Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 DV íris ívarsdóttir rekur naglasnyrtistofu í Stórholti. Hún ferðast vítt og breytt um heiminn til að fylgjast með því nýjasta hverju sinni. Hún er með meistaragráðu í fræðunum og legg- ur mikinn metnað í vinnu sína. Lærði hjá rússneskum heimsmeistara „íslenskar konur leggja sig fram um að hugsa vel um neglur sínar,“ segir íris ívarsdóttir sem rekið hefur naglasnyrtistof- una Naglafegurð í Stór- holti 1 í 5 ár. Nú er hún að vinna með það heitasta í naglasnyrtingu í dag, akrýlmálun. íris er nýlega komin af ráðstefnu í Hollandi þar sem hún lærði hand bragðið hjá rússneskum hei méistára. Tæknin skiptir mestu máli íris segir að tæknin og kunnátt- an í meðferð efnanna skipti mestu máli en auðvitað þarf hugmynda- flugið að vera í lagi líka. íris fylgist vel með nýjustu X straumum og stefn- x um í naglasnyrt- ingu. „Ég fer utan 1-2 sinnum á ári til að fylgjast með og hitta fólk sem vinnur í sama bransa," segir íris. Hún segir einnig að íslendingar séu dug- legir að fylgjast með og tileinka sér nýja hluti. Neglur og skraut við hin ýmsu tækifæri Margar konur láta skreyta neglur sínar fyrir árshátíðir, brúðkaup og fleira. Það heitasta f skrautinu í dag eru merki þekktra tískuhönn- uða sem koma vel út á fal- legum nöglum. Einnig kemur hvítt og gyllt sterkt inn í naglasnyrt- ingu um þessar mundir eins og í svo mörgu öðru. Dugleg athafnakona Samhliða snyrtistofunni rekur íris naglaskóla þar sem hægt er að taka meistaragráðu í ásetningu gel- og akrýlnagla. Þessi duglega at- hafnakona leggur greinilega mikinn metnað í vinnu sína og leggur kapp á að útskrifa mjög færa naglasnyrti- fræðinga. sunna@dv.is STJÖRNUFRÉTTIR & UFSSTÍLL^ ALVÖRU FÓLK ■ ■ r Pils eru allsráðandi ítísku vetrarins ef marka má tískuspekúlanta veraldar- innar og stjörnurnar PILS EN EKKI BUXU Alltaf glæsileg Victoria Beckham var dömuleg að vanda þegar hún stillti sér upp fyrir framan myndavélar ljósmyndara í lok síðasta mánaðar. Ef einhver kann að klæða sig þá er það Victoria og er þessi samsetning sérlega kvenleg og falleg. Ekki í galakvöld- verðarboð Sadie ' Frost, fyrrverandi eig- inkona kvenna- gullsins svikula Judes Law, sló ekki í gegn þegar hún mætti í þessari múnderingu. „Ef til vill gæti þetta passað á einhverju diskóteki eða á afbrigðilegri kynlífssamkomu en ekki hér,“ lét einn þeirra sem sá hana út úr sér enda var Sadie stödd í fínu galakvöld- verðarboði þegar þessi mynd var tekin. Sérstök og sæt Tónlistakon- an Jessy Hope- £ Weston mætti í þessu sérstaka pilsi á tónlistarverðlauna- afhendingu í íyrra- dag. Stúlkan er ekki þekkt fyrir að klæða sig dömulega en það er greinilegt að hún lætur ekki sjá sig í buxum þegar merkisatburðir ger- ast. /„ , \ Ekki meira, i - - i Mariah r ti aí Mariah Car- ey gerir nú allt tÚ að koma sér aftur í sviðs- ljósið. Hún þykir afar kyn- þokkafull en aað er ljóst að oilu má ofgera. Hún hefði verið mun glæsilegri í aðeins síðara pilsi og efnismeiri bol. DV-mynd Getty-images

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.