Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Qupperneq 10
1 0 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Hrönn er hörkudugleg kjarn- orkukona sem er drifín áfram afeldmóði og seiglu. Hún á samt erfitt með að deila ábyrgð auk þess sem hún mætti fara beinni leiðir að hlutunum. „Hrönn er fyst og fremst dugleg og drlfandi og framkvæmir hugmyndir sínar. Hún er mikil kjarn- orkukona eins og sjá má á Kvikmyndahátíðinni. Hún hef- ur gott sjálfstraust og trú á sjálfri sér og því sem hún gerir. Hún á samt erfitt með að deila ábyrgð, treystir illa dómgreind annarra og vill helst taka ákvarðanir ein og gera hlutina sjálf. Svo er hún óskipulögö og gerirhlutina á slðustu stundu." Helena Stefánsdóttir, samstarfskona. „Hrönn er ein afþeim manneskjum sem er drifin áfram afmiklum eldmóði og seiglu og það er engin leið að stöðva hana þegar hún ákveður að taka sér eitthvað fyrir hend- ur. Það má vel sjá á Kvikmynda- hátiðinni sem nú stenduryfir að hversu ríkulegan ávöxt það get- ur borið. Hún er stefnuföst og hreinskilin og óhrædd við að taka slaginn sem getur stund- um valdið ófriði I kringum hana. En þá skiptir miklu að hún er ekki langrækin og missir ekki sjónar á langtímamark- miðum." Pétur Blöndal, vinur. Hrönn er mjög þrautseig og gefst ekki upp þótt á móti blási. Ég held hún sé mjög góð móðir og mikil og góð fjölskyldu- manneskja sem sinnir börnun- um sínum vel. Það ermikil dyggð I nútímasamfélagi, sér- staklega þegar fólk stendur I stórræðum. Hún þvælir kannski hlutunum ofmikið fyrirsérog mætti fara beinni leiðir að markmiðum slnum. Mireya Samper, samstarfskona. Hrönn Marfnósdóttir er framkvæmdastjóri Alþjóölegrar kvikmyndahátíöar sem nú stendursem hæst. Hún á aö baki MBA próf frá Háskólaum í Reykjavík og B.A. prófí stjórnmálafræöi frá Háskóla íslands. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Moggan- um og stýrt spænskri kvikmyndahátíö i Reykjavík. Hrönn er fædd í maí áriö 1965 Sameinist gegn mávum Hreppsnefndin í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi óttast að sflamávur sem flæmdur verður frá Kefla- víkurflugvelli færi sig ein- faldlega um set og taki sér þó hugsanlega bólfestu á Strandaheiði. Hrepps- nefndin segist taka undir nauðsyn þess að stemma stigu við fjölgun sflamávs í námunda við flugvöllinn en telur að ef fælingaaðgerðir leiði til þess að fuglinn flytji sig um set og fjölgi annars staðar þá eigi það að vera sameiginlegt verkefni sveit- arfélaganna á svæðinu að takast á við þann vanda. Knattspyrnumaðurinn Scott Ramsey getur prísað sig sælan með niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjaness frá í gær. Ramsey þarf aðeins að sitja inni í þrjá mánuði þótt hnefa- högg hans hafi banað ungum dönskum hermanni sem hét Flemming Tolstrup. Scott Ramsey Ásamt konu sinni Birgittu. Dómur Héraðsdóms Reykja- ness vekur upp spurningar um hvort LofturJens Magnússon, sem varð manni að bana með svipuðum hætti og Scott, á sveitakránni Ásláki í Mosfells- bæ síðastl. desember, megi búast við jafn vægum dómi. í i 1 - J lU 1 í n í fu . j rr 1 M —y — J 3. Knattspyrnumaðurinn Scott Ramsey þarf aðeins að afplána þrjá mánuði af átján mánaða fangelsisdómi sem hann var í gær dæmdur til. Þungt hnefahögg Scotts varð danska hermanninum Flemming Tolstrup að bana á skemmtistaðnum Traffic í Kefla- vík. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Þóra Steffenssen réttarmeina- fræðingur, sem bar vitni í málinu, sagði að högg Scotts hafi komið efst við hægra kjálkabein Flemmings og vafdið blæðingu í mjúkvefjum og vöðvum sem festast við eyrað. Við það hafi komið rifa í háfsslagæð og mikil blæðing hafi fylgt í kjölfarið. Flemming Tolstrup hafi vegna þessa látist nær samstundis. Fyrirvaralaus árás Afbrýðissemi er ástæða þess að Scott Ramsey veitti Ffemming Tolstr- up svo afdrifarflct hnefahögg. Scott lýsti því fyrir dómi hvernig umleitan- ir Flemmings í garð konu sinnar, Birgittu, hefðu smám saman reitt hann meir og meir til reiði. Svo mjög að aðeins lítil áeggjann vinkonu varð til þess að Scott gekk upp að her- manninum unga og veitti honum fyr- irvaralaust banvænt hnefahögg. Þrír en ekki átján Scott Ramsey játaði brot sitt greiðlega og mótmælti ekki tveggja milljón króna skaðabótakröfu fjöl- skyldu mannsins sem hann banaði. Dómendur í málinu tóku tillit til þessa. í niðurstöðu þeirra segir að Scott hafi aldrei brotið af sér áður. Hann sé reglusamur, stundi fasta vinnu og hafi afdrei ætlað að vinna manninum slíkt tjón sem raun varð. Að þessu gefnu var niðurstaðan átján mánaða fangelsisdómur. At- hygli vekur þó að fimmtán af þess- um átján mánuðum eru skilorðs- bundnir og því þarf Scott aðeins að sitja inni í þrjá mánuði.Llögfróðir menn sem DV ræddu við í gær sögðu að Scott mætti prísa sig sæfan með þessa niðurstöðu. Hvað með Loft? Dómur Héraðsdóms Reykjaness vekur upp spurningar um hvort Loftur Jens Magnússon, sem varð manni að bana með svipuðum hætti og Scott, á sveitakránni Ásláki I Mos- fellsbæ síðastliðinn desember megi búast við jafn vægum dómi. Aðal- meðferð hefst innan skamms í því máli en beðið er niðusstöðu dómskvaddra matsmanna sem vinna nú að því að fara yfir krufn- ingarskýrslu. Scott Ramsey vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna í sínu máli þegar DV hafði samband við hann í gær. andri@dv.is Vill að ríkisstjórnin hjálpi Arcni Pálma. Umframmagn örvera í remúlaði úr Bónus. Pólitísk aðkoma nauðsynleg Rfldsstjórinn í Texas hefur hafiiað náðunarbeiðni Arons Pálma Ágústs- sonar. Áður hafði rfldsþing Texas samþykkt beiðnina og mælt fyrir henni. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarirmar og þing- maður, hefur í kjölfarið farið fram á utandagskrárumræðu um málefni Arons Pálma. Hann telur ljóst að póli- tísk afskipti af hálfú ríkisstjómarinnar séu nauðsynleg til að skriður komist ámálið. „Ég hef fengi talið nauðsynlegt að við stjómmálamenn virmum í mál- inu. Pólitísk aðkoma er mikilvæg," segir Ágúst Ólafur. Fyrir tveimur árum síðan tók Ágúst málið upp á þingi og fékk jákvæð viðbrögð frá rfldsstjóminni. Síðan þá hafa þrír menn setið í stóli utanrfldsráðherra en h'tið bólað á viðbrögðum. Ágúst segist ekki vita hve marga utanríkisráðherra þarf til að málið komist í farveg. „Ég veit það ekki. Eina sem ég veit er að við þurfum að beij- ast fyrir frelsi þessa drengs." f fangelsi íTexas Náðunarbeiðni Ar- ons Pálma varhafn- að af Rick Perry, rlk- isstjóra ÍTexas. Agúst Ólafur Ágústsson alþingis- maður Fer fram á um- ræðu um Aron Pátma. Bónus innkallar remúlaði Matvömverslunin Bónus hefur sent frá sér beiðni til neytenda sem kunna að hafa í fómm sínum Bón- us-remúlaði, með síðasta neysludag 09.01.06 eða fyrr, því í ljós hefur komið að varan er skemmd. Reglu- bundin athugun sýndi að remúlaðið innihélt of mikið magn af tiltekinni örvem og var uppmni örvemnnar rakin til krydds sem framleiðandi notaði í remúlaðið. „Samkvæmt okkar upplýsingum er remúlaðið ekki talið skaðlegt heilsu fólks en við viljum vera ör- uggir og þess vegna er varan innköll- uð,“ segir Svanur Valgeirsson, for- svarsmaður Bónuss. Framleiðsla remúlaðsins hefur þegar verið stöðvuð og allt skemmt remúlaði fjarlægt úr hillum Bónus- verslana. „Það var gott að upp komst því enginn vlll vera með skemmda vöm í umferð," segir Svanur sem skorar á fólk að skila remúlaðinu. Hann segir jafnframt að Bónus muni bæta neyt- endum remúlaðið. svavar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.