Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1953, Side 19

Freyr - 01.02.1953, Side 19
FREYR 51 betri kynnu að þykja, aðstoði eftir megni til þess að gera orðin sem íslenzkust, sem auðveldust, og sem bezt. A þessu fyrsta stigi hefir nefndin aðeins fjallað um þær greinar, sem beint eða ó- beint snerta búfjárfræði, búfjárrækt og skyld efni. Þetta starf er ákaflega tíma- frekt og ekkert áhlaupaverk. Orð þau, sem í listanum finnast, eru ekki öll ný, en með birtingu þeirra hefir nefndin orðið sam- mála um að leita aðstoðar um staðfestingu þeirra — eða annarra betri. — Fimm manna nefnd hefir setið á fundum óögum saman til þess að ráða ráðum sín- um eftir orðtöku nokkurra bóka. Hefir nefndin fallizt á og gert að tillögu sinni, að álitlegasta orðið yfir hvert hugtak sé það, sem í listanum er prentað með upphafs- stöfum, og er erlenda orðið látað fylgja, svo að ekki verði á því villzt, við hvað er átt. Mörg orðin hafa samheiti í íslenzku máli nú þegar, og að því er sum þeirra snertir, má frekar sannfærast um það við að lesa hina nýútkomnu bók dr. Sveins Berg- sveinssonar. Þess skal getið, að nefndin hefir fallizt á að viðurkenna mörg þau orð, er nátt- úrufræðingar hafa skapað í fræðigreinum sínum, svo langt sem þau ná, af því að vitað er, að þau eru notuð í flestum eða öllum skólum gagnfræðastigsins og því töm piltum og stúlkum, sem stunda nám í fræðum landbúnaðarins, að undan- gengnu námi í öðrum skólum. Eftir er að orðtaka ýmsar íslenzkar bækur, sem fjalla um önnur efni á sviði landbúnaðarins og svo að fylla upp í skörð, sem þar eru, þvi að urmull erlendra orða er til yfir hugtök og hluti, sem nú þegar eru handbendi okkar eða verða senn, en við eigum engin nöfn á. Ef allt fer að sköp- um má því vænta áframhalds á þessu sviði og annars lista — ef ekki í ár þá á næsta ári eða síðar. Tilgangurinn með þessu er eflaust auð- skilinn. Það fer ekki vel á því, að hver bændaskólakennari og hver ráðunautur noti sitt orð um sama hlut. Það getur leitt til þess, að menn misskilji hvor annan eða skilji alls ekki hvorir aöra. Eru það óskir aðstandenda, að menn geri athugasemdir við orðalistann og beri fram tillögur, sem til bóta gætu orðiö. Þeir sem vilja leggja nokkuð af mörkum fyrir þetta mál, sendi FREY bréf um það efni, merkt: „Orðalistinn“. ÁAERFÐIR — fornerfðir — áalíking — langerfðir = atavismus. AFBRIGÐI = variety (hliðstætt STOFN í búfjárfræði). AFKVÆMAMAT = afkomsbedömmelse — progeny test. AFTURFÆRÐ KYNBLONDUN — aftur- færð æxlun = tilbagefört krysning. AFURÐAHÆFNI — afurðaþol — afurða- geta = produktionsevne. ARFBLENDINN = heterozygotisk. ARFBLENDIN GUR — klofningur = klon. ARFHREINN = homozygotisk. ARFST AKLIN GUR — erfðahópur = bio- type. AT VIKSBRE YTIN G = modifikation. AUKAEGG = pollegeme — polar body. BAKLÆGUR = dorsal. BANAKON — helkon — deyðandi kon =- letal gen. BLENDIN GUR = hybrid. BLENDINGSEFLING — blendingsþróttur — erfðaefling = heterosis — hybrid vigour. BLÓÐRAUÐI = hæmoglobin. BLÓÐVATN = serum. BREYTILEIKI — sveifla — tilviljun = variation. BREYTILEIKA-LÖGMÁL — sveiflu-lögmál — hendingar-lögmál — tilviljunar-lög- mál = variationslov. BREYTILEIKA- (tilviljunar) LÍNURIT — sveiflubogi = variationskurve. BÚFRÆÐI = agronomi. BÚFRÆÐIN GUR = agronom. BÚFRÆÐILEGUR = agronomisk. BUNDIÐ FRÁVIK — kerfisbundin skekkja = systematisk fejl. BUNDIÐ KON — tengt kon = kobling. BÝHJÖRÐ — býfylking = bisværm. DEILITEGUND = underart, afart. DEILIÖGN — leiðarkorn — deilikorn — togdepill = centrosom.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.