Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Side 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 3 Spurning dagsins ^ Hvernig líst þér á forseta Alþingis? Bensín írúminu „Ljóshærða fegurðardísin þarna? Hún eræðis- leg. Ég fatta ekki þegar er verið að tengja hjóh saman í svona málum. Heldur fólk að Sólveig og Kristinn hafi verið að spjalla um verðlagningu á bensini í rúminu sínu?" Heiðar Jónsson dagskrár- gerðarmaður. „Úff.Mér finnst hún ekki hæfa því starfi. Þetta er orðin svo rosaleg pólitík í þessu litla landi okkar að svona á ekki að ger- ast. Ég efa það ekki að tengsl hennar við forstöðumann olíu- félags geti litað störf hennará þingi." (ris Kristjánsdóttir sölumaður. y „Mér líst bara vel á hana. Hún er ekkert verri en Halldór Blörídal. Andstæðingarnir geta kannski bent á neikvæðni tengsla bennar, en hún sem persóna erfín." EyjólfurTryggva- son rafvirki. „Ég er ekki hrifin afhenni.Ég tel að kosningin hafi ekki verið rétt og tengsl hennar við manninn sinn liti hennar pólitíska starf. Ég hefði viljað sjá einhvern ann- an." Aðalheiður Kjart- ansdóttir hjúkr- unarfræðingui^y „Ékki \ vel. Mér finnst hún ekki passa inn íþetta starf á meðan stóra málið er óút- kljáð. Hún hefði átt að segja pass í þetta skiptið." Kristín R'agn- arsdóttir heimavinn- andi. y Sólveig Pétursdóttir er nýkjörin forseti Alþingis. Réttindi samkynhneigðra Fór í gær í Selfossbíó og sá Strákana okkar. Nýja mynd eftir hand- riti Kobert Douglas og Jóns Atla Jónassonar, undir leikstjórn þess fyrrnefnda. Börnin áttu hugmyndina að ferðinni en þau fóru að sjá Johimy Depp í Charlie and the Chocolate factory sem er greinilega fín mynd. Strákarnir okkar er góð mynd. Eg hafði heilmiklar væntingar í ljósi þess að sami leikstjóri er að henni og klassíkernum ís- Ienski draumurinn sem er með betri myndum sem ég hef séð. Og varð ekki fyrir vonbrigðum. Myndin er áleitin, lúmsk skemmtileg og deilir hart á sví- virðileg mannréttindabrot sem Viðhorfin °g for- I dómana gagnvart CS hommum og lesbí- ClctQg flLld umsembirtstbestí því að þau búa ekki við sömu réttindi og lagalega stöðu hvað varðar hjú- skap og fjölskyldufyr- irkomulag og gagn- kynhneigðir. Þó til batnaðar horfi með nýjum kynslóðum. Enn er baráttan þó föst einhvers- staðar í íslenska bibliu- beltinu þar sem kirkjan hefurí tekið sér ein-* hverja undar- lega stöðu gegn þessum sjálf-^ sögðu mann- „ réttindum samkyn- Björgvin G. Sigurðsson skrifar á heimasiðu sína: hjorgvin.is Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á aískipt- um hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálp- að lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvak- urs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tíma- setningar. Davið Logi Sigurðsson blaðamað- ur hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær firéttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug ágúst 2002, hin um af- I . sagnir úr ***') stjórn { marz 2003. Skoðum þessar tima- AújfadÉRt;, setningar. Þetta gerð- ist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yf- irlætisfullan leiðara um „dylgjur“ Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmála- manna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullen- berger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítil- magni sem þurfti á aðstoð Morg- unblaðsins að halda vegna fjár- skorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson enn- þá til þess að einhver trúi þessum skýringum“? Karl Th. Birgisson skrifar á visir.is Guðbergur Bergsson skrifar í DV á þriðjudögum. Hann veltír fyrir sér mat í flugvélum. þessum heimi Ekki fyrir mörgum áratugum las maður í dagblöð- um háðsleg dæmi um þá eymd Sovétríkjanna að eng- inn matur væri borinn fram í flugvélum þeirra. Núna er orðið algengt hjá flugfélögum hins frjálsa heims og þykir sjálfsagt að bjóða farþegum ekki upp á aðra hressingu en blávatn, en hægt að kaupa samlokur á sanngjömu verði sem margir virðr ast samt ekki ráða við. Þess vegna er algengt í Ameríku, þar sem flugið er lengra en á milli landa í Evrópu, að fólk hafi annað hvort nesti með sér í vélarnar eða maður sér það sitja í flugstöðvum við að smyrja sér brauð áður en farið er í loftið. Það er dapurlegt og vekur í jafnvel einkennilega sektarkennd að sjá á ‘ bandarískum flugvöllum fólk í óða önn við að smyrja skonsur til að spara. Það hefur áratugi eytt fé sínu til ónýtis ekki bara í okk- ur heldur allan heiminn, orðið svo mergsog ið að það á varla pening til að kaupa sér samloku á nokkurra klukkutíma flugi. Svo maður býst við að þegar það sér útlendinginn verði því allt í einu nóg boðið, leggi frá sér hnífinn og hrópi: Sníkjudýr, snautið heim! Það væri engin furða, á eðið \ verafrunfíe betíitíman- um í Evrópu var algengt að kallað væri að því: Ami go home! Nei, fólkið heldur áfram að smyrja af umburðarlyndi meðan farþegar stíga til dæmis upp í vélar Flugleiða sem eru að verða síðasta félagið sem býður farþegum upp á heitan mat ókeypis. Þegar bakkinn kemur, eflaust með kjúklingi, uppþornuðum frönskum kartöflum og ólseigu græn- meti, þá dettur manni í hug: Hví er ekki boðið upp á íslenskan fisk með kartöflum og rækjum til að auglýsa og kynna ómengaðar matvörur okkar? Hægt væri að hafa samráð við framleiðslufyrir- tækin og geta þess á lokinu yfir matarskáiunum á litríkum miða með íslandi hvaðan fiskurinn kem- ur, t.d. frá Sandgerði, rækjurnar frá ísafirði, kartöfl- urnar frá Þykkvabæ. Fyrst heiisufæðið kemur fyrir augu og í munn margra myndi það eflaust vekja meiri athygli en dýrar auglýsingar og bera jafn- fr amt vitni um íslenskt hugvit í heimi sem þyk- ist vera frumlegur. ja.lla.ri Guðbergur Bergsson Astríða í matargerö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.