Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1953, Qupperneq 5

Freyr - 01.02.1953, Qupperneq 5
FREYR 37 hentugleika að láta næringuna í té. Það dugir ekki að sjá í það, þó að offra þurfi einni eða tveimur vornóttum, til viðbótar við dagsverkin, til að standa í skilum við túngróandann á réttum tíma. Hvernig uppskeran verður að magni og fóðurgæðum er að mestu undir ykkur sjálf- um komið. Nú orðið getur bóndinn nokkuð brynjað heyskapar-afkomu sína gegn áföll- um óhagstæðrar veðráttu og grasspretta, á vel hirtu, frjósömu túni, þarf varla að bregðast, nema vorkal eða rótslit komi til. Það situr líklega ekki á mér, gömlum bónda, sem um langt skeið búskaparævi minnar notaðizt eingöngu við hin frum- stæðu heyskaparáhöld, orf og hrífu, klakk- flutning og annað baks þeirra tíma, að fara að minnast á búvélar — þessi síðari tíma undratæki við íslenzkan landbúnað. En af því, að mér finnst þess skilnings — eða öllu heldur vanskilnings — gæta all víða hjá vélanotendum, að það rnegi bjóða þessum hflausu áhöldum úr stáli og járni allt mögulegt, hvað afköst og umhirðu snert- h, held ég nú samt að það sé með land- búnaðarvélarnar —- bæði heyvinnu- og jarðvinnsluvélar — eins og aðra lífs-að- stöðubót, að afnotagæðum og gagnsemi þeirra má snúa upp í armæðubasl. Það er hliðstætt með vélarnar og vinnuhestana. Vilji bóndinn gera kröfu til að þeir séu þolnir og dugandi, verður hann að fara vel með þá, hafa þá vel búna undir vorönn og sumarstarf, þá er hitt ekki síður nauð- syn bóndans, sem á mestöll sín vinnu- afköst undir nothæfni vélanna, að hann verður að þekkja byggingu þeirra og orku- getu. Hann þarf að sýna skilning og gætni við alla notkun þeirra. Hann má ekki láta þær standa úti í öllum veðrum hina óvirku tíma þeirra. Þær verða að hafa gott, raka- laust og innfennslulaust húspláss. Það er hæpið að treysta svo á hin vélknúnu áhöld, að hestar séu ekki í bakhöndinni að minnsta kosti. ★ Þá kem ég að einu mikilvægasta undir- stöðuatriði búhagsældar og búmannssóma ykkar, ásetnings- og fóðurbirgða-örygg- inu. Frá fyrstu tíð til þessa dags hefir vet- ur rnargan og vor vofað yfir meginhluta ís- lenzkrar bændastéttar hinn svarti eymd- arskuggi heyþrotanna. Hin ískalda dauða- krumla vanfóðrunar og hordauða hefir margan síðvetur og vor læst klóm sínum um hagsmunavonir, sál og samvizku bónd- ans, og enn í dag býr íslenzk bændastétt við hið bölvaða öryggisleysi á ýmsum svið- um, en um fátt þó jafn átakanlega sem í ásetnings- og fóðurbirgðamálum. Það nægir svo sem ekki að rækta tún og eiga mikinn vélakost, vænar hlöður og vönduð gripahús, svo gott og blessað sem það þó er, því það er alltaf hægt að ofsetja á hey- fenginn. Fóðurbirgðir þurfa á hverjum haustnóttum að vera það miklar og góðar, að allur sá búpeningur, sem á vetur er settur, sé örugglega tryggður gegn fóður- skorti og heyþrotum. Þið, bændur, þurfið að vera hárvissir með það, hversu hátt sem vindarnir blása, hversu þétt sem fjúkið fellur, og þótt vetrarveldið teygi sig nokk- uð á vor fram, að eiga nægar fóðurbirgðir í versta tilfelli. Þetta ætla ég að biðja ykk- ur að muna drengir! Það er alveg ótækur bóndi, sem ekki set- ur vel á. Þið þurfið hvert haust að gera ráð fyrir hörðum vetri og köldu vori. Það sak- ar ekki þótt betur reynist. Það færa sumir þessa skoðun mína undir svartsýni. En ég spyr: Hvað gagnar hin grunnfærnislega haust-bjartsýni þegar hungurvofa hey- þrotanna stendur við dyr gripahúsanna? Þau firna vandræði, hugarkvöl og hags- munatjón, sem síðvetur og vor 1949 skóp stórum hluta íslenzkrar bændastéttar — og í annað sinn vorið 1951 — ætti að vera nægileg áminning og eftirminnileg, til þess að þannig yrði um búið að slíkt endurtæki sig ekki á komandi árum. Og þótt alþingis- menn bæru slíkt í munn sér að láta hey- þrota bændur njóta styrks eða gjafa úr ríkissjóöi, þá er slíkt engin lausn þessa al- vörumáls, hvorki fyrir nútíð eða framtíð. Það eru sannindi hinnar bitru reynslu, hins kaldrifjaða, miskunnarlausa veruleika, sem þið hér verðið að læra af. Það eru ýmsir

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.