Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 Fréttir 0V Starfsmenn Ríkislögreglustjórans gerðu í gærmorgun húsleit hjá Jóhannesi B. Skúlasyni sem rekur símaþjónustufyrirtækið Skúlason ehf. Var bæði ráðist til at- lögu á heimili Jóhannesar á Vesturgötu svo og á skrifstofu fyrirtækisins á Lauga- vegi. Samtimis fóru fram viðamiklar lögregluaðgerðir i London en Jóhannes er tal- inn tengjast umfangsmiklu fjársvikamáli sem teygir anga sina viða um Evrópu. ið bruðl Frjálshyggjufélagið hef- ur sent frá sér ályktun þar sem byggingu tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn er mótmælt harðlega. Félagið segir að ekki hafi verið bent á nein rök fyrir því að rétt- lætanlegt sé að „þvinga al- menning til að greiða fyrir áhugamál útvalinna borg- ara," eins og frjálshyggju- menn komast að orði í til- kynningu sinni. „Mikill uppgangur er í samfélaginu og bruðl í formi tónlistar- húss fyrir rúman tug millj- arða er óábyrgt, fyrir utan að vera óréttmæt og óskyn- samleg framkvæmd," bæta þeir við. Tónlistarhús- Urriðaholt skipulagt Garðabær og Urriðaholt ehf. hafa gert með sér samning um uppbyggingu Kauptúns í Urriðaholtk Kauptúnið liggur við Reykjanesbraut í fæti Ur- riðaholts. Gert er ráð fyrir röð stórra verslana í sér- stæðum byggingum. Versl- unin IKEA stefnir að því að ný verslun verði opnuð á svæðinu haustið 2006. Ur- riðaholt er eigandi landsins og mun annast allar fram- kvæmdir þar s.s. gatnagerð og frágang opinna svæða. Dýrir í uppihaldí Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið nýjar upp- hæðir dagpeninga sem gilda til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfs- manna á ferðalögum inn- anlands á vegum ríkisins. Ríkisstarfsmenn fá 8.300 krónur fyrir gistingu í eina nótt og sex þúsund krónur í fæði fyrir hvern heilan dag. Alls 14.300 krónur fyrir gist- ingu og fæði í einn sólar- hring. Fimm daga ferðalag ríkisstarfsmanns hér innan- lands kostar því ríkissjóð 71.500 krónur. Johannes B. Skúlason Ert talinn tengjast viða- miklu fjársvikamáli og peningaþvætti i London. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans gerði í gær húsleit á einkaheimili og í fyrirtæki í Reykjavík í tengslum við umfangs- mikið fjársvikamál og peningaþvætti í Evrópu sem teygir anga sína til Reykjavíkur. Húsleitin var gerð í fyrirtækinu Skúlason ehf. á Laugavegi 26 og á heimili eigandans, Jóhannesar B. Skúlasonar á Vesturgötu. Aðgerðir lögreglu voru gerðar að beiðni breskra lögregluyfirvalda og hófust á sama tíma í Reykjavfk og London. Hélt hann væri í bíómynd „Ég var á leið í vinnuna þegar lög- reglan birtist með húsleitarheimild," segir Jóhannes B. Skúlason, sem rekið hefur símasölufyrirtæki sitt og svar- þjónustu í mörg ár. „f fyrrakvöld var ég að horfa á breska sakamálamynd og þegar ég vaknaði fannst mér ég vera orðinn hluti af henni sjálfur," segir hann. Að sögn Jóhannesar var lögreglan skipulögð í húsleit sinni en hafði ekk- ert á brott með sér af heimili hans á Veturgötunni annað en fartölvu. Á skrifstofunni á Laugavegi vom fúns vegar skjöl íjarlægð og afrit tekin af tölvubúnaði. Erlendir fjárfestar „Ég hef ekld hugmynd um hvern- ig fyrirtæki mitt tengist þessari um- „í fyrrakvöld var ég að horfa á breska sakamálamynd og þegar égvaknaði fannst mér ég vera orðinn hluti afhenni sjálfur." fangsmiklu lögregluaðgerð," segir Jóhannes. „Við höfum verið að kynna fyrirtæki okkar í Bretlandi og á Norðurlöndum og fengið aðila til að fjárfesta. Mér er næst að halda að nafn fyrirtækis okkar hafi dúkkað upp í rannsókninni ytra og þess vegna sé gripið til þessara aðgerða hér." Jóhannes B. Skúlason var ekki handtekinn í gær en yfirheyrður af lögreglu. Jóhannes segist hafa svarað lögreglunni eftir bestu getu en h'tið skilið í spumingunum: „Ég var spurður um hún og þessi nöfn sem ég þekkti ekkert og mér fannst þeir htið græða á því að spyrja ' sm Skúlason ehf. Til húsaað Laugavegi 26 þar sem Jón Ólafsson íSkifunni hafði áður skrifstofur sínar. mig. En þeir ætla að halda áfram að spyrja mig í dag. Ég veit það eitt að ég er saklaus," segir Jóhannes B. Skúla- son sem er hálffertugur og hefur stimdað viðskipti í Reykjavík frá því hann var komungur. f tilkynningu frá Ríkislögreglu- stjóranurn í gær segir að bresk lög- regluyfirvöld séu nú að rannsaka um- fangsmikil ijársvik í Bretlandi og pen- ingaþvætti sem felst í því að koma af- rakstri ætlaðra fjársvika undan. Fjár- svikin em tahn felast í kerfisbundinni sölu Júutabréfa í fyrirtækjum og blekkingum, röngum, villandi upp- lýsingum um fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöllum. Lygasímtöl frá Reykjavík I ljósi þess að Jóhannes B. Skúla- son rekur símaþjónustufyrirtæki er ekld ólíklegt að hann hafi verið með starfsmenn í slíkum símtölum en ljóst er að Jiringt var frá Reykjavík til Bret- lands með alls kyns gylhboð sem htill fótur var svo fyrir þegar til átti að taka. Þessu vísar Jóhannes B. Skúlason hins vegar alfarið á bug. Sissel er ekki köttur í sekk Sjaldan hefur Svarthöfði orðið eins sár og þegar hann las gagnrýni á tónleika Sissel Kyrkjebö hér í DV. Einhver Sigurður Þór Guðjónsson segist hafa keypt köttinn í sekknum og finnur tónleikum norsku söng- stjörnunnar allt til foráttu. Sissel, sem er draumur allra norrænna karlmanna, söng eins og lævirki í Grafarvogskirkju fyrir nokkrum dögum og gerði það vel. Svarthöfði hlustaði á tónleikana á Rás 2. Gagnrýni Sigurðar Þórs Guð- jónssonar sýnir að gagnrýnendur þurfa að vera rómantískir fari þeir á rómantíska tónleika. Líkt og fýlu- Svartf ði púkar eru bestir í fýlu. Og það var gagnrýnandinn bersýnilega á þess- um frábæru tónleikum Sissel Kyrkjebö í Grafarvogskirkju. Svarthöfði hefur oft hlustað á tónlist í Grafarvogskirkju og þá sér- staklega hlýtt á orgelleik frábærs organista kirkjunnar í fleiri en tveimur jarðarförum. Organistinn er dálítið djassaður í útliti og leik og gefur útförum því eilítinn léttleika og veitir ekki af. En aftur að Sissel: Svarthöfði var Hvernig hefur þú það? „Ég er að lesa undirprófí viðskiptafræði sem er á föstudaginn," segir Guðmundur Valur Stefáns- son fiskifræðingur.„Þetta erskyndiprófí MBA-námi sem ég byrjaði í núna í haust og ég get ekki sagt annað en að þetta sé ansi töffnám. Annars er konan mín líka íþessu námi og það er mikill stuðn- ingur sem við fáum hvort frá öðru. Svo fer ég út áð labba með tíkina okkar, hana Grímu, þegar ég er orðinn þreyttur á lestrinum. “ í bifreið sinni á rauðu ljósi á nýju hraðbrautinni fyrir neðan BSÍ þegar hann hlýddi á söng Sissel sem hljóðritaður hafði verið af ríkisvaldinu í Grafarvogskirkju. Svart- höfði gleymdi stund og stað. Sat dolfallinn á rauðu ljósi, síðan gulu, þá grænu og loks rauðu aftur og svo koll af kolli í nokkrar umferðir ljósatil- brigðanna þriggja. Það var þegar Sissel söng Sofðu unga ástin mín á íslensku sem upplifun Svarthöfða náði há- punkti. Um leið ók strætisvagn aft- an á kyrrstæða bifreið Svarthöfða á grænu ljósi. Lokatónn söngsins í bland við brothljóð járns og glers í árekstri dagsins: líkast fullnægingu. Það á ekki að gagnrýna Sissel Kyrkjebö. Hún er betri en svo. Það veit Svarthöfði þar sem hann situr með hálskraga og hlustar á uppá- haldsplötuna sína með Sissel þar sem hún syngur lögin úr Sound of Music betur en Julie Andrews. ís- lendingar verða að læra að sýna gestum sínum virðingu. Ekki rakka þá niður. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.