Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Page 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Una vill fyrsta sætið Una María Óskarsdóttir, sem nýlega lét af formennsku Landssambands framsóknar- kvenna, hefur gefið kost á sér í fyrsta sæti fram- boðslista Fram- sóknarflokksins í Kópa- vogi. Hún mun því etja kappi við Ómar Stefáns- son bæjarfulltrúa en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi kost á sér í sæt- ið. Fyrsta sæti Framsókn- arflokksins í Kópavogi var til margra ára skipað Sig- urði Geirdal, sem gegndi lengi stöðu bæjarstjóra en hann lést sem kunnugt er fyrir tæpu ári síðan. Dóplistamaður dreginn fyrir dóm Aðalmeðferð verður í máli Björns Tómasar Sig- urðssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur i dag. Ríkis- saksóknari höfðaði mál á hendur honum vegna þess að hann birti nöfn tveggja lögreglumanna á vefsíðu sinni dopsalar.tk. Björn sagði lögreglumennina tvo leka upplýsingum til glæpamanna. „Ég stend við það sem ég sagði í sambandi við þetta fólk," sagði Björn þegar málið var þingfest en hann vakti landsathygli með því að birta nafnalista á netinu yfir tugi manna sem hann sagði dópsala. Höfuðleður á hausinn Einkahlutafélagið Höfuðleður er farið á hausinn. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur sem námu 20,5 milljónum króna. Höfuðleður var til húsa á Hverfisgötu 64a. Ekki kemur fram í tilkynningu skiptastjóra þrotabúsins hvaða starfsemi félagið hafði með höndum. Spá fyrir þorrablót Þorrabiótsnefnd 2006 á Homafirði vill að allir geti sótt blótið sem halda á 21. janúar 2006, líka sjómenn. Hélt nefndin fund íýrir lukt- um dymm og gaf að honum loknum út sjóveðurspá fýrir blótskvöldið. Að því er kem- ur frá á hornafjordur.is telja þau Jónas Friðriksson, Fjóla Jóhannsdóttir og Signý Knútsdóttir að sjóveðurspá fýrir 21. janúar 2006 verði slæm. Hljómar hún þannig að ölduspáin sé slæm, vind- áttir muni leggjast í suðaustan og vestan. Útlit sé fyrir mikla brælu og að bátar verði bundnir við bryggju. Davíð Oddsson, Björn Bjarna- son, Jóhannes í Bónus og fleiri í óútkomnum krimma Þráins. Væntanlegur er sjóðheitur krimmi eftir Þráinn Bertelsson sem ber nafnið Valkyrjur. Þráinn er á svipuðu róli og í fyrra þegar hann sendi frá sér Dauðans óvissa tíma. Víst er að lesendur munu kannast við bæði persónur og atburði í bók- inni hafi þeir fylgst með þjóðmálum undanfarið ár. Þetta er sem sagt lykilróman þó svo að Þráni hugnist ekki það orð. „Já, þetta verður lykilróman að því leyti til að hann á að ganga að þessu samfélagi en ekki að einstök- um persónum sem í því búa,“ segir Þráinn. Hér fara nokkur brot úr bók Þráins en við því er að búast að nokkur styr muni standa um Valkyrjur. Víst er að margir sem við sögu koma munu verða ósáttir við sinn hlut. Og í síðasta brotinu, sem er skrifað fyrir margt löngu, þykjast menn sjá að Þrá- inn er forspár. aBiBpfc3 1 L 1 i Magnús Minus „Magnús var atvinnulaus mánui „Magnús var atvinnulaus mánuðum saman eftir gjaldþrotið þar til hann kyngdi loks stoltinu og gerðist aðstoðarverslunar- stjóri í Hagkaupsverslun, hjá keppinautinum sem hafði komið honum á kné. Niðurlægingartímabilið stóð í þrjú ár. Þá reis Magnús upp aftur. Hann leigði húsnæði, sem var reyndar aflóga frystihús á Seltjarnar- nesi og flutti inn vörur frá ódýrri verslanakeðju 4 í Þýskalandi sem honum hafði tekist að fá til samstarfs. Viðskiptahugmyndin var einföld - að bjóða lægsta vöruverð á markaðn- um - og hún hreif. Ári síðar opnaði hann aðra Mínus-verslun á Akur- Jam eyri. Það voru góðir tímar og fólk vírtist hafa endalausa peninga J^BBmBS K, M milli handanna og þeir ________________________Bk m hagsýnni versluðu í Mín- jóhannes íBónus Jf us, hinir fóru í Hagkaups- Margir munu kannastvið ■ eða Nóatúnsbúðirnar." harm sem fyrirmyndpersón- II garða í efri og neðri gom og gaf til kynna að hon- um væri ekki hlátur í hug. Björn Bjarnason Ljósterað Þráinn styðst mjög við Björn við persónusköpun dóms- málaráðherrans í Valkyrjum. Þráinn Bertelsson Hikar ekki við að nota samtima sinn, menn og atburði, i krimma sína. f I - ptj >\'V ■ A Æ i -i ' . —---- A SmS^ssmmÉ: Daníel Daðason dómsmálaráðherra Á hverju kvöldi áður en hann gekk til náða uppfærði ráð- herrann bloggsíðu sína og skrifaði af mfldlli þekkingu um bæði alþjóðamál sem hann gjörþekkti af lestri amerískra stórblaða og einnig eitt og annað sem honum þótti ástæða til að tjá sig um innanlands og var hvort sem er á allra vitorði. Ennfremur naut hann þess að skrifa stuttar ritgerðir um söguleg efni sem flestar snerust um glæpaverk og ilisku kommúnismans, auk þess sem Daníel hafði sérstakan áhuga á að vara við lymskulegum áróðri í Ríkisútvarpinu, en fyrir löngu hafði hann gert sér ljóst að sú stofhun var gróðrarstía fýrir andfélagsleg sjónarmið og áróðursmaskína laumukommún- ista undir yfirskini frjálslyndis og víðsýnis. Bloggsíða ráðherrans hafði þann kost með sér að ekkert var einfaldara en að breyta úreltum texta á Netinu, texta sem var barn síns tíma, og uppfæra hann í ljósi nýrra staðreynda, þannig að sagnfræð- ingar komandi kynslóða gætu stúder- að hið daglega blogg ráðherrans og undrast framsýni hans, pólitískt inn- sæi og jafnvel spádómsgáfu. [...] „Hér er allt með hefðbundnum hætti,“ sagði Daníel dómsmálaráð- herra og setti upp sitt fræga bros sem afhjúpaði í senn óvenju sterklega tann- Ofgreiðslur Tryggingastofnunar Máttu ekki seilast í bætur Tryggingastofnun mátti ekki draga af greiðslum til lífeyrisþega sem stofnunin taldi hafa fengið of- greiddar bætur á árinu 2003. Líf- eyrisþeginn hafði fengið umtals- vert hærri fjármagnstekjur á árinu 2003 en gert var ráð fyrir. Fólst að- almunurinn í greiddum dráttar- vöxtum sem greiddir voru vegna svokallaðs „öryrkjadóms". Að frá- dreginni staðgreiðslu skatta átti líf- eyrisþeginn að borga 21.544 krón- ur. Lögmaður lífeyrisþegans sagði dráttarvextina hafa verið algjörlega ófyrirsjáanlega. Einnig væru þeir í eðli sínu skaðabætur og því eðli- legt að sá sem skaða veldur skuli bera kostnað af því. Úrskurðarnefnd almannatrygg- inga segir óhjákvæmilegt að telja dráttarvextina með tekjum lífeyris- þegans. Hins vegar séu ekki uppfyllt lagaskilyrði til að hafda megi eftir upphæð sem svarar til ofgreiðslunnar frá seinni tíma tryggingabótum. Stofnunin verði einfaldlega að senda lífeyrisþeganum kröfubréf samkvæmt al- mennum reglum. Niðurstaða úrskurðar- nefndarinnar er bindandi fyrir Tryggingastofnun og hefur fordæmisgildi fyrir fjölda bótaþega. Karl Steinar Guðna- son Forstjóri Trygginga- stofnunar sem máttiekki halda eftir greiðstum vegna ofgreiddra bóta. Treystir ekki tölvupósti Jónas Friðrik Guðnason, lúrð- skáld þeirra Ríó Tríó manna, er hættur að treysta á tölvupóst í ljósi atburða síðustu vikna. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka vísu sem hann orti og sjá má á heimasíðu Raufarhafnar- hrepps. Þar yrkir hann: „Þjóðin vill eflaust þitt og mitt / þekkja, og vita allt um hitt, / þessi aðferð og tíðni. Svo eitt er ljóst: / ekki senda mér tölvupóst." Það má því búast við að samskipti hans við meðlimi Ríó Tríós fari á næstunni fram í gegnum bréfaskriftir eða sfrntöl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.