Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 18
50
FREYR
Nýyrði
Fræðíorð —
Jafnframt og vísindin, tæknin og allt hiö
nýja, sem hingað berst úr öllum áttum,
nema hér land, stöndum vér íslendingar
einatt lítt eða ekki við því búnir að hag-
nýta þetta — meira að segja vantar oftast
orð yfir það, svo að fyrst í stað verður að
láta sér nægja þau heiti á hugmyndunum
eða hlutunum, sem við þau tolla frá fram-
andi stöðum og frá öðrum þjóðum. Löng-
um hefir þó viðleitni verið hér í þá átt að
gefa öllum hlutum íslenzk heiti, en þegar
mikið berst að í einu, getur þetta orðið •—
og hefir jafnan orðið — nokkrum eða mikl-
um vanda bundið.
Stundum hafa menn látið erlendu heitin
fylgja og sett svo slaufu eða viðeigandi
dúsu í endann og þannig gefið þeim ís-
lenzkar beygingar. Þetta er í rauninni sízt
að lasta, því að vel ættum við að mega una
því að nota erlenda orðstofna alveg eins og
aðrar þjóðir gera. Og víst er oft auðveldara
að tileinka sér fræðin ef sama orð yfir
sama hlut finnst í mörgum tungumálum.
íslenzkan á hvort sem er uppruna sinn
bæði hér og þar, meira að segja eru eigi
fáir orðstofnar, og allmörg mannanöfn,
runnir frá rótum suðrænna tungumála.
Mætti því kinnroðalaust nota bæði latn-
eska og gríska stofna fræðiorðanna, en
gefa þeim svo íslenzkar beygingar. En svo
virðist sem almenningi sé óljúft að auð-
velda málið á þennan hátt. Menn hafa
reynt að íslenzka orð eins og vitamín, hor-
món, enzym — og svo mörg og mörg önnur
•— enda þótt auðvelt sé að hnýta fallend-
ingar við þau, og jafnvel þó að öðrum þjóð-
um komi eigi annað til hugar en samlaga
orð þessi tungum sínum.
Á öllum sviðum hinna nýju fræða berst
oss fjöldi orða, og er því eigi annað að gera
en að nota erlendu orðin í einhverri mynd
— eins og oftast hefir verið gert — eða þá
að skapa ný. Og viðleitni til hins síðar-
greinda hefir verið nokkur upp á síðkastið.
Á sviði landbúnaðarins hefir sú viðleitni þó
ekki verið skipulögð. Kennarar og ráðu-
nautar hafa einatt notað hver sitt orð yf-
ir sama hugtakið og þetta hefir gengið svo
um áraraðir, stundum áratugi. Úr þessu
hefir orðið nokkur ringulreið, en segja má,
að það geri ekki mikið til í taili, þ. e. á með-
an verið er að skapa nýjum orðum hefð. En
hversu langan tíma þarf til þess að skapa
nýyrðum hefð? Því getur víst enginn svar-
að.
Á sviði landbúnaðarfræða hefir skipulögð
viðleitni ekki verið gerð til að safna nýjum
og notuðum orðum, svo að kunnugt sé.
Menn hafa ekki orðtekið bækur í því skyni
né leitað samheita á vissum hlutum eða
hugtökum. Viðleitni í þessa átt er nú að
vakna. Félag íslenzkra búfrœðikandidata
hefir skipað nefnd manna til þess að fjalla
um þetta efni. Á sama tíma vill svo vel til,
að fyrir tilstilli þess opinbera og með fram-
kvæmd á vegum háskólans, er unnið að
hliðstæðum hlutverkum fyrir aðrar fræði-
greinar, og mætir búfræðin sumum þeirra,
svo að hér getur hver stutt annan.
Þess skal hér getið, að um sömu mundir
og fyrsti oi-ðalistinn frá akri landbúnaðar-
ins er sendur áleiðis til bænda, málfræð-
inga og annarra, sem gera vildu tillögur til
bóta, kemur út, á vegum háskólans, heil
bók yfir nýyrði, sem dr. Sveinn Bergsveins-
son, hefir safnað.
Þess ber að geta hér, að nefnd þeirri, sem
starfað hefir á vegum kandídatafélagsins,
var kunnugt um undirbúning nefndrar
bókar og hafði því próförk hennar til sam-
anburðar og stuðnings um allmörg af orð-
um þeim, sem á eftirfarandi lista eru
greind.
Um orðalista þennan er að segja, að hann
er hér birtur á prenti í þeim tilgangi, að
allir, sem vilja leggja málum þessum lið,
vita um önnur orð yfir sömu hugtök, betri
orö en hér eru greind, eða hafa nýyrði, sem