyggðir, eru: þrifnaður, hirðumennska, reglusemi, fegrunarhneigö, hófsemi og nýtni. Skal ég síðar víkja hér að nokkrum orð- um. ★ Þó að svo sé, sem ég gat um í upphafi, að um margt sé honum hægara um heima- vikin, nútíma bóndanum, en var fyrir 40—• 50 árum, og þótt ég viti, að þið, hinir yngri, þekkið á sumu betri skil en við þeir eldri, þá hefi ég nú samt haft löngun til að skrafa ögn við ykkur um ræktun, vélanotkun, hesta-vinnu, húsdýraáburð, hirðingu hans og notkun og margt fleira, en nú gefst mér ekki tóm til þess. Hin mörgu og marghátt- uðu viðfangsefni bóndans eru svo hvert öðru nátengd, að varla er hægt á annað að minnazt svo að hitt komi ekki við sögu, en ég skal reyna að vera stuttorður um þau fáu atriði, sem ég minnist á. Á jarðræktina, aðallega túnræktina, hefi ég áður minnzt í stuttu útvarpserindi, en vildi þó bæta ofur litlu þar við, enda ætti ræktun moldar að geta verið ótæmandi um - hugsunarefni og umræðuefni bóndans, því það, hversu vel bóndanum, ræktunarmann- inum, takast viðskiptin við moldina, er eitt af undirstöðuatriöum hans búskaparlegu velgengni. Það er vitað og viðurkennt, að ein svip- hreinasta dyggða-fyrirmynd mannlegs lifs er móðurástin eða móðurumhyggjan, og ég vil benda ykkur á, að í öllu ykkar ræktun- arstarfi getur hinn sí-athuguli móðurhug- ur verið ykkur fyrirmynd, því að likt og hin góða, umhyggjusama móðir sleppir aldrei auga né hönd af þroska- og líkamsþörfum barns síns, frá vöggu til fullþroska, í þá átt þurfið þið helzt að stefna starfi ykkar og viðbúð við hinn uppvaxandi gróður moldar. Hugir ykkar þurfa að vera búnir hinum vökula skilningi á þroska-vaxtar- kröfu hins unga, vanburða nýgræðings. Bóndinn verður að finna sér það gleði að sinna, með fullum vilja, hinum síendur- teknu kröfum moldarlífsins hvert vor. Þar dugir enginn hálfvilji, hangandi hönd né kaldrifjuð skapgerð. Þið verðið að vera al- úðarmenn í öllu bústarfi ykkar. Eg hefði gjarnan viljað tala við ykkur j meira um jarðræktina, segja ykkur ýmis- legt af minni reynslu á því sviði, en til þess gefst ekki tími nú, skal því aðeins segja þetta: Með því að hirða vel húsdýra-áburð- inn, geyma hann vel, binda hann hæfilega bindiefnum, bera hann á á réttum tíma, vinna hann fljótt og vel ofaní, er hægt aö fá ýtrustu uppskeru. Mér dettur ekki í hug að bannsyngja notkun gerviáburðar. Bónd- inn þarf bara að láta sér lærast hvar og hvernig hann kemur heppilega og hættu- laust að notum. Þó að ég hafi ekki langa reynslu né mikla, um notkun útlends áburðar, þá er mér ekki grunlaust að hægt sé að nota hann þannig, að sú uppskera, sem hann skapar, geti orðið varhugavert fóður. Hitt þarf enginn bóndi að ætla, að illa með- höndlaður, vanhirtur húsdýraáburður, illa á borinn og á al-röngum tíma og illa ofaní unninn, skapi verulega né kjarngóða upp- skeru. Bóndinn verður að taka meira tillit til hentugleika hins unga gróðurs að taka við næringarforða sínum, en sinna eigin

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.